Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 303

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.10.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari
Á fundinn kom Páll Halldórsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi.
Í máli hans kom ma. fram að vetrarþjónusta verði með sambærilegum hætti og verið hefur undanfarin ár. Snjómokstur í Þrengslum verður alla daga vikunnar og þeim haldið færum þegar kostur er milli 06:30 til 21:30. Hið sama gildir um Hellisheiðina.
Suðurstrandarveginum verður á sama hátt haldið færum þegar kostur er á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Til mokstursins verða nýttir 5 bílar og einn til vara.
Enn fremur var rætt um aðra vetrarþjónustu svo sem hálkuvörn, snjómokstur á tengivegum, þarfa breytingu á snjósöfnunarsvæðum og fl.
Í máli bæjarráðsmanna kom ma. fram mikilvægi þess að snjómokstur taki fyrst og fremst mið af þörfum og takti íbúa á svæðinu. Þá var rætt um mikilvægi þess að bregðast hratt og örugglega við þekktum slysahættusvæðum svo sem brúnni yfir Gljúfurholtsá, Arnarbælisveginum og köflum á Þrengslavegi svo sem vegamót við þjóðveg 1.
Bæjarráð þakkar veittar upplýsingar og hvetur Vegagerðina til halda áfram að tryggja öruggar og góðar samgöngur á svæðinu.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1608009 - Vinabæjatengsl Changsha borg í Kína
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Changsha borg í Kína vinabæ Ölfuss.
Í erindinu er óskað eftir því að Ölfus taki þátt í vinarbæjarheimsókn fulltrúa Changsha í lok október eða snemma í nóvember.

Bæjarráð samþykkir að taka á móti fulltrúum Changsha borgar og felur bæjarstjóra að tryggja að undirbúningur þar að lútandi hefjist tafarlaust.
2. 1810004 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Ársfundur 2018.
Fyrir bæjarráði lá boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sem haldinn verður miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16.00.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
3. 1808019 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2023
Bæjarráð ræddi gerð fjárhagsáætlunar.
Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus leggur mikla áherslu á aðkomu bæjarbúa að stjórnun sveitarfélagsins.
Með það í huga hefur verið ákveðið að greiða leið íbúa að gerð fjárhagsáætlunar með ábendingum og/eða umsóknum um styrki.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa verkefnið "Hamingjan er hér" sem leið bæjarbúa að gerð fjárhagsáætlunar.

Með verkefninu eru íbúar hvattir til að senda inn ábendingar um uppbyggilegar framkvæmdir sem þeir telja að aukið geti búsetugæði í Ölfusinu.
Þá verði samhliða hvatt til þess að fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar sendi inn beiðni um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggilegri starfsemi/verkefnum í sveitarfélaginu í samræmi við áherslur þess.
Ekki verða þó veittir styrkir til kaupa á húsnæði eða greiðslu fasteignagjalda.
Styrkir verði ma. veittir vegna starfsemis/verkefna í:
Lista- og menningarmálum
Íþrótta- og æskulýðsmálum
Skóla- og frístundamálum
Félags- og velferðarmálum

Samþykkt samhljóða.
4. 1810006 - Endurreisn Lionsklúbbs Þorlákshafnar.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Lionshreyfingunni á Íslandi þar sem fram kemur að til standi að endurreisa starf Lionsklúbbs Þorlákshafnar og er óskað eftir því að Sveitarfélagið Ölfus hafi aðkomu að húsnæðismálum klúbbsins.

Bæjarráð fagnar því að til standi að endurreisa starf Lionsklúbbs Þorlákshafnar sem sinnt hefur mörgum mikilvægum störfum í gegnum tíðna.
Má í því samhengi nefna skógrækt, stuðning við björgunarsveitina og margt fleira.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tryggja að teknar verði upp viðræður við bréfritara um mögulegar útfærslur sem síðan yrðu lagðar fyrir bæjarráð.
5. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um grunnstöðu sveitarfélagsins.
Þar kom ma. fram að íbúum hefur fjölgað 74 á einu ári eða 3,57%.
Mest er fjölgunin á seinustu 3 mánuðum.
Skuldastaða aðalsjóðs og eignasjóða er 54% eða 1.341 milljón.
Lausafjárstaðan 04. okt. var 105 milljónir.
Þá var einnig lagt fram rekstaryfirlit sveitarfélagsins ásamt yfirliti yfir stöðu framkvæmda miðað við 31. ágúst s.l.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og óskar eftir frekari skýringum á þeim verkþáttum sem hafa farið fram úr fjárheimildumþað sem af er ári 2018.
Bæjarstjóra falið að kalla eftir umbeðnum upplýsingum.
6. 1809054 - Götulýsing. Samningur við Rafvör ehf.
Lagður fram verksamningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss sem verkkaupa og Rafvarar ehf. um viðhald á ljósastaurum í sveitarfélaginu en sveitarfélagið tók yfir rekstur götulýsingakerfisins í Þorlákshöfn af RARIK snemma á þessu ári.
Samningurinn er tímabundinn og gildir frá 15. október 2018 til 15. maí 2019.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
7. 1809047 - Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 2022.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá UMFÍ þar sem gerð er grein fyrir því að óskað sé eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
8. 1704002 - Lagafrumvörp: Beiðni Alþingis um umsögn
Fyrir bæjarráði lágu erindi vegna þriggja mála til umsagnar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?