Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 302

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.09.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1809002 - Samgöngur: Bréf félags hópferðaleyfishafa.
Fyrir bæjarráði lá afrit af bréfi Félags hópferðaleyfishafa til ráðherra samgöngumála dags. 23.ágúst sl.

Lagt fram til kynningar.
2. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins.
Þar kom ma. fram að frá seinasta fundi bæjarráðs hafa 150 milljónir verið teknar að láni og skuldastaða aðalsjóðs og eignasjóða því 54% eða 1.341 milljón. Lausafjárstaðan 10. sept. var 78 milljónir.
Þá kom einnig fram að íbúafjöldi 1. sept. var 2143 hafði fjölgað um 1,43% frá því um áramót.
Þá yfirfór bæjarráð stöðu verklegra framkvæmda og bókaðan kosnað. Þar kom m.a. fram að fráveita við Vikursand, stofngjöld vatnsveitu, heitir potta við sundlaug, strandblakvellir og tollplan haf nú þegagr farið nokkuð fram úr kostnaði.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á að eftirlit með verklegum framkvæmdum verði aukið og ráðið sé á öllum tímum upplýst um þróun framkvæmda og útgjöld þeim tengdum.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
3. 1702004 - Fasteignir: Viðbygging íþróttahúss
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá Eflu um stöðu framkvæmda við Íþróttahús.
Unnið hefur verið við verkið fyrir samtals 34.998.596 kr. m.vsk, miðað við stöðu þann 31.8.2018. Gróf kostnaðaráætlun miðar við að heildarkostnaður við verkið muni verða 218.502.330 ,- . Inni í þeirri tölu er gert ráð fyrir um 15.000.000,- kr í annað, ófyrirséð og aukaverk.

Fyrir liggur að verkið er komið skemur en vonir stóðu til og til marks um það hafa eingöngu um 16% af áætluðum kostnaði komið til greiðslu.
Fyrir liggur einnig að framleiðsla á límtré er ekki áætlað fyrr en í fyrsta lagi í nóvember og því ljóst að verkið mun tefjast til næsta árs.
Í lok minnisblaðs Eflu kemur fram að ýmislegt eigi enn eftir að ákveða og hanna í byggingunni og það muni hafa töluverð áhrif á endanlega kostnað við verkið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta ljúka fullnaðarkostnaðarmati við verkið og í framhaldi af þvi að vinna áfangaskipta verkáætlun og leggja fyrir ráðið til umfjöllunar.
Í framhaldi af því verði verkið eftir atvikum boðið út og/eða samið um einstaka liði þess þannig að hægt verði að taka viðbygginguna í notkun fyrir skólaárið 2019-2020.
4. 1809020 - Tilkynning um fasteignamat.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Þjóðskrá Íslands.
Þar kemur ma. fram að fasteignamat sé endurmetið 31. maí ár hvert.
Við endurmat ársins hækkaði heildarmat fasteigna á Íslandi um 12,8%.
Þá kemur fram að fasteignamat í Ölfus hækkaði um 12,7%.

Til kynningar.
5. 1808019 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2023
Fyrir bæjarráði lá tillaga að verklagi við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2019 til 2022.
Tillagan gerir ráð fyrir því að fyrri umræða verði 29.11 og seinni umræða 13.12.

Þá var samþykkt samhljóða að boða til næsta fundar bæjarráðs 10. október n.k.
6. 1809021 - Fræðslumál: Skólaakstur í dreifbýli Ölfuss.
Fyrir bæjarráði lágu gögn er tengjast skólaakstri í dreifbýli.
Á fundinn var mætt Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir og gerði hún grein fyrir stöðu skólaaksturs í dreifbýlinu vegna barna sem sækja skóla í Grunnskólann í Hveragerði og tillögum til úrbóta. Fram kom að 32 börn væru nú þjónustuþegar hvað varðar skólaakstur og hefði þeim fjölgað nokkuð. Akstur fer nú fram á tveimur bílum og nokkur brögð að því að sá tími sem ætlaður er í akstur sé ekki nægilega rúmur til að tryggja að börnin séu mætt á réttum tíma í skólann. Þá er sá tími sem hvert barn ver í bílnum umfram það sem æskilegt er.
Þá liggur jafnframt fyrir að tímasetningar heimksturs er ekki nægilega heppilegur þar sem fyrri bílinn er farinn rétt áður en hluti barna lýkur skólatíma.
Í dag eru tveir bílar sem annast akstur á morgnanna og tveir eftir hádegi.
Bæjarráð samþykkir að bæta tafarlaust við þriðja bílnum á morgnanna og akstur verði þannig háttað að börn þurfi að verja sem minnstum tíma í bílnum. Sérstaklega skal horft til þess að einn bíll aki um suðursvæðið (frá Hrauni að Hveragerði), annar bíll um svæðið norðan Ölfusár og að þjóðvegi og þriðji bílinn um Hvamsveg og svæðið þar norðan þjóðvegs.
Þá felur bæjarráð starfsmönnum einnig að óska eftir hugmyndum frá foreldrum um heppilegar tímasetningar fyrir þær tvær ferðir sem eru fyrir börn heim að afloknum skóla.

