Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 23

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
31.05.2018 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Michal Rybinski varaformaður,
Ólafur Hannesson aðalmaður,
Svanlaug Ósk Ágústsdóttir aðalmaður,
Eyrún Hafþórsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ágústa Ragnarsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1805048 - Leikskólinn Bergheimar: Skóladagatal 2018-2019.
Skóladagatal Leikskólans Bergheima fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða skóladagatalið.

Á síðasta fundi fræðslunefndar lagði nefndin til að í haust yrði komið á laggirnar starfshóp sem ætlað er að vinna úr tillögu er lögð var fram af Ólafi Hannessyni um breytingar á fyrirkomulagi sumarleyfa við leikskólann Bergheima. Fræðslunefnd leggur til að þessari nefnd verði falið í leiðinni að kanna hug foreldra til starfsdags sem nú þegar er á sem ætlaður er sérstaklega undir foreldraviðtöl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?