Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 22

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.05.2018 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Michal Rybinski varaformaður,
Ólafur Hannesson aðalmaður,
Hrönn Guðfinnsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Eyrún Hafþórsdóttir varamaður,
 áheyrnarfulltrúi,
Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Ágústa Ragnarsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
19-23. mars var haldin afar vel heppnuð umhverfisvika í grunnskólanum í samvinnu við umhverfisdeild sveitarfélagsins.
Vaskur hópur nemenda og stuðningshóps fór 22. mars og tók þátt í Skólahreysti í Garðabæ fyrir hönd skólans. Þeim gekk vel og voru skólanum til sóma.
Nemendur 10. bekkjar tóku þátt í PISA könnun miðvikudaginn 11. apríl. Aðilar frá Menntamálastofnun sáu alfarið um fyrirlögn prófsins.
Fimmtudaginn 12. apríl sóttu fjölmargir kennarar námskeið á vegum Skólaþjónustu Árnesþings um núvitund með nemendum í leik- og grunnskóla.
Kíwanismenn komu í sína árlegu heimsókn og afhentu 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf.
Miklar framfarir og breytingar hafa átt sér stað hjá Mentor í tengslum við nýja hugsun í námi og kennslu og námsmati. Anna Júlíusdóttir og Erla Sif Markúsdóttir hafa lokið sérfræðinganámskeiði á þeirra vegum og eru til taks fyrir kennara grunnskólans.
23. ? 27. apríl fóru 7. bekkir skólans í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
24. apríl var 6. bekk boðið á leiksýningu Þjóðleikshússins sem nefnist Oddur og Siggi sem sýnd var í Grunnskólanum í Hveragerði.
Á fræðslunefndarfundi í janúar var greint frá að Grunnskólinn í Þorlákshöfn hefði hlotið myndarlegan styrk frá Forriturum framtíðarinnar í formi tölva og námskeiða. Var fyrra námskeiðið haldið í samvinnu við Grunnskólann í Hveragerði fimmtudaginn 26. apríl.
Árshátíð unglingastigs fór fram fimmtudagskvöldið 26. apríl.
Það eru ákveðin forréttindi að í Grunnskólanum í Þorlákshöfn sé markviss danskennsla sem fer fram í 1.-7. bekk og í vali í 8.-10. bekk. Afrakstur þeirrar kennslu er til að mynda glæsileg danssýning sem Anna Berglind Júlídóttir danskennari skipuleggur árlega. Danssýningin er hugsuð fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti. Sýningin nú var 3. maí og tókst afskaplega vel. Aðdáun vakti hversu börnin komu vel undirbúin og nutu þess að sýna dansana. Að þessu sinni voru það zumba, línudans og free-style dansar sem voru sýndir
8. og 9. bekkur tók þátt í samvinnuverkefninu List fyrir alla dagana 3. og 4. maí. Verkefnið tókst vel og komu nemendur reynslunni ríkari heim að því loknu.
10. bekkur tók þátt í viðtalsrannsókninni Ungt fólk og andleg heilsa.
7. maí fór fram skilafundur milli leikskóla og grunnskóla.
8. maí var foreldrum og nemendum í 5. og 6. bekk boðið á forvarnarfyrirlesturinn Eiga allir að vera eins? Í framhaldi fengu svo nemendur 7. ? 10. bekkja forvarnarfræðslu. Magnús Stefánsson sá um fræðsluna.
Skólastjórnendur tóku þátt í sameiginlegum fundi skólastjórnenda í Árnesþingi sem haldinn var í Leikskólanum Bergheimum.
Vorskóli fyrir nemendur tilvonandi 1. bekkjar fór fram 16. og 17. maí. Stór og myndarlegur nemendahópur mætti í vorskólann.
Í allan vetur hefur öryggisnefnd skólans fundað reglulega og farið yfir flóttaleiðir, brunavarnir og gert rýmingaráætlun fyrir skólann. Öryggisnefndin skilaði af sér gögnum í apríl. Í framhaldinu var haldin undirbúin rýmingaræfing 15. maí kl. 9:05. Slökkvilið bæjarins mætti á svæðið með ljósum og látum og aðilar frá Brunavörnum Árnessýslu fylgdust grannt með æfingunni og tóku út hvernig gekk. Gaman er að segja frá því að aðilar frá Brunavörnum Árnssýslu sögðu að skólinn væri í fremstu röð skóla á Suðurlandi hvað varðar þessi mál.
