Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 305

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
06.12.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Lagt var fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins ásamt yfirliti yfir stöðu framkvæmda miðað við 31. október s.l.
Rekstur sveitarfélagsins er almennt í takt við útgönguspá ársins.
Á fundinum kom fram að á þessu ári hafa 390 milljónir verið teknar að láni. Þar af 240 milljónir vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð og 150 vegna framkvæmda.
Skuldastaða aðalsjóðs og eignasjóðs er 1.331.325.302 kr.
Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að tekið yrði 335 milljónir króna lán á árinu og var þá ekki gert ráð fyrir uppgjör vegna samninga við Brú. Lánið við Brú var hinsvegar tekið inn í áætlun með viðauka þar að lútandi.
Annar ófyrirséður kostnaður á árinu var nokkur og má þar helst nefna að kostnaður við framkvæmdir vegna leikskóla fóru 31 milljón króna yfir áætlun og framkvæmdir vegna heitra potta fór 31,7 milljónir krónir yfir áætlun. Fyrir vikið þurfti að fresta ýmsum öðrum framkvæmdum og verkþáttum.
Þann 1.des sl. var lausafjárstaðan 40 milljónir króna og er það mat bæjarráðs að sú staða eigi að vera næg til að standa undir föstum útgjöldum án þess að til komi lántaka.
Framkvæmdir komandi árs verða því nánast eingöngu á forsendum frekari lántöku og lóðagjalda.

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Skýringar á ófyrirséðum kostnaði vegna leikskólans og heitu pottanna hefur verið að fullu útskýrður. Rétt er að minna á að eins og núna þessa dagana eru áætlanir óhjákvæmilega gerðar árinu á undan og miðað við þær forsendur sem eru á þeim tíma. Eins og tilfelli leikskólans þar sem verið var að endurbyggja gamalt hús kemur upp eitt og annað sem ekki er hægt að sjá fyrir.
Varðandi margumtalaða potta þá var áætlunin unnin af verkfræðistofu og engin tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út.
Ekki var hægt að fresta framkvæmdum þar sem gömlu pottarnir voru orðnir hættulegir og unglingalandsmótið var framundan.
Að halda því fram að fresta þurfti ýmsum öðrum framkvæmdum og verkþáttum vegna þessa er bara fyrirsláttur.
Aðrar ástæður eru fyrir því að ekki var haldið áfram við viðbygginguna við íþróttahúsið, grenndarstöðina og áframhaldandi hönnun á viðbyggingu íbúða aldraðra við 9-una svo eitthvað sé talið upp.
Með auknum umsvifum í sveitarfélaginu aukast tekjur og þar með fé til framkvæmda.
Núverandi meirihluti og bæjarstjórnin í heild sinni tók við góðu búi af hendi síðustu bæjarstjórnar.
Vonandi verður sitjandi bæjarstjórn jafn lánsöm á kjörtímabilinu".
2. 1810027 - Götulýsing í Þorlákshöfn.
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða verðkönnunar vegna endurnýjunar götulýsingar í sveitarfélaginu og Líftímakostnaðargreining (LCC) vegna framkvæmdarinnar.
Líftímakostnaður (LCC - e. Life Cycle Cost) er greining á heildarkostnaði við framkvæmdina þar með talið rekstur frá upphafi til enda.
Alls bárust 5 tilboð.

Jóhann Ólafsson ehf. 4.828.064.
Sigurður Guðjónsson ehf. 2.989.577.
Rafmiðlun ehf. 6.677.117.
Ískraft ehf. tilboð 1. 3.449.048.
Ískraft ehf. tilboð 2. 2.796.157.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.760.000.

Lægstbjóðandi eftir LCC greiningu er S. Guðjónsson hf. sem lenti í öðru sæti miðað við innkaupsverð.
Að mati ráðgjafa sveitarfélagsins LISKA stenst S. Guðjónsson hf. allar kröfur og er mælt með að samið verði við hann.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði S. Guðjónssonar hf.
3. 1810011 - Byggðamál. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019.
Fyrir bæjarráði lá svar við umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.
Niðurstaðan er að Sveitarfélagið Ölfus fær hámarksúthlutun eða 300 þorskígildistonn.
Reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið.
Megintilgangur þeirra er að tryggja að fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðarlögum og landað hafa afla þar fái hlut í byggðakvótanum sem landað er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

4. 1809044 - Íþróttamiðstöð: Endurnýjun leigusamnngs við Færni sjúkraþjálfun.
Samningurinn kveður á um leigu á rými á efri hæð íþróttamiðstöðvar sem nýtt er til sjúkraþjálfunar frá og með 1. janúar 2019 til 31. desember 2021.
Um er að ræða óbreytt fyrirkomulag frá því sem nú er og því í raun um framlengingu samnings að ræða.
Leigufjárhæðin er 120.000 kr. á mánuði og tekur breytingum skv. þróun vísitölu neysluverðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.

5. 1809012 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Sveigjanlegur vinnutími til heilsueflingar.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá 24. fundi fræðslunefndar þar sem skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn leggur til sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna til heilsueflingar.
Fræðslunefnd vísaði tillögunni til bæjarráðs til úrvinnslu.
Bæjarráð tekur undir með fræðsluráði hvað varðar mikilvægi heilsueflingar en bendir jafnframt á að hjá sveitarfélaginu starfa að jafni 180 til 220 starfsmenn sem vinna eftir 16 kjarasamningum.
Það er því mikilvægt fyrir sveitarfélagið sem vinnuveitanda að gætt sé jafnræðis í öllu er lýtur að frávikum frá kjarasamningum.

Bæjarráð hafnar því erindinu samhljóða.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Lögð fram mál frá nefndasviði Alþingis mál nr. 40, 45 og 140.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?