Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 299

Haldinn í ráðhúsi,
17.05.2018 og hófst hann kl. 13:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins miðað við 31.mars. s.l. ásamt yfirliti yfir stöðu verklegra framkvæmda miðað við 20. apríl 2018 og farið yfir helstu niðurstöðutölur þeirra.
Rekstur er í góðu samræmi við gildandi fjárhagsáætlun ársins.

Til kynningar.
2. 1805005 - Stjórnsýsla: Opið bókhald.
Lagðar fram og kynntar tölvulaulausnir þær sem sveitarfélaginu bjóðast til þess að opna bókhald sitt á netinu.
Vinna við þetta verkefni hefur staðið yfir frá byrjun ársins.
Um er að ræða lausnir frá tveim aðilum.

Samþykkt samhljóða að óska eftir kynningu á verkefninu fyrir bæjarstjórn.
3. 1805007 - Sveitarstjórnarkosningar 2018: Kjörskrá
Lögð fram kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018
Á kjörskrá eru 1.488.
Þar af 807 karlar og 681 kona.

Kjörskráin samþykkt samhljóða.

Þá var jafnframt samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí n.k. í samræmi við lög um kosningar.
4. 1601033 - Skotíþróttafélag Suðurlands: Lóðarleigusamningur
Lagður fram lóðarleigusamningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss sem leigusala og Skotíþróttafélags Suðurlands sem leigutaka um 7.ha landsspildu úr landi jarðarinnar Þorlákshöfn landnúmer 175833 austan Þorlákshafnarvegar og ofan Eyrarbakkavegar fyrir rekstur skotsvæðis.
Gildistími samningsins er frá 7. maí 2018 til 7. maí 2033 eða til 15 ára.

Samningurinn samþykktur samhljóða.
5. 1805006 - Félagsþjónusta: Orlof húsmæðra.
Lagt fram bréf Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu dags. 26. apríl s.l. varðandi framlag 2018.
Þá var einnig lagður fram ársreikningur fyrir árið 2017.

Til kynningar.
6. 1804002 - Æskulýðs og íþróttamál: Nordjobb sumarstörf 2018
Lagt fram erindi Nordjobb dags. 2. mars. s.l. varðandi sumarstörf.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.
7. 1804037 - Menningarstyrkir: Aðrir styrkir. Tuttugu ára afmæli Hróksins, heimsóknir í öll Sveitarfélög á Íslandi
Skákfélagið Hrókurinn sem fagnar 20 ára afmæli á árinu 2018 og fyrirhugar að heimsækja öll sveitarfélög á Íslandi óskar eftir samvinnu og stuðningi í tengslum við verkefnið hjá sveitarfélögum landsins.

Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um 75 þúsund krónur.
8. 1506047 - Laxabraut 19: uppfærður viðauki við kaupsamning
Lögð fram drög að enduruppfærðum viðauka milli Náttúru fiskiræktar ehf. og Sveitarfélagsins Ölfuss við kaupsamning vegna Laxabrautar 19 landnr. 172018 í Þorlákshöfn.

Náttúra fiskirækt hefur áform um uppbyggingu fiskeldis á lóðinni. Hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni fyrir 1. maí 2021 áskilur sveitarfélagið sér rétt til að kaupa lóðina til baka.

Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita hann f.h. sveitarfélagsins.
9. 1804035 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Sótt er um heimild til þess að tvö börn úr dreifbýli Ölfuss fái heimild til þess að stunda nám við grunnskóla á Selfossi veturinn 2018-2019 að fengnu samþykki Sveitarfélagsins Árborgar.

Samþykkt samhljóða.
10. 1805011 - OneLandrobot, málakerfi
Kynnt tölvukerfið OneLandRobot sem er hugbúnaðarlausn á rafrænum samskiptum umsækjanda um byggingaráform.
Kerfinu er skipt upp í fjóra hluta:
1. Uppáskriftakerfi fyrir hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara.
2. Rafrænt teikningakerfi.
3. OneLandRobot, stýriborð þar sem starfsólk á tæknisviði fylgist með allri framvindu mála.
4. OneAPP, en með þessu smáforriti er hægt að fara í úttektir á vettvangi og skrá beint inni í kerfið yfir netið allar úttektir, texti og myndir.
Þetta forrit er einnig hægt að nota í eftirliti með fasteignum og viðhaldi þeirra.

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við tilboðsgjafa um kaup á forritinu.
11. 1805012 - Atvinnumál: Lóðarleigusamningur um Laxabraut 1 vegna fiskeldis
Lagður fram lóðarleigusamningur um lóðina Laxabraut 1 undir fiskeldi landnúmer 224-921 og er hún 84.867.6 m2 að stærð.
Leigusali er Sveitarfélagið Ölfus og leigutaki Landeldi ehf. kt. 650417-1510.
Lóðin er leigð til 31. desember 2048.
Samningurinn fellur úr gildi eftir tvö ár frá gildistöku hans hafi framkvæmdir ekki hafist fyrir þann tíma.

Samningurinn samþykktur samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
12. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 3. og 4 maí s.l. lögð fram.

Til kynningar.
13. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 8. maí s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?