Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 263

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.12.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1808019 - Fjármál Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2022.
Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Ölfuss 2019 frá fyrri umræðu.

Í framsögu hans kom ma. fram að fjárhagsáætlunin sé sannarlega sóknaráætlun þar sem höfuðáhersla er lögð á að mæta vaxandi eftirspurn eftir lóðum bæði undir íbúðarhúsnæði sem og atvinnuhúnæði. Til marks um það eru mest útgjöld áætluð til gatnagerðar, fráveitu og annarra slíkra uppbyggingaþátta.
Stærsta einstaka framkvæmdin er svo bygging sérhæfðrar aðstöðu til iðkunar fimleika (fimleikahús) sem ráðgert er að haldið verði áfram með á fyrrihluta næsta árs. Þá er stefnt að áframhaldandi uppbyggingu vatnsveitu í dreifbýlinu, endurbótum á götum og margt fl. sem einkennir sveitarfélag í sókn.
Samhliða er allra leiða leitað til að létta álögum á bæjarbúa og styðja við bakið á þeim. Þar ber hæst að fasteignaskattur er lækkaður úr 0,38% í 0,35% auk þess sem leikskólagjöld eru lækkuð og frístundastyrkur hækkaður um 100%
Málefni eldriborgara eru meðal brýnustu verkefna næstu ára.
Sérstaklega er áríðandi að kortleggja þarfir þess hóps á víðtækan máta svo sem hvað varðar húsnæðismál, hjúkrunarþörf, tómstundir, akstursþjónustu og fl.
Í beinu framhaldi þarf svo að ráðast í framkvæmdir og innleiðingu á þjónustuþáttum.
Meðal annars til að styðja við slíka stefnumótun er stefnt að því að ráða sérstakan deildarstjóra í málefnum aldraðra auk þess sem verja á allt að 6 milljónum til þeirrar vinnu sem og hönnun og áframhaldandi undirbúningi framkvæmda.
Þá er áfram stefnt að því að sækja fram á forsendum þeirra náttúrugæða sem sveitarfélagið býr yfir. Þannig á td. að ljúka hönnun á stækkun og endurbótum á höfninni auk þess áfram verður unnið að því að koma upp nýsköpunar og jarðhitagarði við Hellisheiðavirkjun í samstarfi við Orku náttúrunnar. Samhliða verður lögð áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir atvinnurekstur og undirbúa framkvæmdir vegna þeirra.
Fjárhagsáætlunin ber það því með sér að trúin á framtíðina er rík og tækifæri til sóknar. Meðvituð um söguna er þó samhliða reynt af fremsta megni að taka mið af tvísýnum efnahagshorfum samhliða því sem ráðast er í stórar framkvæmdir, mikilvægu viðhaldi sinnt af einurð og brugðist við þeim mörgu áskorunum sem fylgja fjölgun íbúa og brýnni þörf á úrræðum fyrir barnafjölskyldur og eldriborgara.

Þá bar hann upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2019.

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Ölfuss 2019:

Fjárhagsáætlun A hluta Ölfuss 2019:

Rekstrartekjur: 2.325.305 þús. kr.
Rekstrargjöld: 2.171.110 þús. kr.
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): -74.124 þús. kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 80.071 þús. kr.
Veltufé frá rekstri: 269.577 þús. kr.
Fjárfesting : 215.020 þús. kr. nettó.
Afborganir langtímalána: 106.468 þús. kr.
Handbært fé í árslok: 65.339 þús. kr.

Fjárhagsáætlun B-hluta sjóða Ölfuss 2019:
Rekstarniðurstaða Hafnasjóðs: 54.019 þús. kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu: 17.530 þús. kr.
Rekstarniðurstaða Félagslegra íbúða: -8.353 þús. kr.
Rekstrarniðurstaða Íbúða aldraðra: -7.389 þús. kr.
Rekstarniðurstaða Vatnsveitu: 8.958 þús. kr.
Rekstrarniðurstaða Uppgræðslusjóðs: -8.000 þús. kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu A og B hluta Ölfuss 2019:
Rekstrartekjur: 2.639.000 þús. kr.
Rekstrargjöld: 2.400.839 þús. kr.
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): -101.325 þús. kr.
Rekstarniðurstaða, jákvæð: 136.836 þús. kr.
Veltufé frá rekstri: 412.786 þús. kr.
Fjárfesting : 313.970 þús. kr.
Afborganir langtímalána: 128.110 þús. kr.
Handbært fé í árslok : 84.703 þús. kr.

Fulltrúar O-listans lögðu fram eftirfarandi tillögur:

Tillaga 1:

"Bæjarfulltrúar á O-lista leggja til að fyrirhuguð fjárveiting til þess að klára viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn auk viðhalds á ytra byrði íþróttasalsins verði öll færð yfir á árið 2019 en henni ekki skipt á milli áranna 2019 og 2020 og stefnt verði á að taka fimleikasalinn í notkun í upphafi næsta skólaárs.
Lántaka sem fyrirhuguð var á árinu 2020 vegna þessa verks færist yfir á árið 2019".

