Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 92

Haldinn í ráðhúsi,
16.04.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1803031 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018
Umhverfisverðlaun Ölfuss
Tillaga lögð fram um hver hljóti umhverisverðlaun Ölfuss 2018. Verðlaunin verða afhent á sumardaginn fyrsta á árlegri hátíð í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi.
Afgreiðsla: Tillagan samþykkt.
2. 1804022 - Sveitarfélagið Ölfus, hreinsunarátak
Hreinsunarátak í dreifbýli Ölfuss, í Þorlákshöfn og hjá fyrirtækjum.
Hið árlega hreinsunarátak verður í Sveitarfélaginunu Ölfusi dagana 9. til 25. maí 2018. Fyrir dreifbýlið er hreindun 9. til 25. maí n.k. Fyrir íbúa til að auðvelda þeim losun, verða gámar staðsettir við bæina Læk og Sunnuhvol, fyrir almennt sorp og timbur.
Fyrir Þorlákshöfn er hreinsunarátak frá 2. maí til 23. maí n.k. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu fara um bæinn og taka upp ruslapoka, aðeins rusl í pokum ekki laust, dagana 7., 14. og 22. maí frá kl. 08:00 til kl. 12:00.
Fyrir fyrirtæki í Þorlákshöfn er hreinsunarátak frá 2. til 16. maí n.k. Um aðstoð við að fjarlægja rusl er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöðina.

Hreinsunarátakið kynnt á heimasíðu Ölfus.
3. 1804024 - Aðalskipulag, vatnaskil
Aðalskipulagsmál. Rannsókn á grunnvatni
Vantaskil hafa unnið greinargerð er lýsir vinnu við rannsókn á grunnvatnsstraumum vestan og norðan við Þorlákshöfn. Mikilvægt er að vinna þessa rannsókn til að geta í aðalskipulagi skilgreint magn á upptöku á grunnvatni fyrir fyrirtæki og byggðina í Þorlákshöfn og á jarðsjó fyrir eldisfyrirtæki vestan við Þorlákshöfn.
Afgreiðsla: Samþykkt að þessi vinna sem er hluti að endurskoðun á aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022, verði unnin hið allra fyrsta.
4. 1804023 - Stóragerði Kirsten B. Larsen
Stóragerði, lóð 1
Fyrirspurn er frá lóðarhafa Stóragerði lóð 1, hvort heimilt sé að hækka mænishæð um 20 cm umfram það sem segir í deiliskipulagi?
Erindið rætt.
Afgreiðsla: Samþykkt að kynna fyrir lóðarhöfum óverulega breytingu á deiliskipulaginu um hækkun á mænishæð. Núverandi mænishæð er 5,5 m frá jörðu eða 5 m frá gólfplötu jarðhæðar. Eftir óverulega breytingu verði mænishæðin frá jörðu 5,7 m og frá gólfplötu jarðhæðar 5,2 m.













5. 1711022 - Orka náttúrunnar, deiliskipulag jarðhitagarður
Deiliskipulag, 10. breyting er tekur á jarðhitagarði við Hellisheiðavirkjun.
Deiliskipulag fyrir 10. breytinguna var auglýst til 22. mars 2018.
Athugasemdir komu inn á auglýsingartímanum og ábending frá heilbrigðiseftirlitnu um olíureglugerð nr. 884/2017.

Athugasemd frá Skipulagsstofnun dagsett 15. febrúar 2018:
1. Hvernig iðnaðarstarfsemi er gert ráð fyrir á svæðinu? Bent er á að sveitarstjórn þurfi að taka afstöðu til þess hvort einhverjar takmarkanir á tegundir iðnaðarstarsemi eigi vera á svæðinu.
Svar/umfjöllun:
Jarðhitagarður ON er umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðarvirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Starfsemin í garðinum verður í samræmi við stefnu sveitarfélagsins Ölfuss, sem skilgreind er í aðalskipulagi þess. Hver sem sú starfsemi kann að vera, verður hún háð leyfisveitingum sveitarfélagsins og þannig verður þess gætt að hún verði í samræmi við stefnu Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022. Á um 112 ha iðnaðarsvæðis til vesturs komi hreinleg starfsemi sem ekki valdi mengun með ryki, lykt eða útblæstri og valdi ekki mengun á grunnvatni. Á svæðið komi starfsemi sem nýti afurðir frá Hellisheiðavirkjun, s.s. heitt og kalt vatn, gufu eða skiljuvatn.