Samþykkt samhljóða.
7. 1809022 - Stjórnsýsluúttekt
Bæjarráð hefur hug á að kanna þörfina á breytingum á skipuriti og verkferlum meðal annars með það fyrir augum að bæta þjónustu, gera rekstur skilvirkari og skýra ábyrgðasvið.
Leitast verði við að kanna hvort ábyrgð og hlutverk stjórnenda og starfsmanna sé rétt fyrir komið eða hvort breytinga sé þörf. Samhliða fari fram athugun á boðleiðum og virkni skipulagseininga.
Þá verði sérstaklega greint hvernig ferlum, fjármálum og öðrum björgum er beitt til að veita þjónustu sem og hvort eftirliti með framkvæmdum og öðrum rekstri sé sinnt á ábyrgan og sem hagstæðastan hátt.
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um kostnað við slíka stjórnsýsluúttekt.
Tvö fyrirtæki skiluðu inn áætlun yfir kostnað við þjónustu. Annarsvegar Capacent og hinsvegar RR Conculting.

Bæjarráð samþykkir að fela RR conculting að annast stjórnsýsluúttekt fyrir sveitarfélagið og felur bæjarstjóra að hefja þá vinnu sem undir hana fellur.
Áætlaður kostnaður vegna verksins liggur milli 1.8. miljón og 2.1. miljón.
Bæjarráð felur bæjarsttjóra að finna kostnað stað innan fjárhagsáætlunar eða gera ráð fyrir honum í viðauka rúmist hann ekki innan áætlunar.
Þrúður Sigurðardóttir samþykkir að farið sé í stjórnssýsluúttekt en tekur ekki afstöðu til þeirra aðila sem lögðu inn tilboð þar sem gögn bárust ekki inn í fundargátt fyrir tilskilinn tima.
8. 1809023 - Innkaupareglur
Bæjarráð ræddi innkaupareglur sveitarfélaga en fyrir liggur að Ölfus hefur ekki sett sér formlegar innkaupareglur.
Tilgangurinn með slíkum reglum er að stuðla að vönduðum, hagkvæmum og vistvænum innkaupum og tryggja gæði vöru þjónustu og verka sem sveitarfélagið kaupir.
Reglunum er ætlað að stuðla að því að sveitarfélagið hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.
Reglunum er ætlað að stuðla að því að almennar kröfur um stjórnfestu og fyrirsjáanlega framkvæmd, gegnsæi, jafnræði og málskotsrétt séu virtar við innkaup.
Jafnframt er slíkum reglum ætlað að stuðla að virkri samkeppni fyrirtækja á markaði og efla nýsköpun og þróun við innkaup á vörum, verkum og þjónustu.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna drög að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Ölfus og leggja fyrir ráðið til formlegrar samþykktar.
9. 1808031 - Menningarmál: Viðgerð á gluggum Skálholti.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju þar sem leitað er eftir fjárhagsaðstoð til að ljúka tilgreindum verkefnum svo sem við altaristöflu, listgluggum og fl.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu enda rúmast það ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.
10. 1806006 - Fræðslumál: Endurnýjun samnings um talkennslu við leik- og grunnskóla.
Fyrir bæjarráði lá beiðni leikskólastjóra Bergheima og Grunnskólans í Þorlákshöfn um heimild til að framlengja samningi við Signý Einarsdóttur talmeinafræðing um þjónustu við skólana.
Fram kemur í erindinu að skólastjórarnir telji Signýju vera lykilaðila í sérfræðiaðstoð í skólasamfélaginu.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?