Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 261

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
25.10.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1810005 - Friðlýsing Reykjadals.
Reykjadalur í landi Ölfuss er einn af vinsælustu ferðamannastöðum á Íslandi.
Landslag svæðisins einkennist af stórkostlegri fegurð og jarðhita.
Dalurinn og nágrenni hans er í senn aðgengilegur og viðkvæmur.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í að skoða möguleikann á friðlýsingu Reykjadals og tilnefnir Steinar Lúðvíksson í samráðshóp um friðlýsingu hans.

Bæjarstjórn vill ennfremur nota tækifærið og minna á að Herdísarvík í landi Ölfuss var friðlýst árið 1988.
Þrátt fyrir það er nú svo komið að landbrot er þar verulegt þar sem grjótvörn hefur sópast í sjó fram.
Verði ekkert að gert munu aðstæður í Herdísarvík og bær sá er var heimili þjóðaskáldsins Einars Benediktssonar verða fyrri óafturkræfum skaða.
Því er sérstaklega hvatt til þess að núverandi friðlýstum svæðum í Ölfusi verði sinnt samhliða því að ráðist verði í nýja friðlýsingu.

Samþykkt samhljóða.
2. 1810011 - Byggðamál. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2018.
Fyrir bæjarstjórn lá auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.
Jón Páll Kristófersson yfirgaf salinn á meðan á umræðu og afgreiðslu stóð.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019 fyrir hönd Þorlákshafnar.

Samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.

Fundargerð
3. 1810001F - Bæjarráð Ölfuss - 303
Fundargerð bæjarráðs Ölfuss frá 8. október s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
4. 1809006F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 95
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september s.l. lögð fram.

Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi.

Liður: 2, 6 og 11 liggja fyrir til kynningar.
Liður: 1, 3, 5, 7, 8, 13, 15 og 17 liggja fyrir til samþykktar.


Liður 4, landskipti Hraun frístundabyggð.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 9, Deiliskipulag óveruleg breyting á hverfisvernd við Hveradali.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 10. Deiliskipulag skipulagslýsing á Ingólfshvoli ehf.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 12. Aðalskipulag Síld og fiskur ehf. fyrirhuguð uppbygging á svínabúi.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 14. Deiliskipulag. Breyting í Búðahverfi Þorlákshöfn.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn samhljóða með sex atkvæðum.

Liður 16. Aðalskipulagsbreyting vatnsvernd vatnsból ofan Ölfusborga.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 18. Orka náttúrunnar - framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.
5. 1810005F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 96
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 18. október s.l. lögð fram.

Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi.

Liður: 1, 3, 4, 10, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 liggja fyrir til kynningar.
Liður 2, 5, 6, 11 og 14 liggja fyrir til samþykktar.

Liður 7. Framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu á borplani 5 Orka náttúrunnar.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 9, Deiliskipulag Bláengi.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 12. Landeldi Laxabraut 1 beiðni frá Skipulagsstofnum um umsögn á matsáætlun.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Liður 13. Iðnaðarsvæði innan Þorlákshafnar I14.
Bæjarstjórn samþykkir liðinn með sex samhljóða atkvæðum.

Í ljósi þess að 5 málum þessa fundar var frestað til fundar skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar sem nú hefur verið boðaður 29. október n.k. samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu þeirra mála er afgreidd verða á þeim fundi.
Er það gert til að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum með þeim fyrirvara að málin hljóti einróma afgreiðslu á fundi skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar sem og fundi bæjarráðs.
6. 1810003F - Markaðs- og menningarnefnd - 140
Fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 10. október s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 1810006F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 32
Fundargerð hafnarstjórnar frá 19. október s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða með sjö samhljóða atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
9. 1701032 - Fræðslumál: Fundagerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga
Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 12. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
10. 1805041 - Menningarmál: Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 18. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
11. 1701026 - Brunamál: Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 24. september s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:33 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?