Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 99

Haldinn í ráðhúsi,
20.12.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Hildur María H. Jónsdóttir aðalmaður,
Óskar Ragnarsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Sigurður Jónsson embættismaður, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1811055 - Umsókn um lóð Hafnarskeið 20
Aron Baldursson fyrir hönd Fiskmarkaðs Íslands sækir um lóð til byggingar iðnaðarhúss.
Bókun nefndar:

SBU samþykkir að úthluta lóðina samb. 7. gr. reglur um úthlutun lóða.
2. 1812021 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun ferskvatnsholna við Engidalskvísl
Orka náttúrunnar sækir hér með um framkvæmdaleyfi fyrir borun þriggja ferskvatnsholna á vatnstökusvæði við Engidalskvísl vegna fyrirhugaðrar stækkunar á varmastöð í Hellisheiðarvirkjun.
Framkvæmdaleyfi sem sótt er um felst í eftirfarandi:
? Gerð borplans á borteig
? Borun þriggja ferskvatnsholna og tenging þeirra við vatnsveitu.
Vatnstökusvæðið við Engidalsvkísl er afmarkað í deiliskipulagi, sem samþykkt var árið 2008. Mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar fór fram í áföngum árin 2003, 2005 og 2008. Í mati á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar árið 2003 er gert ráð fyrir allt að 24 ferskvatnsholum í Engidal og heimilt er að nýta allt að 2.000 l/s til framleiðslu á heitu vatni. Þegar hafa sex ferskvatnsholur verið boraðar í Engidal. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag og umhverfismat Hellisheiðarvirkjunar. Gert er ráð fyrir að borun geti hafist í mars 2019 og verði lokið í maí sama ár.

