Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 96

Haldinn í ráðhúsi,
18.10.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Hildur María H. Jónsdóttir aðalmaður,
Anna Björg Níelsdóttir 2. varamaður,
Sigurður Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1805020 - Skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulag
Málið verður tekið fyrir á aukafundi miðvikudaginn 24.október.
2. 1810038 - Umsókn um stöðuleyfi
Pétur B. Gíslason fyrir hönd Hveradala ehf. óskar eftir að höfnun á stöðleyfi fyrir hús í Hveradölum verði endurskoðað.
Erindinu er synjað vísað er í byggingareglugerð og leiðbeiningablað Mannvirkjastofnunnar 2.6.1. Umsókn um stöðuleyfi.
3. 1706010 - Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar
Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar.
Endurskoðun á samþykktu skipulagi var kynnt á fundinum, samþykkt er að bætta aðgengi að baklóðum og fjölga íbúðum. Tillaga að breytingum lögð fyrir næsta fund.
4. 1805043 - Rammaskipulag Selvogur
Rammaskipulag fyrir Selvoginn
málinu vísað á aukafund miðvikudaginn 24. október
5. 1810010 - Skjálftamælistöðvar, OR
Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir framkvæmdarleyfi til uppsetningar og rekstur 4. jarðskjálftamælastöðva. Gert er ráð fyrir að mælistöðvarnar verði reknar í tvö og hálft ár.
Samþykkt.
6. 1810005 - Friðlýsing Reykjadals.
Umhverfistofnun óskar eftir afstöðu Bæjarstjórnar Ölfuss til mögulegrar friðlýsingar Reykjadals.
Nefndin tekur jákvætt í friðlýsingu Reykjadals. Erindið fer fyrir vinnuhóp sem í eru fulltrúar frá Sveitarfélaginu Ölfusi, Hveragerðisbæ og LBHÍ að Reykjum til að fjalla um málið.
7. 1810024 - Framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu, á borplani 6, Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar ohf. sækir um leyfi fyrir vinnsluholu á borplani nr.6
Samþykkt.
9. 1803034 - Deiliskipulag Bláengi
Óveruleg breyting um fjölgun íbúðalóða.
Björn Kjartansson víkur af fundi við afgreiðslu erindis.

Samþykkt.
10. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Uppfært deiliskipulag lagt fram.
Erindið kynnt, Uppfært deiliskipulag verður lagt fram á fundi miðvikudaginn 24. október.
11. 1604035 - Afnot af lóð. Trésmiðja Heimis ehf
Heimir Guðmundsson fyrir hönd Trésmiðju Heimis ehf. óskar eftir að fá lóðina Vesturbakka 2 úthlutaða eða til afnota til lengri tíma.
Til afnota við smíði sumarhúsa til flutnings.

Erindið lagt fram, fundað verði með málsaðilum.
12. 1810037 - Landeldi Laxabraut 1, beiðni frá Skipulagsstofnum um umsögn á mtsáætlun
Umsögn til skipulagsstofnunnar, matsáætlun fyrir Landeldi ehf. Laxabraut 1.
Samþykkt, Nefndin óskar eftir að fjallað verði um ljós- og hljóðmengun.
13. 1810036 - Iðnaðarsvæði innan Þorlákshafnar, I14
Óskað er eftir heimild að fara í deiliskipulagsvinnu á svæði I14 á aðalskipulagi.
SBU samþykkir að hefja deiliskipulagsvinnu á reit I14 samkv. aðalskipulagi.
14. 1808010 - Lóðarúthlutun, staða
Lóðarmál, úthlutun lóða
Nefndinn leggur til að lóðarhöfum sem ekki hafa en uppfyllt úthlutnarreglur sé send lokaviðvörun
15. 1810030 - Aðalskipulagsbreyting fyrir land úr Breiðabólstað fyrir ferðaþjónustu
Skipulags-og matslýsing fyrir hluta af landi Breiðabólstaðar fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu.
Frestað, erindið tekið fyrir á fundi miðvikudaginn 24. október.
16. 1810033 - Stofnun á lóðum úr Gljúfurárholti
Örn Karlsson óskar eftir að stofnaðar verði tvær lóðir aðra úr Gljúfuráholt land-8 og hinsvegar úr Gljúfurárholti.
Frestað, erindið tekið fyrir á fundi miðvikudaginn 24. október
17. 1810032 - Skipulag á landi úr Gljúfurárholti, land 10
Umsækjandi Pétur Pétursson mætir á fundinn og kynnir fyrirhugaða uppbyggingu innan svæðisins, svo sem stofnanalóð, íbúðarhús og gistiheimili.
Umsækjandi Pétur Pétursson mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaða uppbyggingu innan svæðisins, svosem stofnanalóð, íbúðarhús og gistiheimili.Aðalskipulagsbreyting sem unnið hefur verið að fyrir nokkur mál í sveitarfélaginu. Í þeirri vinnu hefur þetta erindi verið kynnt.