Tillagan felld með 4 atkvæðum fulltrúa D-listans gegn 3 atkvæðum fulltrúar O-listans.

Tillaga 2:

"Bæjarfulltrúar á O-lista leggja til að upphæð sem áætlað er að verja í hönnun og undirbúning viðbyggingu við Egilsbraut 9 verði aukin úr 6 milljónum í 30 milljónir. Á yfirstandandi fjárhagsári voru 15 milljónir áætlaðar í þessa vinnu en sú fjárveiting hefur ekki verið nýtt nema að litlu leyti í undirbúningsvinnu og tillögu að viðbyggingu.
Þessi viðbót verði fjármögnuð með lántöku ef þörf krefur".

Tillagan felld með 4 atkvæðum D-listans gegn 3 atkvæðum O-listans.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir liggur að meirihluti D-lista leggur ríka áherslu á bæði uppbyggingu í húsnæðismálum eldri borgara og framgang framkvæmdar við fimleikahús og tekur því undir með O lista hvað varðar mikilvægi þeirra framkvæmdaþátt sem fólgin er í tillögu O lista.
Meirihluti D-lista telur þó ekki svigrúm til að mæta tillögunni þar sem í henni er fólgin skuldasöfnun umfram það sem stefnt er að".

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2019-2022 síðan samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúar O-listans sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi þess að fjárhags- og framkvæmdaráætlun sveitarfélagsins er lögð fram til samþykktar í heild sinni þá höfum við ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu hennar.
Rekstraráætlun komandi árs getum við samþykkt enda byggir hún á því góða starfi sem unnið hefur verið af starfsfólki sveitarfélagsins, nefndarfólki og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss á undanförnum árum.
En þar sem bæjarstjórnarfulltrúar á D lista eru ekki reiðubúin til þess að samþykkja breytingartillögur okkar viljum við ekki taka ábyrgð á framkvæmdar- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir komandi ár.
Alltof litlu fjármagni er varið í áframhaldandi starf við uppbyggingu húsnæðismála eldri borgara.
Einnig er ekki gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun næsta árs að klára viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn.
Viljum við í því samhengi leggja mikla áherslu á að sú framkvæmd verði kláruð ef mögulegt er fyrir upphaf næsta skólaárs 2019.
Einnig vantar framtíðarsýn í áætlanagerðina og aðeins horft til næstu tveggja ára en ekki út allt tímabilið sem áætlunin á að ná til, til ársins 2022".

2. 1810060 - Fjármál. Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2019.
Fyrir bæjarstjórn lá tillaga að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2019.
Þar kom ma. fram að gert er ráð fyrir óbreyttu útsvari en fasteignarskattur á íbúðarhúsnæði er lækkaður úr 0,38% í 0,35%.
Gjaldskrár fylgja almennt þróun verðlags en þó mismikið eftir gjaldaliðum.
Leikskólagjöld eru þó ekki látin fylgja verðþróun til hækkunar heldur eru þau þvert á móti lækkuð í krónutölu.
Sorpgjöld taka þeim breytingum að sorphreinsigjald á íbúðarhús er lækkað úr 20.700 í 19.900 og er það gert með það í huga að sorphreinsun hefur nú verið boðin út og vanir standa til að kostnaður þar að lútandi lækki í kjölfarið.
Sorpeyðingargjald á íbúðarhús er hinsvegar hækkað úr 11.830 í 20.900 kr. Er þar um að ræða sambærilega hækkun og hjá nágrana sveitarfélögum sem útskýrist fyrst og fremst af því að kostnaður við sorpeyðingu hjá Sorpsamlagi Suðurlands mun hækka talsvert vegna samninga þeirra við Sorpu þar að lútandi. Að auki liggur fyrir að á yfirstandi ári er verulegur halli á rekstri sorpmála hjá sveitarfélaginu og stefnir nú í að nettó halli verði um 30 milljónir. Bæjarstjórn er því nauðugur sá kostur að grípa til breytinga á gjaldskrá.


Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2019 samþykktar samhljóða.
3. 1812004 - Kjaramál. Umboð til kjarasamningsgerðar.
Fyrir bæjarstjórn lá samkomulag um kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Með því er kjarasviði sambandsins falið umboð til að annast allar kjaraviðræður við viðkomandi stéttarfélög, ganga frá kjarasamningum og annast útgáfu þeirra í samráði við viðkomandi stéttarfélög.
Þá er því einnig falið að vinna að framkvæmd einstakra þátta samninganna á samningstímanum eins og við á og túlka og aðstoða sveitarfélagið/stofnunina við framkvæmd þeirra.

