Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 31

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.08.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Kristín Magnúsdóttir formaður,
Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Jónsson aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Kristin Magnúsdóttir, formaður hafnarstjórnar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Fyrir nefndinni lá rekstraryfirlit fyrir fyrstu 7 mánuði ársins ásamt samanburði við síðustu ár. Þar kom ma. fram að reksturinn það sem af er ári er mun betri en á sama tímabili í fyrra og munar þar mestu um hærri vörugjöld og aflagjöld ásamt því að viðhaldskostnaður er mun lægri. Þannig eru hafa almenn hafnargjöld það sem af er ári skilað um 106 milljónum en höfðu á sama tíma í fyrra skilað um 76 milljónum. Launakostnaður hefur aukist um 9% og fara úr 35 milljónum í 38 milljónir. Á móti kemur að annar rekstrarkostnaður lækkar um 25% og fer úr 22 milljónum í 16 milljónir.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 1808034 - Þorlákshöfn: Staða fjárfestinga ársins.
Fyrir nefndinni lá fjárfestingaáætlun ársins.
Þar kom fram að heildarkostnaður við fjárfestingar var áætlaður 104 mkr. Enn fremur kom fram að þegar er búið að fjárfesta fyrir 107 mkr. í lok júlí.
Þá má ætla að einhver kostnaður sé enn óframkominn.
Stærstu verkefnin eru nýtt 40.000 fermetra afgirt og upplýst tollsvæði norðan hafnarinnar auk 14.500 fermetra stækkunar þess utan girðingar og plan ofan við smábátahöfnina en þessi verkefni hafa þegar kostað um 99 milljónir kr. Kostnaðaráætlun þessara verkefna var 90 milljónir kr. (stækkun tollaplansins er ekki í fjárhagsáætlun). Verkefnin verða að mestu fjármögnuð með eigin fé á þessu ári, tímabundinn yfirdráttur verður að mestu uppgreiddur í árslok ef áætlanir ganga eftir.

Í ljósi þess að fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar verða hærri en heildaráætlun ársins er óskað eftir því við Hafnarstjóra að hann taki saman minnisblað þar sem fram kemur stöðumat á þeim verkefnum sem eru í gangi og ennfremur upplýsingar um verkefni (ef einhver) sem hann tekur nauðsynlegt að ráðast í á þessu ári og leggi fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
3. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Nefndin ræddi hið nýja tollsvæði norðan hafnar.
Eins og fram kemur í 2. lið þessarar fundagerðar er kostnaður þessa verkefnis komin yfir kostnaðaráætlun. Ljóst er að enn á nokkur kostnaður eftir að bætast á verkið til að mynda vegna lýsingar og rafmagns.
Kostnaður vegna stækkunar svæðisins um 14.500 fermetra sem er utan tollagirðingar er um 14 milljónir kr. og var ekki í fjárhagsáætlun.

Fyrir liggur að búið er að leigja Smyril line hluta svæðisins til 10 ára. Leigugjaldið 850 þúsund kr. án vsk og er vísitölubundið.
Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir 5 ár með 6 mánaða fyrirvara. Hafnarsjóður ber engan kostnað af svæðinu á leigutímanum og skal svæðinu skilað í sama ásigkomulagi og leigutaki tók við því.
Áhrif á rekstur hafnarinnar eru óveruleg þar sem afskriftir koma á móti leigutekjum.

Lagt er til að hafnarstjóri taki saman minnisblað um endanlegan kostnað við tollverndar-og geymslusvæðið til samanburðar við áætlun og leggi fyrir næsta fund nefndarinnar.
4. 1808003 - Þorlákshöfn: Mannbjörg aðstaða til sjósetningar björgunarbáts
Lagt var fram bréf frá Björgunarsveitinni Mannbjörg þar sem sveitin fer fram á betri aðstöðu til að taka upp og setja niður báta félagsins.
Fram kemur að sá búnaður sem er fyrir hendi (Herjólfsrampurinn) og gamall krani geri sé ekki fullnægjandi fyrir sveitina og dragi úr viðbragðsgetu hennar til að mynda ef sjóslys verður.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019 ásamt því að óska eftir því að hafnarstjóri geri þarfagreiningu á krana og/eða rampi sem nýst getur fleiri hagsmunaaðilum við höfnina.
Nefndin vill ennfremur nota tækifærið og þakka Björgunarsveitinni Mannbjörg fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu sjófarenda og samfélagsins almennt í gegnum tíðina.

5. 1808036 - Þorlákshöfn: Samningur um hafnaraðstöðu Herjólfur.
Nefndin ræddi samning um þjónustu við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf en fyrir liggur að samningur þar að lútandi rennur út 31. desember 2018.
Árlegar tekjur Hafnarinnar af Herjólfi eru um 26 milljónir kr.

Nefndin beinir því til bæjarstjóra og hafnarstjóra að falast eftir viðræðum Vegagerðina um endurnýjun samningsins sé vilji til að halda aðstöðunni í Þorlákshöfn.
6. 1808037 - Þorlákshöfn: Flotbryggjur viðbætur.
Hafnarstjóri kynnti hugmynd að viðbót við flotbyggjur sem Króli ehf. er að bjóða og hefur m.a. verið sett upp á Sauðárkróki og Siglufirði til að auka pláss við bryggjurnar.

Lagt fram til kynningar

7. 1808038 - Þorlákshöfn: Rekstar og framkvæmdaáætlun Þorlákshafnar 2018-2021
Rekstrar og framkvæmdaáætlun hafnarinnar 2018-2021 lögð fram til kynningar fyrir nýja meðlimi hafnarnstjórnar.

Hafnarstjórn er sammála um að leggja verði ríka áherslu á að fá mótframlag frá ríkinu til endurnýjunar stálþils við Svartaskersbryggju á árinu 2019. En framkvæmdin er komin á samgönguáætlun.

8. 1808035 - Þorlákshöfn: Kosning fulltrúa á aðalfund Hafnasambands sveitarfélaga.
Hafnarsambandsþing 2018 fer fram í Reykjavík 25-26. október.

Nefndin samþykkir að senda 4 fulltrúa sem er í samræmi við þann fjölda sem Þorlákshöfn hefur atkvæði fyrir en þeir eru: Hjörtur Jónsson, Kristín Magnúsdóttir, Sveinn Jónsson og Sveinn Steinarsson.
Bæjarstjóri verður gestur án atkvæðisréttar á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?