2. Byggð verður áberandi í umhverfi sínu, setja þarf nánari skilmála um fyrirhugaða uppbyggingu svo byggð verði ekki sundurleit. Skortur er á áfangaskiptingu svo svæðið byggist upp með skipulögðum hætti. Þá er hætta á því að ásýnd frá Suðurlandsvegi muni mótast af geymslusvæðum sem gjarnan eru á baklóðum. Skilmála vantar um hvernig skuli hindra ljósmengun er reist verður gróður- eða glerhús á svæðinu.
Svar/umfjöllun:
Uppbygging á svæðinu verður ekki áfangaskipt, en þar sem innviðir fyrirhugaðrar starfsemi koma frá Hellisheiðarvirkjun verður uppbygging að öllum líkindum frá virkjuninni og þaðan til vesturs. Ekki er hægt að útloka að uppbygging verði með öðrum hætti og er það m.a. vegna þess að lóðir á svæðinu eru mjög misjafnar af stærð og óljóst er hvernig eftirspurn mun verða eftir mismunandi lóðarstærðum.
ON leggur mikla áherslu á að ásýnd að svæðinu verði til sóma, sér í lagi frá hinum fjölfarna Suðurlandsvegi. Vegna þessa er bætt við þeim skilmálum að ON geti krafið lóðarhafa um að setja allt að 3 m háa jarðvegsmön við lóðarmörk sem sýnileg eru frá Suðurlandsvegi. Græða skal jarðvegsmanir staðargróðri, innlendu eða einæru fræi.
Settir verða skilmálar varðandi hvernig skuli hindra ljósmengun ef byggð verða gróður- eða glerhús á skipulagssvæðinu. Skilmálarnir eru eftirfarandi:
Til að lágmarka ljósmengun frá gróður- eða glerhúsum (ef þau eru byggð á skipulagssvæðinu) eru settir þeir skilmálar að gardínur eða skuggatjöld verði í húsunum og að með notkun þeirra verði ljósmengun frá húsunum haldið í lágmarki. Myrkvun frá húsunum skal að lágmarki vera 85% og því ljóshleypni að hámarki 15%.
3. Umfjöllun um mögulegar jarðsprungur vantar.
Svar/umfjöllun:
Engar upplýsingar eru til um sprungur á því svæði sem breyting á aðalskipulagi nær til. Bætt er við þeim fyrirvara í greinargerð breytingar á deiliskipulagi að komi sprungur í ljós á skipulagssvæðinu við framkvæmdir geti þurft að gera breytingu á deiliskipulaginu til að bregðast við því.
4. Fjalla þarf með ítarlegri hætti um loftgæði fyrir þá starfsmenn sem vinna á svæðinu.
Svar/umfjöllun:
ON hefur unnið markvisst að því að minnka losun brennisteinsvetnis (H2S) og annarra jarðhitagastegunda frá Hellisheiðarvirkjun. Árið 2014 var lofthreinsistöð fyrir hreinsun brennisteinsvetnis tekin í notkun. Síðan þá hafa verið tekin markviss skref í átt að aukinni hreinsun og nú er um 70% brennisteinsvetnis hreinsað frá virkjuninni og dælt niður í jarðlög við Húsmúla. Losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloft er því einungis brot af því sem var áður en lofthreinsistöðin var tekin í gagnið og gert er ráð fyrir því að hlutfallsleg niðurdæling brennisteinsvetnis aukist enn frá því sem nú er.
