Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 138

Haldinn Reykjavík,
06.06.2018 og hófst hann kl. 19:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir ,
Þrúður Sigurðardóttir ,
Elsa Gunnarsdóttir ,
Valgerður Guðmundsdóttir ,
Anna Margrét Smáradóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Smáradóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806015 - Viðburðir: Aðventutónleikar 2018
Markaðs- og menningarnefnd hefur undanfarin tvö ár lagt mikið í að bjóða uppá góða aðventutónleika fyrir fjölbreyttan hóp fólks.

Fjölmargar hugmyndir komu fram á fundinum og leggur markaðs- og menningarnefnd málið í hendur markaðs- og menningarfulltrúa og mun viðburðurinn verða auglýstur í haust.

Mál til kynningar
2. 1805041 - Menningarmál: Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Byggðarsafnsmunir Ölfuss hafa undanfarna mánuði verið geymdir í gámi vegna aðstöðuleysis. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um byggingu nýs geymsluhúsnæðis við Húsið þar sem Byggðarsafn Árnesinga er til húsa og á að hýsa byggðarsafnsmuni Ölfuss.

Byggðarsafnsmunir munu þar af leiðandi vera áfram vistaðir í gámi og telur markaðs- og menningarnefnd eðlilegt að draga kostnað við leigu á gámi frá framlagi sveitarfélagsins til Byggðarsafns Árnesinga.

Markaðs- og menningarnefnd ítrekar að fá safnstjóra Byggðarsafns Árnesinga á sinn fund sem fyrst.
3. 1804013 - Viðburðir: Hafnardagar
Vegna stærðar og umfangs Unglingalandsmóts UMFÍ, þar sem allt kapp er lagt á að ungmennin okkar skemmti sér var ákveðið að einblína á að þakka bæjarbúum fyrir vel unnin störf og halda flottar skemmtanir á föstudags og laugardagskvöldinu um Hafnardagahelgina, 10. og 11. ágúst.
Helstu skemmtikraftar: Emmsjé Gauti, Hreimur og Árni (MadeInSveitin), Sólmundur Hólm kynnir, Jói Pé og Króli og Stjórnin. Einnig munum við veita Listaverðlaun Ölfuss og verðlaun fyrir frumlegustu skreytingarnar og fallegustu.

Vegna Unglingalandsmóts hvetjum við til og leggjum fram að allir íbúar Ölfuss verði búnir að setja upp skreytingar fyrir Verslunarmannahelgina og leggi sig fram við að gera bæinn fallegan.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?