Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 33

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.12.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Ármann Einarsson 2. varamaður,
Gestur Þór Kristjánsson 1. varamaður,
Guðmundur Oddgeirsson 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1812007 - Þorlákshöfn. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2019-2022
Rekstaráætlun árins 2019 liggur fyrir en gert er ráð fyrir að tekjur verði 210,6 mkr., launakostnaður 63,7 mkr., viðhaldsdýpkunarkostnaður 20 mkr., afskriftir 34,5 mkr. og annar rekstarkostnaður 37,6 mkr.
Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstrinum verði um 54,8 mkr. samanborið við 48,3 mkr. í áætlun þessa árs. En ekki var gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun á þessu ári en á móti kemur að gert er ráð fyrir um 30 mkr. tekjuaukningu milli ára aðallega vegna hærri vörugjalda.
Framkvæmdaáætlun ársins 2019 hljóðar uppá 51 mkr. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna hönnunar á stækkun hafnarinnar uppá 5 mkr. og endurnýjun á stálþili á Svartaskeri uppá 46 mkr. Áætlun ársins 2020 er uppá 196 mkr. en þá er stefnt að því að ljúka hönnun á stækkun hafnarinnar og endurnýjun á stálþili á Svartaskeri. Á árunum 2021 og 2022 er gert ráð fyrir um 306 mkr. hvort ár vegna endurnýjunar á stálþili á Suðurvararbryggju og lengingu á Suðurvaragarði.
Þessar framkvæmdir eru allar háðar því að mótframlag frá ríkinu komi til.

Samþykkt samhljóða
2. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 10 mánuði ársins lagt fram.
Tekjur eru 181 m.kr (aukning um 31,3% frá fyrra ári).
Rekstarkostnaður 109 m.kr.
Hagnaður af rekstri er um 72 m.kr. m.v. 30,7 mkr. á sama tíma í fyrra.
Munar þar mestu um hærri tekjur og lægri viðhaldskostnað.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.

Þá var samþykkt samhljóða að nefndin fundi mánaðarlega.



3. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkun
Hafnarstjóri kynnir fyrir nefndinni þörf á viðhaldsdýpkun.
Áætluð hlutdeild hafnarinnar er um 20 millj. kr.
Áætlað efnismagn er um 50 þús rúmmetrar.
Þá var lagt fram tilboð frá Björgun hf. í verkið.

Nefndin samþykkir samhljóða að taka tilboði Björgunar hf. og felur hafnarstjóra að halda áfram með málið.
4. 1812009 - Þorlákshöfn. Áhættumat hafna.
Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands þar sem ályktun hafnasambandsþings í október síðastliðnum er komið á framfæri en hún kveður á um að beina því til hafna landsins að þær láti gera áhættumat á hafnarsvæði og hafnabakka.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að kanna kostnað við áhættumat fyrir höfnina.

5. 1812010 - Þorlákshöfn. Breytingar á svæði við Kuldabola.
Þar sem ekki er lengur þörf á geymslusvæði sem fengið var að láni hjá Kuldabola er lagt til að svæðið verði aftur fært til fyrra horfs og þar með girðing færð og sett rafmagnshlið.
Sjá mynd í fundargögnum.

Nefndin samþykkir að fela hafnarstjóra að gera kostnaðarmat á framkvæmdinni og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

6. 1812008 - Þorlákshöfn. Staða landtenginga.
Lagt fram til kynningar minnisblað vegna stöðu landtenginga rafmagns í höfnum landsins.
Fundargerðir til kynningar
7. 1601009 - Hafnasamband Íslands: Fundargerðir
Fundargerð Hafnasambandsþings frá 24. og 25 október s.l. lögð fram ásamt ályktunum þingsins.
Þá voru lagðar fram fundargerðir stjórnar hafnasambandsins fundir nr. 405, 406 og 408.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?