Um svæði sem skilgreind eru sem iðnaðarsvæði á við reglugerð nr. 390/2009 um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum. Í reglugerðinni eru efri mörk H2S skilgreind sem hér segir: 8 klst. meðaltal = 7.000 µg/m3. Þakgildi = 14.000µg/m3. Þakgildi er skilgreint sem mengunarmörk miðuð við meðaltal yfir fimmtán mínútna tímabil eða annað tiltekið tímabil.
ON rekur loftgæðamælistöð á iðnaðarsvæði Hellisheiðarvirkjunar, sem staðsett er við starfsmannahús, litlu sunnan við stöðvarhúsið. Mæling á styrk H2S er skráð á 10 mín. fresti, sem er svo breytt í meðalstyrk á klukkustund. 8 klst. styrkur H2S er reiknaður sem meðaltal fyrir tímabilin 00:00 - 08:00, 08:00-16:00 og 16:00-24:00.
Verkfræðistofan Vista tekur saman árlegar skýrslur um loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun. Niðurstöður skýrslu fyrir árið 2017 voru að klukkustundarmeðaltal fór aldrei yfir þakgildið 14.000 µg/m3 á árinu. Jafnframt fór 8 klst. meðaltal aldrei yfir meðalgildið 7.000 µg/m3 á árinu. Með öðrum orðum var styrkur H2S í andrúmslofti innan marka reglugerðar nr. 390/2009. Að meðaltali var styrkur H2S í andrúmslofti 12,1 µg/m3 (12,0 m.v. 8 klst. meðaltal). Styrkur H2S í andrúmslofti mældist að hámarki 2.748 µg/m3 (1.107 m.v. 8 klst. meðaltal).
Samantekt af þessum upplýsingum verður bætt inn í greinargerð breytingar á deiliskipulagi.
Minjastofnun Íslands frá 20. mars 2018:
Bent er á að fornleifaskráning sem gerð var fyrir svæðið frá árinu 1998 og skráning frá árinu 2008 uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra skráninga í dag, og að vegna þess sé þörf á að skrá fornleifar að nýju á skipulagssvæðinu. Þegar slíkri skráningu er lokið þarf að taka tillit til þeirra og laga skipulagið að þeim. Bent er sérstaklega á að mæla þurfi götupaldra sem lenda innan einnar lóðar upp og staðsetja þá nákvæmlega.
Svar/umfjöllun:
Rétt er að stefna á að skrá fornleifar á skipulagssvæðinu að nýju þar sem þær skráningar sem unnar hafa verið uppfylla ekki þá staðla sem í gildi eru. Ekki er raunhæft að slík skráning fari fram áður en breyting þessi á deiliskipulagi öðlast gildi.
Í greinargerð breytingar á deiliskipulagi eru settir eftirfarandi skilmálar vegna áðurnefndra götupaldra og vegna þess er ekki talin þörf á að bregðast frekar við umsögn MI:
Þar sem minjastaðurinn er innan lóðar verður ekki gefið út framkvæmda- og byggingarleyfi innan lóðarinnar fyrr en nánari athugun á vettvangi hefur farið fram í samráði við Minjastofnun Íslands.

