Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 141

Haldinn í ráðhúsi,
14.11.2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Rakel Sveinsdóttir varaformaður,
Stefán Magnússon aðalmaður,
 aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1809037 - Menningarmál: Lista- og menningarsjóður 2018
Sjö umsóknir bárust í lista- og menningarsjóð, samanlagt er sótt um tæpar 3 milljónir. Upphæð til ráðstöfunar úr sjóðnum er 730.000 kr.
Fjórar umsóknir uppfylltu reglur sjóðsins og fengu úthlutun.

Skammdegishátíðin Þollóween - 250.000 kr
Leikfélag Ölfuss vegna leikverksins Saumastofan - 200.000 kr.
Lúðrasveit Þorlákshafnar vegna nýaárstónleika sveitarinnar - 200.000 kr.
Skólalúðrasveit Þorlákshafnar vegna skólaferðalags til Feneyja - 80.000 kr.

Nefndin vill koma á framfæri hrósi til skipuleggjenda skammdegishátíðarinnar Þollóween. Vel var staðið að hátíðinni og hún var mikil lyftistöng fyrir samfélagið. Nefndin hlakkar til að sjá áframhaldandi uppbyggingu á þessari hátíð á komandi árum.

Ágústa Ragnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
4. 1811021 - Menningarmál - Samstarfssamningar 2018-2019
Komið er að endurnýjun samstarfssamninga við félagasamtök í Ölfusi.
Markaðs- og menningarfulltrúa er falið að kalla eftir ársreikningum hjá félagasamtökum og leggja þá fyrir samhliða nýjum samstarfssamningum á næsta fundi nefndarinnar.
Félagasamtök eru hvött til þess að hafa samband fyrir 3. desember hafi þau athugasemdir við samstarfssamningana.
Mál til kynningar
1. 1805030 - Framkvæmdaleyfi, Hringvegurinn Kambarót að Biskupstungnabraut
Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni, kom á fundinn og kynnti nýjan þjóðveg 1 á milli Hveragerðis og Selfoss. Leggja á nýjan og breiðari veg ásamt því að gera tengiveg meðfram þjóðveginum svo að gatnamótum inn á þjóðveginn fækkar umtalsvert og eykur umferðaröryggi. Á tengiveginum verða hjólareinar svo hægt sé að hjóla á milli Hveragerðis og Selfoss án þess að vera á þjóðveginum sjálfum.
Nefndin þakkar Guðmundi fyrir kynninguna.
3. 1805003 - Arnarker, stígur
Hellirinn Arnarker er illa farinn af ágangi ferðamanna. Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur. Einnig er stiginn niður í hellinn ónýtur og hann var fjarlægður í vikunni. Til þess að það sé öruggt fyrir ferðamenn að skoða hellinn þarf að laga aðgengi að honum og gera nýjan stiga.
Sveitarfélagið fékk leyfi landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Sveitarfélagið sótti í framhaldi af því um styrk í framkvæmdasjóð ferðamanna en það á eftir að koma í ljós hvort sveitarfélagið fái úthlutað styrk til framkvæmdanna.
Nefndin tekur jákvætt í þá hugmynd ef einkaaðilar hafa áhuga á að byggja upp starfsemi tengda ferðaþjónustu við Arnarker í samráði við landeigendur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?