Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 32

Haldinn í ráðhúsi,
19.10.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Kristín Magnúsdóttir formaður,
Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Jónsson aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Fyrir nefndinni lá rekstraryfirlit fyrir fyrstu 9 mánuði ársins ásamt samanburði við síðustu ár. Þar kom ma. fram að reksturinn það sem af er ári er mun betri en á sama tímabili í fyrra og munar þar mestu um hærri vörugjöld og aflagjöld ásamt því að viðhaldskostnaður er mun lægri. Þannig eru hafa almenn hafnargjöld það sem af er ári skilað um 130 milljónum en höfðu á sama tíma í fyrra skilað um 97 milljónum. Launakostnaður hefur aukist um 7% og fara úr 45 milljónum í 48 milljónir. Á móti kemur að annar rekstrarkostnaður lækkar og munar þá mest um minni viðhaldskostnað en í fyrra.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Á fundinn kom Sigurður Ósman Jónsson og gerði grein fyrir vinnu við aðal- og deiliskipulag hafnarinnar. Í máli hans kom ma. fram að verið væri að ljúka endurskoðun á aðalskipulagi hafnarsvæðisins.

Afgreiðsla
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við kynntar tillögur við aðal- og deiliskipulagsbreytingar.
Ráðið þakkar upplýsingarnar og beinir því til starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi verði lokið svo fljótt sem verða má og gjaldskrá vegna þeirra samþykkt svo hægt verði að hefja úthlutun og framkvæmdir.

3. 1810028 - Þorlákshöfn-erindi frá Smyril Line vegna breytinga á höfninni
Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri og Elliði Vignisson bæjarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með stjórn og starfsmönnum SmyrilLine 18. sept. sl.

Í máli þeirra kom ma. fram að mikil ánægja væri með samstarf aðila og ríkur vilji til að efla það enn frekar. Þá ræddu þeir einnig þarfar framkvæmdir hafnarinnar til að mögulegt sé að byggja upp enn frekari og traustari þjónustu við SmyrilLine (Mykines) og aðra þjónustuþega hafnarinnar.

Meðal þess sem fram kom var:

1. Dýpi vestan og austanvert á Suðurvararbryggju.
Mikilvægt er að dýpka þennan hluta hafnarinnar. Dýpkun er háð fjárveitingum frá ríkinu sem greiðir um 60% af kostnaði gegn 40% hafnarinnar.

2. Dýpkun í innsiglingarennu.
Óskað hefur verið eftir því að dýpki í innsiglingarennu verði sem næst 10m. Eftir samtal við hafnarsvið Vegagerðarinnar má ljóst vera að erfitt verður að halda 10m dýpi á þessu svæði. Engu að síður er stefnt að því að dýpka þarna núna í haust en eins og með lið 1 þá er þetta háð framlögum ríkisins.

3. Siglingaljós
Siglingaljósin eru komin í hús og unnið er að því að mæla út staðsetningu þeirra og setja þau upp.

4. Dýpi austanvert við viðlegukantinn á skarfaskersbyggju.
Óskað hefur verið eftir því að klappir við Skarfaskersbryggju verði fjarlægðar. Það er þó ekki mögulegt enda hvílir sjálf Skarfaskersbryggjan á henni.

5. Yokohama fenderar
Óskað hefur verið eftir því að settir verði upp Yokohama fendrar við viðlegukanta. Ekki er hægt að verða við þessu enda liggja bátar að öllu jöfnu við þessa kanta sem ekki er hægt að hafa við aðra kanta.

6. Öldumælar
Óskað hefur verið eftir því að settir verði upp öldumælar við höfnina til að auðvelda sæfarendum aðgengi að upplýsingum um aðstæður. Unnið er að því með hafnarsviði Vegagerðarinnar að setja upp ölduspákerfi sem veitir betri upplýsingar um öldu í og við höfnina en dufl myndi gera. Samhliða er verið að skoða forsendur fyrir því að koma upp dufli utar.

7. Dráttabátur
Óskað hefur verið eftir því að höfnin tryggi aðgengi að dráttarbát. Þar er um að ræða fjárfestingu upp á um hálfan milljarð og slíkt er því miður ekki inni á samgönguáætlun. Unnið er að því að skoða aðra möguleika sem vonandi verður hægt að kynna fljótlega.

