Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 137

Haldinn í ráðhúsi,
10.04.2018 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Anna Margrét Smáradóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Smáradóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1804014 - Menningarmál: Byggðarsafn
Mikil þrengsli eru í húsakosti Byggðarsafns Árnessýslu og vegna þessa eru byggðarsafnsmunir í eigu Ölfuss geymdir í gámi. Eigandi safnsins er Héraðsnefnd Árnesinga og er Ölfuss eitt af þeim átta sveitarfélögum sem eiga þar hlut. Markaðs- og menningarnefnd mun óska eftir fundi við Lýð Pálsson safnstjóra til að fara yfir stöðuna.
2. 1804013 - Viðburðir: Hafnardagar
Vinna við undirbúning Hafnardaga hófst fyrr á árinu og er undirbúningur kominn í fullan gang. Hafnardagar verða í kjölfar Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn. Þess vegna verða þeir með aðeins öðruvísi sniði þ.e. lögð verður áhersla á kvölddagskrá bæði föstudags- og laugardagskvöld. Leitað verður eftir áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að vera í dómnefnd sem velur fallegustu/frumlegustu skreytingarnar í bænum og ef einhver hefur áhuga má hafa samband við markaðs- og menningarfulltrúa.
3. 1804016 - Versalir: Umsjónarmaður Versala
Nicole Boerman hefur verið ráðin sem umsjónarmaður Versala og tók hún við starfinu 1. apríl. Halldóru Guðrúnu Hannesdóttur er innilega þakkað fyrir vel unnin störf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?