Athugasemd frá Ólafi Dýrmundssyni frá 11. febrúar 2018:
1. Bent er á að um helmingur af því landi sem áformað er að taka undir jarðhitagarð er að mestu vel gróið og verðmætt beitiland og að ekki sé gert ráð fyrir uppgræðslu annars staðar í beitarhólfinu í staðinn fyrir þetta landtap. Lagt til að ON kosti samsvarandi uppgræðslu annars staðar í beitarhólfinu.
Svar/umfjöllun:
ON leggur sérstaka áherslu á umhverfismál í öllu sínu starfi. Undanfarin ár hefur ON styrkt uppgræðslu vestan Hengils en Landgræðsla ríkisins hefur leitt það starf. ON hyggst styrkja það góða starf áfram. Nánari upplýsingar um uppgræðsluna má finna í áfangaskýrslu Landgræðslu ríkisins, LR-2018/09, sem gefin var út 28.febrúar 2018.
2. Bent er á að sennilega er hægt að flytja hesthúsið við Húsmúlarétt í heilu lagi og nýta mikið af timbri í núverandi rétt aftur við byggingu nýrrar réttar.
Svar/umfjöllun:
Í umfjöllun í breytingu á deiliskipulagi er m.a. sagt að réttin og hesthúsið víki af svæðinu og að nýrri rétt og hesthúsi verði komið fyrir á kostnað ON utan skipulagssvæðisins. Ef mögulegt er að flytja núverandi hesthús á nýjan stað utan skipulagssvæðisins verður það skoðað en ekki er talin þörf á bregðast sérstaklega við ábendingunni í breytingu á deiliskipulagi.
3. Skoða þarf vel staðsetningu nýrrar réttar m.a. vegna smölunar og breyttrar legu sauðfjárveikivarnalínunnar.
Svar/umfjöllun:
Staðsetning nýrrar réttar verður ákveðin í samráði við sveitarfélagið og viðeigandi aðila en þar sem hún verður utan skipulagssvæðisins gefur athugasemdin ekki tilefni til frekara svars.
4. Bent er á að taka þurfi upp sauðfjárveikivarnalínuna og færa girðinguna á lengri kafla en þeim 250 m kafla sem lendir innan lóða.
Svar/umfjöllun:
Sjá svar við lið 5.
5. Gerð er athugasemd við þá tillögu í breytingu á deiliskipulagi að girðing sauðfjárveikivarnalínu færist suður fyrir fyrirhugaðar lóðir og að betur fari að girðingin færist norður fyrir fyrirhugaðar lóðir.
Svar/umfjöllun:
Tekið er undir athugasemd og gert ráð fyrir að girðingin færist norður fyrir fyrirhugaðar lóðir.
6. Skoða þarf hvort taka þurfi tillit til mengunar frá jarðhitagarðinum við staðsetningu réttar, hesthúss og girðinga.
Svar/umfjöllun:
Gert er ráð fyrir að starfsemi á svæðinu verði skv. lögum og reglugerðum, m.a. hvað varðar mengun, loftgæði og hávaða. Staðsetning réttar, hesthúss og girðinga verður ákveðin í samráði við sveitarfélagið og viðeigandi aðila þar sem m.a. verður litið til nálægðar við þá starfsemi sem gert er ráð fyrir á svæðinu.