Bæjarstjórn samþykkir umboðið samhljóða fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita það
4. 1811026 - Auglýsing um skrá yfir þá starfsmenn sem undanskildir eru verkfallsheimild
Fyrir bæjarstjórn lá tillaga að auglýsingu um skrá yfir þá starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss sem undanskildir eru verkfallsheimild.
Auglýsingin er efnislega eins og verið hefur.

Bæjarstjórn samþykkir auglýsinguna samhljóða.
5. 1810011 - Byggðamál. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að reglum um skiptingu 300 tonna þorskígildiskvóta sem sveitarfélaginu hefur verið úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2018/2019:

"Úthlutuðum byggðakvóta alls 300 þorskígildistonn verði þannig úthlutað að 35% verði skipt jafnt á milli allra skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 skráð voru í Þorlákshöfn 1. júlí 2018 og hafa almennt veiðileyfi.
Hinn hlutinn 65% skiptist á skip á grundvelli alls landaðs afla sem telur til aflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019.
Fiskiskipum sem fá úthlutað byggðakvóta er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Komi sú staða upp að vinnslur innan sveitarfélagsins geti ekki tekið við afla á þessu tímabili skal viðkomandi fiskiskipi heimilt að landa aflanum á fiskmarkað."

Rökin felast í eftirfarandi:
"Sanngirnis- og jafnræðissjónarmið þ.e. að láta alla þá sem uppfylla skilyrðin njóta hluta byggðakvótans stóra sem smáa enda hefur rekstur allra skipanna áhrif á atvinnuástand í sveitarfélaginu. Þetta er sami háttur og hafður hefur verið á í sveitarfélaginu síðastliðin ár við úthlutun byggðakvóta.
Rökin fyrir því að heimila skuli löndun á fiskmarkað ef og þá aðeins ef sú staða kemur upp að ekki sé mögulegt að landa til vinnslu í sveitarfélaginu á einhverjum tíma er að með því er tryggt að viðkomandi útgerðaaðili verður ekki fyrir tjóni ef til að mynda viðkomandi vinnsla er lokuð, hún ráði ekki við álagið eða nokkuð það annað sem hindrað getur löndun."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu að reglum um skiptingu 300 tonna þorskígildiskvóta sem sveitarfélaginu hefur verið úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.
Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
6. 1812018 - Þorláksskógar. Skipan verkefnastjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Davíð Halldórsson umhverfisstjóra Ölfuss og Hrönn Guðmundsdóttur skógfræðing í verkefnastjórn Þorláksskóga.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 1812001F - Bæjarráð Ölfuss - 305
Fundargerð bæjarráðs frá 6. desember s.l. lögð fram.

Liður 1: Fjárhagsupplýsingar lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 2: Samþykkt tilboðs í götulýsingu lá fyrir til umræðu og samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Byggðakvóti lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 4: Endurnýjun leigusamnings í íþróttamiðstöð, lá fyrir til umræðu og samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: Sveigjanlegur vinnutími í Grunnskólanum í Þorlákshöfn lá fyrir til umræðu og samþykktar.
Samþykkt með 5 atkvæðum. Jón Páll og Þrúður á móti.
Liður 6: Lagafrumvarp lá fyrir til umræðu og kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
8. 1812002F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 33
Fundargerð hafnarstjórnar frá 7. desember s.l.lögð fram.

Liður 1: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun, lá fyrir til umræðu og samþykktar.
Samþykkt samhljoða.
Liður 2: Fjármál og rekstur lá fyrir til umræðu og samþykktar
Samþykkt samhljóða.
Liður 3: Viðhaldsdýpkun lá fyrir til umræðu og samþykktar
Samþykkt samhljóða.
Liður 4: Áhættumat hafna lá fyrir til umræðu og samþykktar
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: Breytingar á hafnarsvæði við Kuldabola lá fyrir til umræðu og samþykktar
Samþykkt samhljóða.
Liður 6: Staða landtenginga lá fyrir til umræðu og kynningar
Liður 7: Fundargerð Hafnarsambands Íslands, lá fyrir til umræðu og kynningar


Fundargerðin staðfest samhljóða.
9. 1812006F - Fræðslunefnd - 26
Fundargerð fræðsluefndar frá 5. desember s.l. lögð fram.

Liður 1: Læsistefna Ölfuss, samstarf skólastiga lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 2: Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 3: Skýrsla skólastjóra í Bergheimum lá fyrir til umræðu og kynningar.
Liður 4: Verklagsreglur Bergheima lá fyrir til umræðu og samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 5: Fyrirkomulag sumarleyfa lá fyrir til umræðu og kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
10. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð aðalafundar SASS frá 18. og 19. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
11. 1701032 - Fræðslumál: Fundagerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga
Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 26. nóvember s.l. lögð fram.

Til kynningar.
12. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?