Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 262

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
29.11.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1808019 - Fjármál Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2022
Fjárhags og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2019-2022 lögð fram til fyrri umræðu.
Farið var yfir helstu liði og áherslur í áætluninni.
Fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð um kr. 146.898.000 fyrir samstæðuna og veltufé frá rekstri verði kr 416.944.000.
Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði kr 2.383.860.000
Inn í áætlun vantar enn fjárfestingar og óreglulega liði og því ljóst að áætlunin mun taka breytingum á milli fyrri og seinni umræðu.

Þá var lögð fram tillaga þess efnis að sú breyting verði gerð á álagningu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði að hlutfallið verði lækkuð og verði 0,35% af fasteignamati í stað 0,38% eins og var í álagningu ársins 2018.
Álagning atvinnuhúsnæðis verði 1.65% af fasteignamati og opinberu húsnæði 1,32% af fasteignamti.
Álagningarprósenta útsvars á árinu 2019 verði óbreytt frá fyrra ári eða 14.52%.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Síðan samþykkt samhljóða að vísa "Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2022" til seinni umræðu sem haldin verður 13. desember n.k.

2. 1811033 - Endurnýjun þjónustusamnings.
Fyrir bæjarstjórn lá endurnýjaður og uppfærður þjónustusamningur um daglega umsjón með rekstri Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða. Með samningnum tekur Ölfus að sér umsjón með viðhaldi á eignum, bókhaldsþjónustu, uppgjör og fl.
Samningurinn er í öllum efnisatriðum óbreyttur frá því sem verið hefur og því eingöngu um framlengingu að ræða.
Gildistími samningsins er til 31. desember 2021.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að endurnýja samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

3. 1811030 - Leiðbeinandi verklagsreglur við gerð viðauka við fjárhagsáætlun
Fyrir bæjarstjórn lágu leiðbeinandi verklagsreglur frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 7. nóvember s.l. um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna.
4. 1811014 - Umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Fyrir bæjarstjórn lá kynning á nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna.

5. 1811039 - Sorphreinsun. Útboð á sorphreinsun í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Bæjarstjórn fjallaði um samning um sorphreinsun í sveitarfélaginu en fyrir liggur að samningur sem gerður var við Gámaþjónustuna hf. árið 2014 rennur út 28. febrúar 2019.

Etirfarandi tillaga lögð fram:

"Bæjarstjórn samþykkir að bjóða út sorphreinsun í sveitarfélaginu og felur bæjarstjóra framgöngu málsins".

Samþykkt samhljóða.


6. 1709019 - Skipulags- og byggingarmál: Heimild til byggingarfulltrúa til áritunar lóðarleigusamninga
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

"Bæjarstjórn Ölfuss veitir fullt og ótakmarkað umboð til skipulags- og byggingarfulltrúa til þess fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss að undirrita lóðaleigusamninga fyrir lóðir innan jarðarinnar Þorlákshöfn svo og öll önnur nauðsynleg skjöl s.s. lóðarblöð er fylgja lóðaraleigusamningum".

Samþykkt samhljóða.
7. 1811017 - Þakkarbréf frá Ungmennafélagi Íslands.
Lagt fram bréf stjórnar UMFÍ dags. 8. nóvember s.l. þar sem Sveitarfélaginu Ölfusi og HSK er þakkað fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á 21. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var í Þorlákshöfn um síðastliðna verslunarmannahelgi.

Til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS.
Lögð fram fundargerð aðalfundar NOS frá 30. október s.l. ásamt tillögu að fjárhagsáætlun NOS fyrir árið 2019.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun samhljóða fyrir sitt leyti.
9. 1607014 - Skóla og velferðarmál: Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 17. október s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

Þá lágu einnig fyrir bæjarstjórn meðal annarra gagna tillaga að gjaldskrá Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings vegna félagsþjónustu, ásamt tillögu að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána og grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.

10. 1811001F - Bæjarráð Ölfuss - 304
Fundargerð bæjaráðs frá 8. nóvember s.l. lögð fram.

Liður 1: Fjármál Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2022 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 2: Lóð fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Fjárhagsupplýsingar- lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 4: Stofnstyrkur vegna íbúða Bjargs við Sambyggð - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: Viðbótarsamningur um fornleifaskráningu í Ölfusi - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 6: Umræða um samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2022 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 7: Samningur um Landvörslu í Reykjadal - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 8: Endurnýjun samnings um götulýsingar - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 9: Úrbætur vegna vatnsveitumála, beiðni um fjárveitingu - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liðu 10: Brunabótafélag Íslands, ágóðahlutagreiðsla lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 11: Beiðni frá Kvennaathvarfi um styrk - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 12: Beiðni frá Stígamótum um styrk - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 13: Beiðni frá Afli um styrk - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 15: Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 16: Fundargerð skipulags-, bygginga og umhverfisnefndar nr. 97 sem bæjarstjórn hafði áður falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
11. 1810007F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 13
Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 25. október s.l. lögð fram.

