Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 24

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.09.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir áheyrnarfulltrúi,
Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1809009 - Fræðslunefnd: Erindisbréf og trúnaðaryfirlýsing
Gildandi erindisbréf og trúnaðaryfirlýsing kynnt fundarmönnum.
Trúnaðaryfirlýsing undirrituð af öllum fundarmönnum.
2. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri og deildarstjóri stoðþjónustu mættu til starfa í vikunni fyrir verslunarmannahelgi og strax eftir helgina.Húsvörður kom til starfa vikuna fyrir landsmót og var við vinnu yfir landsmótið. Ritari og aðrir starfsmenn komu mánudaginn 13. ágúst.
Kennarar og aðrir starfsmenn mættu þriðjudaginn 15. ágúst samkvæmt útsendri dagskrá frá skólastjórnendum fyrir starfsdagana. Á dagskrá var almennur undirbúningur undir kennslu vetrarins en auk þess voru skipulagðir fundir vegna vinnu um námsmat og breytinga á hæfnikortum. Einnig var vinnufundur um lykilhæfni í Aðalnámskrá og skipað í stýrihóp vegna þeirrar vinnu. Fyrirhugað er að meta lykilhæfni í febrúar.
Mjög margir kennarar fóru á námskeið 13. og 14 ágúst annars vegar varðandi bekkjarstjórnun og hinsvegar um teymiskennslu.
Nýr aðstoðarskólastjóri, Jónína Magnúsdóttir var ráðin nú í sumar. Hún er að ljúka við sinn uppsagnarfrest sem skólastjóri í Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún mun hefja störf 2. október næstkomandi. Fram að því hafa skólastjóri og deildarstjóri bætt á sig vinnu auk þess sem skólaritari hefur tekið að sér nokkur verkefni.
Grunnskólinn var settur miðvikudaginn 22. ágúst að viðstöddu fjölmenni.
Viðhald á skólahúsnæði var nokkuð í sumar. Hér var málað innanhúss og aðeins að utan.
Í dag eru 221 nemandi skráður í skólann sem er sami fjöldi og í fyrra en þá hafði verið nokkur fjölgun.
Nokkrar bekkjardeildir eru fjölmennar eða á bilinu 26-29 nemendur. Við höfum verið að þróa áfram hjá okkur teymiskennslu og í stað þess að skipta þessum bekkjum í tvær minni deildir þá höfum við sett tvo kennara og lítum á hópinn sem eina heild. Þetta kallar á mikla samvinnu kennara og er í anda hugmynda um teymiskennslu en rannsóknir benda til þess að slík kennsla skili sér í fjölbreyttara námsumhverfi og geti skilað betri kennslu. Þetta verkefni fer vel af stað og þeir kennarar sem kenna í umræddum teymum eru áhugasamir.
Búið er að skipa í nefndir og ráð á vegum skólans.
Sjálfsmatsnefnd skólans hefur fundað og ákveðið að þetta skólaár verði lagðar fyrir nemendakannanir í október og mars og foreldrakönnun í mars. Sjálfsmatsskýrsla síðasta skólaárs verður kynnt á næsta skólanefndafundi.
Haustferðir eru á dagskrá við upphaf skólaársins og hafa fræðsluferðir á söfn í bland við útivist verið efstar á baugi að þessu sinni.
Á síðasta skólaári voru kynntar tvær uppeldisstefnur. Núna í haust var kosið á milli þess að taka upp stefnu um jákvæðan aga og Uppeldi til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar varð fyrir valinu. Búið er að skipa stýrihóp til undirbúnings á innleiðingu og innleiðing verður hafin á skólaárinu. Námskeið fyrir starfsfólk er fyrst á dagskrá.
Verkefnið frímínútnavinir hófst í vikunni. Í því verkefni taka þátt nemendur í 7. bekk en þeir skipuleggja leiki á skólalóð fyrir yngri nemendur.
Símenntunaráætlun skólans er í vinnslu en á næstunni fær starfsfólk erindi um málþroska barna og breytt vinnulag vegna nýrra persónuverndarlaga.
Nýjar verklagsreglur vegna mætinga nemenda voru kynntar foreldrum nú í vikunni og verða lagðar fram hér til kynningar.
Þá liggur fyrir að farið verður í ytra mat á grunnskólanum nú í vetur.
3. 1809010 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Mætingarreglur.
Lagðar fram til kynningar nýjar reglur Grunnskólans í Þorlákshöfn um mætingar.
Fræðslunefnd fagnar þessum reglum og telur þær vera ákjósanlegt verklag til að bregðast við tilvikum þegar mætingu er ábótavant.
4. 1809012 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Sveigjanlegur vinnutími til heilsueflingar.
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri lagði fram tillögu að sveigjanleika í vinnutímastarfsmanna til heilsueflingar.
Fræðslunefnd fagnar tillögunni og telur hana samrýmast vel markmiðum og áherslum sveitarfélagsins í skólastarfi og til þess fallna að auka á starfsánægju starfsmanna og stuðla að heilsueflingu þeirra.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa tillögunni til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og leggur jafnframt til að samráð verði haft við fræðslunefnd um nánari útfærslu verkefnisins.
5. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólinn hóf störf eftir sumarfrí þann 15. ágúst og aðlögun nýrra barna hófst þann 20. ágúst. Vorum við að prófa þátttökuaðlögunum og er hún að koma vel út. Leikskólinn er að taka inn börn til 1. október.
Sumarstarfið gekk vel og hefðbundið hauststarf er hafið. Við erum með öll börn og allt starfsfólk undir sama þaki og er það frábært. Starfsfólkið sem var á elstu deildinni upp í grunnskóla óskaði eftir að fá að koma og klára veturinn hérna í sumar og var það auðleist. Rétt eftir skólaslit í grunnskólanum í sumar fluttu við deildina hingað yfir.
Mikill tími er búin að fara í lagfæringu á nýja húsinu og lagfæringu á lóðinni undafarna mánuði. Hefur farið alltof mikill tími stjórnenda leikskóla í þessa vinnu vegna nýja húsins og lóðina því skipulagningu á framkvæmdum hefði mátt haga betur.
Með nýju persónuverndarlögnun breyttist ýmislegt og er ráðgjafi búin að koma í stutta heimsókn og fara yfir það sem liggur fyrir. Ráðgjafinn kemur aftur þann 13. september og verður þá farið yfir meira efni.
Starfið í vetur verður með hefðbundu sniði með heimsóknum frá grunnskólanum, tónlistarskólanum, eldriborgunum og fleirum. Deildirnar verða í meiri samskiptum en oft áður, það er sami árgangar á þremur deildum og mikilvægt að hafa jafnræði með að sami aldur sé að vinna að því sama. Deildirnir sem elstu börnin eru á eru að fara í samvinnu í skemmtilegu verkefni en þau ætla að fara í heimsóknir á vinnustaði og fara í sund einu sinni í mánuði.
Bangsinn blær kom með viðhöfn þann 7. september og fengum við Björgunarsveitina til að koma með bangsann. Blær er bangsin sem er notaður í Vinaverkefni sem við notum og er á vegum Barnaheilla um vináttu, samskipti og fl.
Farið verður í íþróttahúsið einu sinni í viku frá miðjum september til miðjan apríl og endum á sýningu þar sem foreldrum og öðrum aðstendum er boðið að koma. Yngstu börnin verða hérna í leikskólanum í salnum.
Foreldrafundir verða á öllum deildum núna í haust og byrjar sá fyrsti 26. september og verður svo einn á viku þar á eftir. Á þessum fundum er farið yfir vetrastarfið og önnur mál sem snúa að leikskólastarfinu og samstarfi við heimilin.
Signý Einarsdóttir talmeinafræðingur verður með samning við leikskólann í vetur. Hún kemur tvisvar sinnum í mánuði. Hún veitir sérkennslustjóra ráðgjöf um áframhaldandi vinnu með hverju barni fyrir sig og vinnur með kennurum inn á deildum.
Ásta Pálmadóttir er sérkennslustjóri og Júlíana Ármannsdóttir sinnir einnig sérkennslu.