Afgreiðsla: Málið rætt og afgreiðslu frestað. Skoða þarf með ljósmengun, fráveitumál og fleira.
6. 1804019 - Pálsbúð 18 umsókn um lóð Guðjón Magni Jónsson
Umsókn Pálsbúð 18
Guðjón Magni Jónsson, kt. 050460-4369 sækir um Pálsbúð 18.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta honum lóðinni að uppfylltum ákvæðum um lóðarúthlutun.
7. 1704023 - Deiliskipulag: Breyting í Búðahverfi.
Deiliskipulag fyrir breytingar á Búðahverfi.
Deiliskipulagið er í auglýsingu frá 8. mars til 19. apríl 2018. Öll húsin við Ísleifsbúð, Klængsbúð og Pálsbúð eiga að vera á einni hæð. Heimild er í deiliskipulaginu að fjölga um eina íbúð á parhúsa- og raðhúsalóðum enda sé húsið innan byggingarreits. Fylgja skal ákvæðum um tvö bílastæði á lóð fyrir hverja íbúð. Engar athugasemdir hafa borist.
Afgreiðsla: Málið verður tekið til afgreiðslu í bæjarstjórn.
8. 1711024 - Deiliskipulag Sambyggð fjölbýli
Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús við Sambyggð
Deiliskipulagið fyrir fjölbýli við Sambyggð er í auglýsingu frá 8. mars til 19. apríl 2018. Engar athugasemdir hafa komið inn. Gert er ráð fyrir þremur lóðum, r. 14, 14a og 14b, nyrst fyrir tveggja hæða fjölbýlishús. Syðst eru tvo fjölbýlishús nr. 18 og 20, hvort þeirra þriggja hæða.
Byggingarreitur fyrir Sambyggð 14b er stækkaður þannig að innan hans geti verið allt að 38 m langt hús og 18-20 m breitt. Þessi stækkun hefur ekki áhrif á lóðarmörk.
Afgreiðsla: Rætt um óverulega breytingu á byggingarreit fyrir lóðina Sambyggð 14b. Samþykkt að stækka byggingarreit. Deiliskipulagið verður afgreitt í bæjarstjórn.
9. 1804021 - Pálsbúð 24 umsókn um lóð, Rúnar Breiðfjörð
Umsókn um Pálsbúð 24
Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson, kt. 170275-6089 sækir um parhúsalóðina Klængsbúð 17-19 sem er ekki laus, henni var úthlutað 15. febrúar 2018. Til vara sótt um Pálsbúð 24.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðinni Pálsbúð 24 að uppfylltum skilyrðum um lóðarúthlutun.
10. 1804020 - Pálsbúð 26 umsókn um lóð Halldís Huld Hrweinsdóttir
Umsókn um Pálsbúð 14 og til vara Pálsbúð 26
Halldís Huld Hreinsdóttir, kt. 290377-4639 sækir um Pálsbúð 14 og til vara Pálsbúð 26. Pálsbúð 14 var úthlutað á fundi 22. mars 2018. Samþykkt að úthluta Pálsbúð 26 að uppfylltum skilyrðum um úthlutun lóða.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðinni að uppfylltum skilyrðum um lóðarúthlutun.
11. 1804017 - Hafnarberg 41 byggingarleyfi viðbygging íþróttahús
Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hafnrberg 41
Fyrir liggur aðalteikning fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið að Hafnarbergi 41, unnin af Teiknistofan ehf, Jóni Friðriki Matthíassyni, kt. 021171-5069. Viðbyggingin er um 22.2 m sinnum 28.6 m, eða 634.1 m2. Burðarþolsteikningar af undirstöðum unnar af Verkfræðistofunni Eflu.
Afgreiðsla: Byggingarnefndarteikningar hafa verið samþykktar. Takmarkað byggingarleyfi hefur verið gefið út fyrir greftri og fyrir undirstöðum.
12. 1803034 - Deiliskipulag Bláendi
Fyrirspurn um að taka í deiliskipulag land við Grástein sem nefnist Vorsabæjarland. Einnig verða lóðirnar fyrir einbýlishúsin að Grástein tekið með í deiliskipulaginu.
Það deiliskipulag sem unnið heftur verið fyrir Grástein 1, 2007, 2016 og 2017, verði fellt úr gildi við gerð nýs deiliskipulags.
Úr Vorsabæjarlandi verði skilgreindar fjórar nýjar lóðir, Bláengi 6, 7, 8 og 9. Einnig verður stofnuð ný lóð undir vegstæði að lóðunum. Skipulagsuppdrátturinn sýnir 16 lóðir úr landi Grásteins 1, þrjár iðnaðarlóðir og 13 íbúðahúsalóðir. Stærð svæðisins er 7,4 ha. Svæðið er skilgreint í aðalskipulagi sem Í13 með 5 íbúðum. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi fyrir Í13 þar sem fjöldi íbúða fer yfir það sem greinargerð með aðalskipulagi segir til um.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila aðalskipulagsbreytingu með fjölgun íbúða og deiliskipulag fyrir svæðið.
13. 1803019 - Orka náttúrunnar, leyfi fyrir niðurrennsli
Orka náttúrunnar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslislögn að holu HE-55.
ON óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslislögn að holu HE-55, lögn ofanjarðar til bráðabirgða. Gera á prófun á HE-55 um virkni fyrir niðurrennsli. Kynntar eru tvær tillögur. Fyrri tillagan um lögn við Hamragilsveg, upp veginn að Skíðaskálanum og áfram í vegstæðinu þar til komið er á móts við HE-55 sem er sunnan við þjóðveginn og farið undir þjóðveginn að holunni. Lögnin er, með einangrun, um 500 mm. Hinn kosturinn er að fara frá lögninn sem liggur til Gráuhnúka, vestan við þjóðveginn, og vera sunnan við þjóðveginn innan iðnaðarsvæðis í aðalskipulagi að holu HE-55.
Umsögn Skipulagsstofnunar fyrir lögninni norðan við þjóðveginn, ofan jarðar, er þessi:
Í tölvupósti frá 19. mars sl. óskar þú eftir leiðbeiningum um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lögn til bráðabirgða að niðursrennslisholu HE-55 á Hellisheiði.