18. 1810023 - Deiliskipulag, Matfugl Þórustaðir
Matfugl ehf. sækir um að skipulagður verði byggingareitur vestan við mhl 06 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö hænsnahús ásamt þjónustu- og eggjahúsi fyrir þau og tengigangi við alifuglahúsin (mhl 06 og mhl 07) sem staðsett eru austan fyrirhugaðra alifuglahúsa. Varphúsin tvö munu rúma allt að 7000 stofnhænur hvort og verða allt að 1500 m2 hvort. Þjónustu- og eggjahúsið mun verða allt að 350 m2
Þegar nýju alifuglahúsin verða komin í fulla starfssemi er fyrirhugað að hætta notkun á mhl 04 undir alifugla ásamt breyttri notkun á mhl 09 en þar fer nú fram varp stofnfugla en því verður breytt í uppeldi fyrir allt að 3000 unghænur.
Eftir stækkun verða því samtals á búinu 10.500 uppeldisstæði fyrir unghænur fyrst um sinn sem minnkar niður í um 5000 uppeldisstæði þegar mhl 04 verður Iagður af og allt að 25.000 varpstæði fyrir stofnhænur. Eftir stækkun verður samanlögð stærð alifuglahúsa á jörðinni allt að 7350 m2

Frestað, erindið tekið fyrir á fundi miðvikudaginn 24. október
19. 1803007 - Umhverfismál: Jarðgerð í Þorláksskógum á Hafnarsandi
Skipulagsstofnun bendir á eftirfarandi:

Fyrirhuguð starfsemi og landnotkun er skipulagsskyld. Að mati stofnunarinnar á við að skilgreina svæðið sem efnislosun/efnistaka (E), sjá lið c.lið gr. 4.3.1 í skipulagsreglugerð. Gera þarf grein fyrir ef starfsemin kallar á mannvirkjagerð, svo starfsmannaaðstöðu. Ekki á við að heimila losun efnis á óbyggðu svæði.

Í meðfylgjandi greinargerð um jarðgerð í Þorláksskógum kemur fram að ÍGF geri nú ráð fyrir að jarðgera rúmlega 2000 t á ári en að magnið geti orðið allt að 8000 t á næstu 10 árum á suðvesturlandi. Skipulagsstofnun bendir á tl. 11. 15 í 1. viðauka við lögin um jarðgerð þ.e. þar sem endurnýting úrgangs þar sem meðhöndluð eru meira en 500 tonn á af úrgangi á ári. Slik framkvænd fellur undir B-flokk tl. 11.15. Ef fyrirhuguð jarðgerð er ráðgerð 500 t eða meira er hún tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar áður en til útgáfu framkvæmdaleyfis getur komið. Bent er á að samtvinna á málsmeðferð vegna skipulagslaga og laga um mat á umhverfisáhrifum og samnýta gögn.

Ekki er ljóst af upplýsingum í gögnum hvort umfang fyrirhugaðrar starfsemi kalli á gerð deiliskipulags. Bent er á að ef ítarlega er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í aðalskipulagsbreytingunni getur komið til álita að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Leita þarf umsagnar Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits og annarra umsagnaraðila eftir því sem við á um lýsing og skipulagstillögu.

Frestað, erindið tekið fyrir á fundi miðvikudaginn 24. október
20. 1810039 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9 og land 8
Deiliskipulag fyrir land nr. 9 og nr. 8 úr jörðinni Gljúfurárholt.
Deiliskipulagið tekur tvö lönd, Gljúfurárholt land 8 sem er um 4,7 ha og Gljúfurárholt land 9 sem er um 16,3 ha. Um er að ræða landbúnaðarland sem liggur neðan við F11 samkvæmt aðalskipulagi.
Gljúfurárholt land 8 liggur að vegstæði nýs tengivegar sem Vegagerðin mun leggja vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi.
Aðkoma að svæðinu er frá Hvammsvegi nr. 374, vegteningar sem Vegagerðin hefur samþykkt.
Innan Gljúfurárholt land 8 eru byggingarreitir, F1 fyrir gistihús og smáhýsi allt að 4 stk sem hvert væri 60 m2 með mænishæð allt að 6 m. Byggingarreitur fyrir F1 er í 50 m fjarlægð frá miðlínu Hvammsvegar.
Byggingarreitur A1 fyrir skemmu sem hýsi hesthús, veitingaaðstöðu og reiðsvæði, allt að 1800 m2. Á uppdrætti er minnsta fjarlægð frá A1 fyrir m.a. hesthús að lóðarmörkum á landi nr. 9, 11 m. Í gildandi aðalskipulagi eru kröfur um minnst 25 m frá hesthúsi að lóðarmörkum aðliggjandi lands. A1 liggur 40 m frá miðlínu Hvammsvegar.

Frestað, erindið tekið fyrir á fundi miðvikudaginn 24. október
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?