Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 30

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.04.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur
Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins ásamt samanburði við áætlun og rekstur fyrstu þriggja mánaða fyrra árs.
2. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Lagður fram undirritaður samningur dags. 18. apríl 2018 við Smyril Line Cargo um leigu á tollgeymslusvæði í Þorlákshöfn.

Samningurinn staðfestur.
3. 1611042 - Þorlákshöfn: Ferjusiglingar
Lögð fram drög að samningi við P/F Smyril Line um hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn vegna vöruflutningastarfsemi.

Samningurinn gildir frá 1. maí 2018, er til 6 ára og eru hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd hafnarinnar.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?