Starfsmannahald: í sumar hætti Rafn matreiðslumaður og í hans stað kom Ásgeir Kristján Guðmundsson. Tveir starfsmenn sem voru í afleysingum hættu í sumar og til baka komu tveir starfsmenn úr leyfum. Þrír starfsmenn eru að minnka við sig vinnu og verður einn starfsmaður sem leysir af allar þær stöður. Einn starfsmaður er væntanlegur til baka úr leyfi í september. Nokkur langtímaveikindafrí eru væntanleg hjá starfsfólki í haust og verður það smá skipulag að fylla þær eyður sem koma í þeim veikindafríum.

Í tilefni af athugasemdum leikskólastjóra leggur fræðslunefnd áherslu á að við skipulagningu framtíðarverkefna á sviði skólanna í sveitarfélaginu verði hugað sérstaklega að því að yfirstjórn framkvæmdanna sé betur skipulögð svo að neikvæð áhrif á starf skólanna verði sem allra minnst.

Harpa Böðvarsdóttir vék nú af fundi.
6. 1803021 - Leikskólinn Bergheimar: Skólanámsskrá.
Lögð fram til samþykktar endurskoðuð útgáfa skólanámskrár. Leikskólastjóri yfirfór þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðustu framlagningu.
Skólanámskrá samþykkt samhljóða af fræðslunefnd.
7. 1809011 - Leikskólinn Bergheimar: Ársáætlun leikskólans 2018-2019.
Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri kynnti ársáætlun leikskólans vegna starfsársins 2018-2019.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?