Afgreiðsla:
Ráðið þakkar upplýsingarnar og felur hafnarstjóra að vinna áfram að tilgreindum verkþáttum.
4. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Hjörtur Jónsson hafnarstjóri og Elliði Vignisson bæjarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með fulltrúum hafnarsviðs Vegagerðarinnar um endurskoðun á hafnarskipulagi og hugmyndum um breytingar sem gera myndu mögulegt að taka á móti allt að 180 m löngum skipum og 30 m breiðum.

Fram kom að gerð frumtillagna gætu kostað um 4-5 milljónir króna sem höfnin þarf að bera.

Afgreiðsla:
Ráðið lýsir yfir einlægum áhuga á því að málinu verði haldið áfram og samþykkir fyrir sitt leiti tilgreindan kostnað enda fellur hann innan fjárhagsáætlunar ársins.

Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samráði við bæjarstjóra.
5. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkun
Hjörtur Jónsson gerði grein fyrir þörfinni á viðhaldsdýpkun hafnarinnar. Áætlað magn er 60.000 - 70.000 rúmmetrar. Í máli hafnarstjóra kom fram að hann hafi þegar fengið jákvæðar undirtektir við óformlegri ósk um fjárframlög ríkisins.

Afgreiðsla:
Ráðið felur hafnarstjóra að fá formlegt samþykki ríkisins fyrir framlagi. Í framhaldi af því mun ráðið fjalla um málið og eftir atvikum tryggja heimild til hlutdeildarkostnaðar hafnarinnar.

Þá felur ráðið hafnarstjóra að láta framkvæma dýptarmælingu og leggja niðurstöðu þess fyrir á næsta fundi.
6. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Hafnarstjórn ræddi lýsingu á hinu nýja tollaplani en all nokkrar kvartanir hafa borist frá bæjarbúum um að hún hafi truflandi áhrif á umferð og valdi ljósmengun í nær- og fjærumhverfi. Talsverðar lagfæringar hafa verið gerðar nú þegar á lýsingunni. Tollaplanið hefur verið afhent leigutaka.

Fyrir liggur kostnaðaráætlun um enn frekari endurbætur upp á 600 þúsund kr. Tillögur ljósahönnuðar fela í sér að ljósin á tollasvæðinu verði höfð slökkt nema þegar umferð er um svæðið. Bætt verði við ljóskastara við hliðið sem alltaf verður kveikt á. Myndavélar kveikja svo fulla lýsingu ef þær nema hreyfingu.

Afgreiðsla:
Ráðið felur hafnarstjóra að bera þessar tillögur ljósahönnuðar undir tollayfirvöld.
7. 1810029 - Þorlákshöfn - aðstaða á hafnarsvæði fyrir sjótengda afþreyingu
Erindi frá Jaðarsporti varðandi hugmyndir um sjótengda ferðaþjónustu í Þorlákshöfn kynnt. Til að þær hugmyndir geti orðið að veruleika er óskað eftir viðræðum um ýmiskonar aðstöðu því tengdu eins og flotbryggju, rampi ofl.

Afgreiðsla:
Ráðið felur hafnarsjóra að ræða frekar við forsvarsmenn Jaðarsports um þeirra hugmyndir.
8. 1810040 - Þorlákshöfn - Möguleikar á samstarfi við einkaaðila og sjóði um framtíðarrekstur Þorlákshafnar
Elliði Vignisson bæjarstjóri gerð grein fyrir þeim þreifingum sem átt hafa sér stað við innlenda sem erlenda aðila um samstarf um uppbyggingu Þorlákshafnar á forsendum svo kallaðs PPP (private public partnership). Í máli hans kom fram að málið væri allt á frumstigi en viðræður hafi átt sér stað við þrjá aðila og þar af hafi bæjarfulltrúar setið kynningarfund með fulltrúum eins þessara aðila.

Afgreiðsla:
Ráðið þakkar upplýsingarnar og óskar eftir því að vera áfram haldið upplýst um framgang þessara mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?