Liður 1: Tillaga að ungmennaráði 2018-2019 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 2: Starfsskýrsla og ársreikningur Ungmennafélagsins Þórs fyrir árið 2017 lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Erindsbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Í afstöðu nefndarinnar kemur fram tillaga þess efnis að starfsmaður nefndarinnar fái greidd laun eins og aðrir nefndarmenn þar sem fundartími er utan við dagvinnutíma.
Bæjarstjórn telur að hér sé um almenn starfskjör viðkomandi starfsmanns og felur bæjarstjóra að ræða við viðkomandi starfsmann og leita leiða til að fundartími geti verið utan dagvinnutíma.
Samþykkt samhljóða.
Liður 4: - Leikjanámskeið og smíðavöllur 2018 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: - Ársreikningur Ægis 2016-2017 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 6: - Ársreikningur Mannbjargar 2017 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 7: - Uppbygging íþróttamannvirkja - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Í afgreiðslu nefndarinnar er því beint til bæjarstjórnar að setja á vinnuhóp til að skoða áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Bæjarstjórn telur að best fari á því að íþrótta- og æskulýðsnefnd leiði slíka úttekt og stofni eftir atvikum vinnuhóp til þess.
Hvað kostnað við starf slíks starfshóps varðar vísast í þeim efnum til ákvörðunar um starfskjör kjörinna fulltrúa sem nú er unnið að.
Samþykkt með sex atkvæðum. Guðmundur sat hjá.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
12. 1811005F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 14
Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 15. nóvember s.l. lögð fram.

Liður 1: Umsókn Körfuknattleiksdeildar Þórs um styk vegna gerðar handbókar - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 2: Umsókn Róberts Khorchai Angeluson um styrk til ferðar á Norðurlandamótið í frjálsum - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Umsókn Knattspyrnufélagsins Ægis um styrk vegna samstarfs við önnur íþróttafélög - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 4: Umsókn Körfuknattleiksdeildar Þórs um styrk vegna samstarfs við önnur íþróttafélög - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: Umsókn Gyðu Daggar Hreiðarsdóttur um styrk vegna keppnisferðar á breska meistaramótið í motocross.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
13. 1811003F - Markaðs- og menningarnefnd - 141
Fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 14. nóvember s.l. lögð fram.

Liður 1: Framkvæmdaleyfi, Hringvegurinn Kambarót að Biskupstungnabraut- lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 2: Menningarmál: Lista- og menningarsjóður 2018 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Arnarker, stígur - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 4: Menningarmál, samstarfssamningar fyrir 2018-2019 - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
14. 1811002F - Fræðslunefnd - 25
Fundargerð fræðslunefndar frá 24. október s.l. lögð fram.

Liður 1: Skýrsla skólastjóra Bergheima - lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 2: Fyrirkomulag sumarleyfa, skipan starfshóps - lá fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn - lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 4: Starfsáætlun Grunnskólans í Þorlákshöfn - lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 5: Sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans í Þorlákshöfn - lá fyrir til umræðu og kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
15. 1811006F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 98
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 27. nóvember s.l. lögð fram.

Liður 1: Umsókn um lóðina Sambyggð 20 - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 2: Umsókn um lóðina Sambyggð 18 - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Umsókn um lóðina Víkurbraut 7 og 9 - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 4: Umsókn um leyfi til stækkunar eldishús að Núpi - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 6: Ósk um umsögn um staðsetningu og rekstur gámastöðvar - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkkt samhljóða.
Liður 7: Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkkt samhljóða.
Liður 8: Umsókn um framlengingu á lóðarleigusamningi - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 9: Tilllaga að áfangaskiptingu gatnagerðar í Hraunshverfi áamt kostnaðaráætlun - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
liður 10: Kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar á Hafnarsandi- liggur fyrir til kynningar.
Liður 11: Ný þjónustu- og afþreyingarkort - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 12: Stofnun lóðar úr landi jarðarinnar Árbær 4 og Árbær 5 - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 13: Breyting á deiliskipulagi fjölbýlishúsalóðar við Sambyggð.
Frá því að fundur SBU var haldinn 27.11. 2018 hafa borist upplýsingar um þinglýstan rétt fasteignaeigenda við Sambyggð 2 og 4 til bygginga bílskúra á því landsvæði sem ráðið hafði gert fyrir að nýtt yrði til vegtengingar.
Bæjarstjórn vísar því liðnum aftur til frekari umræðu og úrvinnslu í SBU.
Samþykkt samhljóða.
Liður 14: Deiliskipulag, skipulagslýsing Fiskalón - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 15: Deiliskipulag jarðarinnar Lambhaga - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 16: Breytingar á landi Gljúfurárholts - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 17: Aðalskipulagsbreyting vegna landnotkunar Riftúns - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 18: Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Í samræmi við umræðu á fundi SBU 27.11. 2018 hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á tilgreindri samþykkt.
Breytingarnar eru ekki efnislegar heldur felst í þeim breyting á tilvísunum í lög, röð tölusettra liða og uppsetning skjalsins.
Breytingarnar hafa verið kynntar nefndarmönnum án athugasemda.
Hin breytta útgáfa lá fyrir bæjarstjórn og var samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

Fundargerðir til kynningar
16. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 17. október, 20. nóvember og 1. nóvember s.l. lagðar fram.
Þá var fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. október s.l. einnig lögð fram.

Til kynningar.
17. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 22. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.

Vegna umræðu um húsnæðismál í fundargerð héraðsnefndarinnar vill bæjarstjórn árétta eftirfarandi:

"Bæjarstjórn Ölfuss ítrekar það boð sem lagt var fram af bæjarráði um endurgjaldslausa lóð miðsvæðis í Þorlákshöfn undir framtíðarhúsnæði héraðsskjalasafnsins.
Bæjarstjórn minnir ennfremur á að í sunnlensku samstarfi hefur það verið haft að leiðarljósi að dreifa starfsemi og staðsetningu rekstrareininga sem jafnast um starfssvæðið. Í dag er þó engin þeirra staðsett í Ölfusi".

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?