Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 301

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.08.2018 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari
Í upphafi fundar bauð formaður nýráðinn bæjarstjóra Elliða Vignisson velkominn til síns fyrsta fundar á vegum Sveitarfélagsins Ölfuss og óskaði honum velfarnaðar í starfi.
Gekk hún síðan til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins ásamt yfirliti yfir stöðu framkvæmda miðað við 30. júní s.l.
Rekstur sveitarfélagsins er almennt í takt við gildandi fjárhagsáætlun 2018 en bæjarráð óskar nú eftir því að skoðaðar verði ítarlegri framsetningar á mánaðarlegum uppgjörum þar sem þróun mála er sýnileg á milli mánaða, en ekki aðeins til samanburðar við árið í fyrra. Þá er æskilegt að mánaðaruppgjör sýni PYE (Prior Year Ending) ef hægt er, auk þess sem uppfærða sjóðstreymisáætlun þarf að birta mánaðarlega. Með breyttri framsetningu á uppgjörum, er hægt að auka á gagnsæi upplýsingamiðlunar til íbúa samhliða því að ákvarðanataka bæjarstjórnar verður upplýstari, s.s. ákvarðanir um framkvæmdir og tímasetningu þeirra sem mikilvægt er að haldist betur í hendur við sjóðstreymi sveitarfélagsins.
Þá var samþykkt samhjóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að hefja undirbúning að lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga en samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 335 miljóna kr. lántöku vegna framkvæmda ársins. Skoða þarf þessa lántöku með tilliti til þeirra áherslna sem kynntar voru íbúum fyrir kosningar vorið 2018, s.s. að hraða framkvæmdum 9-unnar eins og kostur er.
Þá liggur fyrir að endanlegur kostnaður heitu pottanna nam um 48.9 miljónum króna.2. 1706020 - Fræðslumál: Beiðni um endurnýjun samnings um tónlistarkennslu
Lögð fram tillaga að endurnýjun á samningi við Tónkjallarann ehf. vegna Tónsmiðju Suðurlands um áframhaldandi samstarf sveitarfélagsins og Tónsmiðju Suðurlands um að styrkja og efla fjölbreytni í tónlistarkennslu í sveitarfélaginu og er miðað við að allt að fimm nemendur úr sveitarfélaginu stundi nám við skólann á hverri önn.
Gildistími samningsins er frá 1. ágúst 2018 og er hann uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara.
Samningurinn er til 12 mánaða og byggir styrktarfjárhæð á rekstraráætlun TS fyrir skólaárið, þ.e.
"Fyrir þjónustu skv. 2. gr. greiðir SÖ til TS árlegan styrk og skal fjárhæð styrksins ákvörðuð samkvæmt 10. gr. laga nr. 75/1985.
Styrkfjárhæð á samningstímanum skal byggð á rekstararáætlun TS fyrir hvert skólaár, þ.e. launakostnað kennara og skólastjóra, sbr. 10. gr. laga nr. 75/1985 og þeim breytingum sem kunna að verða á launatöxtum í samræmi kjarasamning Launanefndar sveitarfélaga við Félag tónlistarkennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna.
Á samningstímanum, skal greiðsla á hvern nemenda skólans sem á lögheimili í SÖ og stundar nám til viðurkenndrar prófraunar vera 358.820 krónur".

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi sem síðan yrður lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?