2. 1602029 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Starfsmannahald.
Guðrún Jóhannsdóttir hefur sagt starfi sínu sem skólastjóri upp af persónulegum ástæðum. Fræðslunefnd þakkar Guðrúnu fyrir öflugt starf í þágu sveitarfélagsins.
Staða skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn var auglýst laus til umsóknar í byrjun maí og var umsóknarfrestur til og með 21. maí 2018.
Auglýst var eftir íþróttakennara í fulla stöðu frá og með 1. ágúst 2018. Gengið hefur verið frá ráðningu Ingibjargar Steinunnar Sæmundsdóttur í stöðuna.
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
15. mars komu nemar í heimsókn á Bergheima sem eru á Fagnámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Nemarnir dvöldu part úr degi og kynntu sér starfsemi leikskólans. Seinna sama dag komu 20 starfsmenn Óskalands í Hveragerði í sömu erindum sem og til þess að skoða leikskólann og leikskólalóðina.
23. mars fóru skólatjórar á leikskólastjórafund í Hveragerði.
6. apríl hélt Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari fyrirlestur um jafnfréttismál fyrir hluta starfsfólks. Verkefnið var á vegum KÍ en Hanna hlaut styrk til að fara í leikskóla með þennan fyrirlestur. Hún kom svo aftur 4. maí og hélt fyrirlesturinn fyrir hinn hluta starfsfólksins.
6. apríl var blár litadagur.
10. apríl komu tveir aðilar frá Félagi eldri borgara og lásu fyrir börnin á Hulduheimum.
12. apríl var íþróttasýning í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar.
23. apríl var fundað í áfallaráði leikskólans en í því eru leikskólastjórar, deildarstjórar og fulltrúi frá félagsþjónustunni.
24. apríl kom Gestur Áskelsson frá Tónlistarskóla Árnesinga með þrjá nemendur sem léku á klarinett fyrir okkur.
27. apríl kom 40 manna hópur frá Flóahreppi og skoðaði leikskólalóðina.
2. maí var fundur með foreldrum barna sem eru að hætta í sumar í leikskólanum.
Þann dag fóru skólastjórar, börn og kennarar af elstu deildinni og borðuðu á Hendur í Höfn.
4. maí var hvítur litadagur.
8. maí kom Umferðaskólinn á Goðheima og fengu börnin leiðbeiningar um allt sem viðkemur umferðarmálum.
11. maí var starfsdagur. Um morguninn voru kennarar í leikskólaheimsókn á Selfossi og eftir hádegi á svokölluðu Lubba-námskeiði.
14. maí komu skólastjórar úr leik- og grunnskólum á svæði Skóla- og velferðaþjónustu Árnessþings og funduðu á Bergheimum og enduðu svo á að skoða leikskólann.
22. maí var útskrift Goðheimabarnanna og var hún með breyttu sniði en nú var foreldrum boðið að koma og vera viðstaddir.
26. maí verður Vorhátíð foreldrafélagins kl. 11-13.
Að venju var farið í hesthúsin til að skoða nýfædd lömb og kindur, hesta og fleiri dýr sem urðu á vegi okkar. Hver deild skipulagði sína ferð og valdir dagar út frá veðri.
Elstu börn leikskólans, Goðheimadeildin, hafa haft aðstöðu í Grunnskólanum. Þau munu enda leikskólaferlinn í húsakynnum Bergheima og fara þangað yfir í júní. Óvenju mörg börn hætta snemma þetta árið.
Í apríl tók skólastjóri starfsmannaviðtöl við allt starfsfólk. M.a. var spurt um hvort hverjum námsþætti væri sinnt nægilega. Verið er að vinna innra mat úr niðurstöðum þessara samtala. Eins var spurt um vonir og væntingar næsta vetur og verða þau svör höfð til hliðsjónar þegar starfsfólki verður raðað niður á deildir. Nauðsynlegt er að taka þessi viðtöl árlega.
