Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 298

Haldinn í ráðhúsi,
12.04.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Á fundinn var mættur Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins ásamt yfirliti yfir stöðu verklegara framkvæmda miðað við 28. febrúar 2018 og farið yfir helstu niðurstöðutölur þeirra.
2. 1506103 - Menningarmál: Báturinn Friðrik Sigurðsson. Varðveisla.
Rætt um varðveislu á bátnum Friðrik Sigurðssyni.
Á fundinn voru mætt þau Sigurður Jónsson skipulags- og byggingafulltrúi, Anna Margrét Smáradóttir menningarfulltrúi og Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.

3. 1702004 - Fasteignir: Viðbygging íþróttahúss
Á fundinn var mættur Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fyrir liggur hönnun með aðaluppdráttum frá M2 Teiknistofu á um 630m2 viðbyggingu við íþróttahúsið í Þorlákshöfn sem í verður aðstaða til fimleikaiðkunar. Þá liggja fyrir tilboð í jarðvinnu, burðarvirki, lagnir, límtrésburðargrind, einangrun og klæðningu, fimleikabúnað og gólfefni.

Tilboð Garpa ehf. í jarðvinnu er kr. 10.591.000,-
Tilboð Trésmíða Sæmundar í burðarvirki er kr. 28.483.639,-
Tilboð Trésmíða Sæmundar í frárennslislagnir er kr. 1.832.570,-
Tilboð LímtréVírnet í límtrésburðargrind með Yleiningum ásamt einangrun og klæðningu á viðbygginguna er kr. 37.273.000,-
Tilboð LímtréVírnet í Klæðningu á eldra hús er kr. 15.642.000,-
Tilboð Altis/PE-Redskaber í fimleikabúnað er kr. 21.900.000,-
Tilboð Altis í gólfefni er um 5 m.kr.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur bæjarstjóra ásamt forstöðumanni eignaumsjónar að ganga til samninga á grundvelli tilboðanna.

Það er ánægjuefni fyrir samfélagið allt að nú liggi fyrir hönnun viðbyggingar við íþróttahúsið og að framkvæmdir geti loks farið í gang.
4. 1602036 - Æskulýðsmál: Fundargerðir framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2018
Fundargerð framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ frá 21. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.

Þá var mættur á fundinn Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og fór hann yfir stöðu undirbúnings fyrir mótið.

5. 1803035 - Fjármál: Kynning á innheimtuþjónustu
Lagt fram erindi Inkasso dags. 27. mars s.l. en fyrirtækið býður upp á innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélög.

Málið rætt.
6. 1803036 - Persónuvernd: Tilboð í ráðgjafavinnu.
Lagt fram tilboð Dattaca Labs í ráðgjafavinnu við innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf en ný lög um persónuvernd taka gildi nú á vormánuðum.

Tilboðið samþykkt samhljóða.
8. 1804018 - Menningarmál: Ársfundur SSK
Kvenfélagið Bergþóra óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu að upphæð 300 þúsund kr. en félagið heldur utan um ársfund Sambands sunnlenskra kvenna þann 21. apríl. n.k.
Um er að ræða kvöldverðarboð fyrir þingfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
7. 1804015 - Menningarmál: Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna
Sagnir samtök um barnamenningu óska eftir styrk frá sveitarfélögum landsins til þess að styrkja "Verðlaunahátíð barnanna" sem haldin verður 22. apríl n.k. en hún er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem verið hefur í gangi í vetur.

Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í verðlaunahátíðinni að þessu sinni.
Fundargerðir til kynningar
9. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 23. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
10. 1602011 - Heilbrigðismál: Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 22. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
11. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS.
Fundargerð stjórnar NOS frá 20. mars s.l. lögð fram.
Einnig var lagður fram ársreikningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir árið 2017.

Til kynningar.
12. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?