Til bakaPrenta
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 13

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
25.10.2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir 1. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1810052 - Tillaga að ungmennaráði 2018-2019
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti í stuttu máli tilurð og hlutverk ungmennaráðs og lagði fram til kynningar erindisbréf ráðsins.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram samkvæmt reglum um skipan Ungmennaráðs tillögu að skipan þess fyrir árið 2018-2019.
Aðalmenn:
Sandra Dís Jóhannesdóttir formaður, Dagrún Inga Jónsdóttir ritari, Óskar Rybinski meðstjórnandi Helga Ósk Gunnsteinsdóttir meðstjórnandi. (f.h. nemendaráðs grunnskólans) Þrúður Sóley Guðnadóttir meðstjórnandi. (f.h. unglingaráðs félagsmiðstöðvar)
Varamenn:
Katla Ýr Gautadóttir, Jakob Unnar Sigurðarson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir. (f.h. nemendaráðs). Svanhildur Sigurðardóttir. (f.h. félagsmiðstöðvar).

Samþykkt samhljóða.
2. 1810051 - Starfsskýrsla og ársreikningur Ungmennafélagsins 2017
Lögð fram starfsskýrsla og ársreikningar aðalstjórnar Umf.Þórs og starfandi deilda félagsins sem eru: fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, badmintondeild, körfuknattleiksdeild og vélhjóladeild.
Ljóst er að mikill kraftur er í starfi Ungmennafélagsins Þórs og reikningar sýna ágæta stöðu aðalstjórnar og deilda.
Eftirfarandi ábending kom fram hjá nefndarmönnum og er Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn félagsins. Gott væri ef uppsetning reikningana væri samræmd þannig að hún sé eins hjá öllum deildum. Enn fremur var bent á að félögin passi það að liðnum "annar kostnaður" sé haldið í lágmarki og hann greindur betur niður og/eða góðar skýringar fylgi með. Í reikningum einstakra deilda þótti hann heldur hár og þó finna megi ástæður fyrir því telja nefndarmenn mikilvægt að greina þennan lið betur niður til að koma í veg fyrir tortryggni.
3. 1810047 - Erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar
Erindisbréfið tók gildi með samþykkt bæjarstjórnar þann 1. desember árið 2000.
Nefndin er sammála um að það sé kominn tími á að endurskoða erindisbréfið og ýmislegt þar sem þarf að lagfæra.
Samþykkt að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi skrifi fundargerðir nefndarinnar, einnig var samþykkt að fundartími yrði þriðja fimmtudag í mánuði kl. 18:00.
Rætt um fundartíma og eftirfarandi bókun samþykkt.

Þar sem ekki er möguleiki á að hafa fundartíma nefndarinnar á dagvinnutíma sökum starfa nefndarmanna leggur nefndin til við bæjarstjórn að starfsmaður nefndarinnar (íþrótta- og æskulýðsfulltrúi) fái greidd laun fyrir fundarsetu eins og aðrir nefndarmenn þar sem fundartími er utan við venjulegan dagvinnutíma.
4. 1810048 - Leikjanámskeið og smíðavöllur 2018
Lögð fram til kynningar samantekt frá Knattspyrnufélaginu Ægi um starfsemi leikjanámseiða og smíðavallar síðastliðið sumar.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur sem í eiga sæti fulltrúar frá íþróttafélögum í bæjarfélaginu, fulltrúi frá íþrótta- og æskulýðsnefnd og bæjartsjórn, ennfremur er lagt til að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi starfi með nefndinni.
Þessi vinnuhópur taki til skoðunar frístundastarf og námseiðahald barna sem sveitarfélagið kemur að með það að leiðarljósi að auka þjónustu við foreldra með börn á aldrinum 6 - 10 ára yfir sumartímann. Í ljósi þess að margir íbúar stunda vinnu sína utan sveitarfélagins, þá hefur komið fram bæði á íbúafundum og í samtölum, að foreldrar þurfi á aukinni þjónustu að halda fyrir börn sín. Sveitarfélagið hefur brugðist við þessu með því að hafa Frístund opna að sumri til. Vinnuhópurinn myndi skoða hvernig bæta megi þjónustuna, auka framboð á frístundum og hvernig samvinna milli Frístundar og íþróttafélaganna gæti komið til með að vera.
5. 1810049 - Ársreikningur Ægis 2016-2017
Í reikningur félagsins kemur fram að staða félagsins er í góðu lagi. Nefndarmenn benda á að í rekstrarkostnaði sé liðurinn "annar kostnaður" heldur mikill og óska nefndarmenn eftir því að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræði við forsvarsmenn félagsins um að framvegis verði þessi liður greindur betur niður og/eða góðar skýringar fylgi. (sbr. Samþykkt í 2. mál).
6. 1810050 - Ársreikningur Mannbjargar 2017
Í reikningum félagsins kemur fram að staða Mannbjargar er góð. Nefndarmenn benda á að í rekstrarkostnaði sé liðurinn "annar kostnaður" heldur mikill og óska nefndarmenn eftir því að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræði við forsvarsmenn félagsins um að framvegis verði þessi liður greindur betur niður og/eða góðar skýringar fylgi. (sbr. Samþykkt í 2. mál).
7. 1810074 - uppbygging íþróttamannvirkja
Á undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging á íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu. Mjög vel hefur verið staðið að uppbyggingunni og metnaður mikill. Á næsta árið verður lokið við viðbyggingu við íþróttahúsið sem mun hýsa aðstöðu fyrir fimleika og mun það gjörbylta allri starfsemi fimleikadeildar Umf. Þórs.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að settur verði á fót vinnuhópur sem hafi það verkefni að skoða áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til næstu ára. Unnin verði greining á hver séu næstu verkefni og hvernig staðið verði að þeim. Gert verði ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun 2019 til þessarar vinnu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?