Skv. erindum ON, dags. 13.3. 2018 og 4.4. 2018 eru 3 kostir í stöðinni um legu lagnarinnar, sem yrði á yfirborði. Kanna á möguleikann á niðurrennsli, og ef vel tekst til verður farið í varanlega framkvæmd á grundvelli skipulags.

Stofnunin telur að sveitarstjórn geti veitt leyfi til þess að leggja lögnina á yfirborði til bráðabirgða, þótt ekki sé gert ráð fyrir henni í skipulagi, enda sé hún einungis til rannsókna og að framkvæmdir við hana valdi ekki raski á umhverfi.

Í leyfið þarf að setja skilyrði um frágang, tímamörk og að ON vakti áhrif á skjálftavirkni í samræmi við reglur fyrirtækisins um viðbúnað og viðbrögð við jarðskjálftavá.

Lagning pípunnar í tilraunaskyni á yfirborði fellur ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum.

Varanlegar framkvæmdir við lagninguna eru háðar breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi og kunna að falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum og þarf að senda Skipulagsstofnun fyrirspurn um það ef ráðast á í þær framkvæmdir.

Samkvæmt samningi við Hveradali ehf sem leigir lóð við Skíðahótelið í Hveradölum af Orkuveitu Reykjavíkur til uppbyggingar á ferðaþjónustutengdri starfsemi, skal vera samráð við þá um framkvæmdir innan leigulóðarinnar. Í innsendum gögnum frá ON kemur þetta fram um samráðið. Lagnaleiðin norðan þjóðvegar fer inn á kynnta tillögu Hveradala ehf. Lögnin fer að hluta til yfir byggingarreit fyrir þjónustuhús sem liggur næst veginum og síðan á milli fyrirhugaðs reits fyrir gróðurhús og þjónustuhús eins og deiliskipulagið var kynnt. Aðal- og deiliskipulag Hveradala ehf er ekki komið á endanlegt stig.
Afgreiðsla: Málið rætt. Lega lagnarinnar skal vera ákveðin í samráði við Hveradali ehf, leigutaka á lóðinni þar sem lögnin fer um fyrirhugað svæði sem skipuleggja á. Samþykkt er að veita tímabundið leyfi fyrir lögninni, eins og kemur fram í erindi frá ON. Sett verða skilyrði fyrir frágangi á lögninni í framkvæmdaleyfinu.
14. 1506103 - Menningarmál: Báturinn Friðrik Sigurðsson varðveisla.
Staðsetning á bátnum Friðriki Sigurðssyni.
Báturinn Friðrik Sigurðsson hefur staðið um tíma á lóðinni Unubakki 12. Vísað hefur verið til skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar að koma með tillögu að framtíðar staðsetningu fyrir bátinn. Ein tillaga er að vera með hann á túnina, sunnan við aðkeyrsluna að útsýnisstaðnum við Nesbraut.
Afgreiðsla: Málið rætt. Lagt til að svæðið sunnan við gatnamótin að útsýnisskífunni við Nesbraut verði skoðað sem heppilegur staður fyrir bátinn.
15. 1804026 - Vinnuskjal um skipulagsmál
Vinnuskal um skipulagsmál.
Á síðasta fundi SBU var nokkrum málum er varða aðal- og deiliskipulag vísað til bæjarstjórnar. Þann 9. apríl 2018 var farið yfir þessi mál og unnið minnisblað.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
16. 1803007 - Umhverfismál: Jarðgerð í Þorláksskógum á Hafnarsandi
Íslenska gámafélagið kynnti erindi um að fullgera moltu til áburðar á svæði sem Þorláksskógar eru með til uppgræðslu.

Afgreiðsla: Málið kynnt.
17. 1804031 - Bláfjöll, kynning á skíðasvæðinu
Bláfjöll, kynning á skipulagsmálum fyrir skíðasvæðið.
Inn á fundinn mættu Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Finnur Kristinsson landslagshönnuður frá Landslagi. Unnið er að skipulagsmálum fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. Innan sveitarfélagamarka Ölfuss eru skíðabrekkur og gönguskíðabrautir sem tengjast skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Við gerð á nýju skipulagi fyrir Bláfjöll þarf að gera aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið innan Ölfuss og mun deiliskipulagið ná yfir það svæði einnig.
Afgreiðsla: Tekið var jákvætt í tillögurnar sem kynntar voru. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu sem og deiliskipulagstillaga verður send til sveitarfélagsins til umfjöllunar.
18. 1804030 - Lóðaúthlutun Sambyggð 14b, Bjarg íbúðafélag hses
Lóðarúthlutun, Sambyggð 14b fyrir fjölbýlishús
Bjarg íbúðafélag hses sækir um Sambyggð 14b til að byggja tveggjahæða fjölbýlishús með 11 íbúðum.

Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta þeim lóðina Sambyggð 14b að uppfylltum skilmálum fyrir úthlutun lóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?