Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 300

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.07.2018 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins ásamt yfirliti yfir fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins miðað við stöðuna 31.maí 2018.
Þá er lagt fram minnisblað sitjandi bæjarstjóra, þar sem rökstudd er ákvörðun um að sveitarfélagið sæki um yfirdráttarheimild hjá Landsbankanum allt að 50 mkr. Þeirri heimild er ætlað að brúa bilið fram að langtímafjármögnun en í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir langtímaláni kr.335 mkr.

Formaður bæjarráðs útskýrði að þörfina á yfirdrætti mætti m.a. skýra af fyrirliggjandi greiðslusamkomulagi sveitarfélagsins dagsett 11.10.2017. Sú greiðsla nemur um 42 mkr. og dekkar kostnaðarhlutdeild Ölfuss vegna hitaveitulagna á iðnaðarsvæðinu í Þorlákshöfn og greiðist þann 25.júlí nk. samkvæmt greiðslufresti sem sitjandi bæjarstjóri hefur þegar gengið frá.
Þá mætti sjá á framkvæmdaráætlun að nokkur verkefni eru yfir áætlun en mega þó ekki frestast. Þar ber helst að nefna framkvæmdir við fráveitu Víkursands vegna nýs húsnæðis Lýsis sem brýnt er að tefjist ekki þar sem íbúar bíða eftir því að lyktmengandi starfssemi Lýsis geti flutst sem fyrst úr þéttbýlinu.
Þann 31. maí sl nam kostnaðurinn 43 mkr. miðað við upphaflega áætlun 40 mkr. og var framkvæmdum þá enn ólokið.
Því er fyrirséð að kostnaður vegna þessara framkvæmda verði nokkuð meir.
Það sama gildir um áætlaðan kostnað vegna vatnsveitunnar Berglindar en hann er áætlaður 30 mkr. en nú er gert ráð fyrir að sá kostnaður geti orðið nokkuð meiri samhliða því að fleiri verkefni vegna vatnsmála íbúa í dreifbýl, gætu kallað á framkvæmdir og kostnað bráðlega.
Þá er vert að nefna að 60 m.kr af eigin fé sveitarfélagsins var notað í upphafi árs, til greiðslu lífeyrisskuldbindingar við Brú lífeyrissjóð sem í heild var 300 m.kr og því hefur verið dregið talsvert á eigið fé sveitarfélagsins í ofangreindum verkefnum og skuldbindingum.

Með hliðsjón af ofangreindu var lagt til að skoðaðir yrðu samningar og fyrirliggjandi skuldbindingar vegna stækkunar íþróttahúss sem og endurskoðun á áformum um framkvæmdir vegna gatnagerðar.
Tímaáætlun þessara framkvæmda skal síðan endurskoðast þannig að kostnaður útgjalda verði ekki of mikill eða hraði með tilliti til sjóðstreymis sveitarfélags eða frágang fjármögnunar.
Formaður ræddi einnig mikilvægi þess að ekki væri ráðist um of í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins þegar þensla væri og almennt mikið að gera hjá iðnaðarmönnum og verktakaaðilum.

Samþykkt samhljóða heimild til yfirdráttar að upphæð kr. 50 mkr. hjá Landsbanka Íslands.
2. 1807003 - Starfsmannamál: Ráðning aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn
Lagðar fram umsóknir um starf aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn.
Eftirtaldar umsóknir bárust:

Anna Margrét Smáradóttir kennari
Karen Hrund Heimisdóttir kennari
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri

Samþykkt samhljóða að tillögu skólastjóra Ólínu Þorleifsdóttur að ráða Jónínu Magnúsdóttur í starfið.
Hún mun hefja störf við skólann á haustmánuðum.
3. 1802021 - Byggingarmál: Gatnagerðargjöld í Búðahverfi í Þorlákshöfn
Lögð fram tillaga þess efnis að framlengja afslátt af gatnargerðargjöldum á lóðum í Búðahverfi sem gilti á árinu 2017 út maí 2018.
Lagt er til að afsláttur 33.33% gildi til 31.desember 2018.
Markmið afsláttar er söluhvati.

Samþykkt samhljóða.
4. 1806027 - Fjármál: Aukafjárveiting vegna landsmóts UMFÍ 2018.
Lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun um kostnað sveitarfélagsins vegna unglingalandsmóts UMFÍ um verslunarmannahelgina og er þar gert ráð fyrir að kostnaður verði um 16.4 mkr.
Þetta er ekki mikið umfram áætlun og skýrist m.a. af því að í fjárhagsáætlun ársins 2018 var nú þegar búið að gera ráð fyrir ýmsum framkvæmdum sem munu nýtast vel fyrir landsmót, s.s. knattspyrnuvöllur 2 mkr, strandblakvöllur 2.mkr, frisbígolfvöllur 3,5mkr og golfvöllur 3,5mkr.

Samþykkt samhljóða að veita 1.4 mkr. aukafjárveitingu vegna unglingalandsmótsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?