4. 1602031 - Leikskólinn Bergheimar: Starfsmannahald.
Í byrjun júní verða skipulagsbreytingar á leikskólanum og eitthvað um tilfærslu starfsfólks á milli deilda með tilkomu Goðheimadeildarinnar inn í húsnæði Bergheima.
Þó nokkuð hefur verið um lengri og skemmri veikindi starfsfólks en skólinn er vel mannaður og skólastjórar hafa leyst vel það púsluspil sem það getur verið að koma dögunum og vikunum saman í mannafla.
Rafn Heiðar Ingólfsson, matreiðslumaður og deildarstjóri skólaeldhúss, hefur sagt starfi sínu í lausu. Fræðslunefnd þakkar Rafni fyrir gott starf í þágu sveitarfélagsins.
Sesselja Pétursdóttir, aðstoðarmatráður, mun leysa Rafn af hólmi fram að sumarleyfum leikskólans.
Staða matreiðslumanns í skólaeldhúsi hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 28. maí 2018.
5. 1805028 - Leikskólinn Bergheimar: Endurbætur á elsta hluta skólans
Endurbótum á elsta hluta leikskólans er að ljúka en þar verður aðstaða fyrir tvær deildir. Í kjölfarið verður hafist handa við að laga lóðina þar fyrir framan. Gert verður nýtt afgirt leiksvæði fyrir yngstu börnin. Stefnt er á að færa Dvergaheima í nýju álmuna nú í lok maímánaðar og að í byrjun júní byrji aðlögun nýrra barna þar. Eftir sumarfrí verður nýjasta deildin tekin í gagnið og er hún fyrir börn niður í 18 mánaða og komast þau öll inn.
6. 1705016 - Leikskólinn Bergheimar: Skóladagatal.
Skóladagatal Leikskólans Bergheima fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til kynningar.
7. 1604040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skóladagatal.
Skóladagatal Grunnskólans í Þorlákshöfn fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkti samhljóða skóladagatalið
8. 1703013 - Leikskólinn Bergheimar: Fyrirkomulag sumarleyfa.
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25. janúar sl. var leikskólastjóra Bergheima og bæjarritara Ölfuss falið að vinna greinargerð varðandi tillögu Ólafs Hannessonar um breytingar á fyrirkomulagi sumarleyfa við leikskólann Bergheima. Greinargerðin var lögð fram á fundi bæjarstjórnar 22. mars sl. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn að Skólaþjónusta Árnesþings yrði fengin í samstarf við gerð könnunnar til foreldra og niðurstöður hennar síðan lagðar fyrir bæjarstjórn. Skólaþjónusta Árnesþings segir í svarbréfi að nú sé of langt liðið á skólaárið til að framkvæma umrædda tillögu en leggur m.a. til að stofnaður verði vinnuhópur á hausti komandi þar t.d. foreldrar, leikskólakennari og fulltrúi sveitarfélagsins eigi sæti svo dæmi sé tekið. Hópurinn mundi hafa Skólastefnu Ölfuss, lög um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og fleira til hliðsjónar. Skóla- og velferðarþjónustan kæmi einnig inn í vinnuhópinn væri eftir því óskað.
Fræðslunefnd leggur til að slíkur starfshópur verði settur á laggirnar eigi seinna en í september 2018 og komi með niðurstöðu úr sinni vinnu í desember 2018.

Ólafur Hannesson, fulltrúi D-lista í fræðslunefnd, fagnar því að málið sé komið í þennan farveg en um leið lýsir hann vonbrigðum yfir hversu langan tíma málið hefur tekið þar sem hann lagði það fram í mars 2017 fyrir rúmu ári síðan.
9. 1805029 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Endurfyrirlögn samræmdra prófa.
Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun er varðar endurfyrirlagningu á samræmdum könnunnarprófum í íslensku og ensku í 9. bekk. Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn verður endurfyrirlögnin í haust, dagana 11. gg 12. september.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?