Bókun nefndar:
Frestað.
3. 1812022 - Framleiðsluaukning og stækkun Samherja fiskeldis á Núpum í Ölfusi
Samherji fiskeldi ehf tilkynnir hér með formlega um fyrirhugaða stækkun eldisrýmis og aukningu á seiðaframleiðslu félagsins á Núpum í Ölfusi samkvæmt 6.gr.laga nr.106/2000 og lið1.11 í 1.viðauka við lögin. Fyrirhugað er að sækja um breytingu á núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins fyrir framleiðslu á 100 tonnum af laxaseiðum og 50 tonnum af bleikjuseiðum, þar sem leyfilegt framleiðslumagn verður aukið í 300 tonn. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins rennur út í desember 2019.
Lagt fram.
4. 1812017 - Stofnun lóða Litli Saurbær
Ingólfur Snorrason sækir um stofnun lóða fyrir hönd Tálkna ehf.
Bókun nefndar:
Samþykkt
5. 1810039 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9 og land 8
Greinagerð:
Deiliskipulag þetta nær til þriggja eignarlanda. Nánar tiltekið hluta af Gljúfurárholt 171707,
Gljúfurárholt Land 8, landnúmer 199502, og Gljúfurárholt Land 9,
landnúmer 199503, öll skilgreind til landbúnaðarnota.
Land innan marka deiliskipulagsins verður gert að einu eignarlandi, heildarstærð þess er rúmlega 25 ha.
Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. En þar er svæðið skilgreint sem
landbúnaðarsvæði og heimilt að vera með allt að 1500 m2 byggingar undir aðra starfsemi en landbúnað, svo sem ferðaþjónustu.
Deiliskipulagið styður hestatengda starfsemi og ferðaþjónustu. Um er að ræða deiliskipulag fyrir
hesthús með reiðaðstöðu ásamt reiðvelli og tækjaskemmu. Ennfremur gerir skipulagið ráð fyrir að byggja megi
gistiaðstöðu. Að lokum eru skipulagðir reitir fyrir íbúðarhús, m.a. fyrir starfsmenn.
Gljúfurárholt land 8 liggur að vegstæði nýs tengivegar sem Vegagerðin mun leggja vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi. Aðkoma að svæðinu er frá Hvammsvegi nr. 374, vegteningar sem Vegagerðin hefur samþykkt. Skipulags- og byggingarskilmálar:
1. Íbúðarhús: Á byggingarreitum Í1, Í2 og Í3 er heimilt að reisa íbúðarhús og
bílskúr/skemmu, allt að 500 m2 á einni eða tveimur hæðum. Bílskúr getur hvort heldur verið
stakur eða sambyggður íbúðarhúsi. Hámarkshæð í mæni mælt frá gólfplötu má
vera allt að 10 m.
2. Gistihús/smáhýsi: Á byggingarreit F1 má reisa 4 smáhýsi allt að
70 m2 að grunnfleti hvert. Hámarkshæð í mæni mælt frá gólfplötu skal ekki vera meiri en 7 m.
3. Hesthús með reiðaðstöðu: Á byggingareit L1 er heimilt að reisa skemmu sem hýsa mundi hesthú
með reiðaðstöðu og kaffistofu allt að 1.600 m2 að stærð. Á reit L2 má reisa tækjaskemmu allt að 300 4. Gisithús: Á byggingareit F2 er heimilt að reisa gistihús allt að 1.000 m2
5. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits en reitir eru hafðir rúmir svo hægt
verði að hagræða húsum á sem heppilegastan stað út frá grundun þeirra.
Mænisstefna húsa og þakform er gefin frjáls.
Að öðru leiti skulu byggingar og staðarval þeirra vera í samræmi við gildandi skipulags og byggingareglugerð.
4. Bílastæði: Við íbúðarhús að lágmarki 2 bílastæði. Bílastæði fyrir atvinnustarfsemi staðsetning
bílastæða á uppdrætti er leiðbeinandi.
5. Fráveita- lagnir og veitur: Lagning frárennslislagna og rotþróar er á ábyrgð landeiganda. Staðið skal að framkvæmdum eins og lýst er í leiðbeiningariti
nr. 03/01 frá Umhverfisstofnun og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Staðsetning rotþróa á uppdrætti er leiðbeinandi.
Rafmagns- og vatnslögnum skal komið fyrir með vegi eins og hægt er og í samráði
við viðkomandi veitur, sem liggja við Hvammsveg
6. Þjónusta: Svæðið er innan þjónustusvæðis slökkviliðs Hveragerðis.
sorphirða skal vera í samræmi við reglugerð sveitarfélagsins.

Málinu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt er að vinna tillögu að deiliskipulag fyrir land 9 í samræmi við staðfest aðalskipulag og skipulagslög. Erindi um land 8 er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og er vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags.
6. 1610029 - Deiliskipulag og Byggingarleyfi, Grásteinn I
Með samþykkt nýs deiliskipulags er eldra deiliskipulag, m.s.br. fellt úr gildi. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 10 íbúðalóðum sem standa munu við Bláengi og Grásteinn II. Heimilt er að byggja allt að 500 m² á hverri lóð, íbúð og bílskúr en á lóðum við Bláengi 1, 3 og 5 er heimilt er að byggja parhús. Gert er ráð fyrir að byggingar tengist almennum veitukerfum og að veitur og vegir verði á ábyrgð landeiganda.
Afgreiðsla:
Björn Kjartansson vék af fundi.
Samþykkt að heimila að auglýsa nýtt deiliskipulag skv. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á lýsingu vegna deiliskipulags, þar sem fyrir liggur samþykkt deiliskipulag frá 2007, m.s.br. þar sem fram koma allar megináherslur nýs deiliskipulags.
7. 1711024 - Deiliskipulag Sambyggð fjölbýli
Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir fjölbýlishúsalóðir við Sambyggð. Deiliskipulags svæðið er stækkað.
1.Sambyggð 14 a og b verða sömu stærðar 14x38 m en snúa nú norður-suður. Bílastæði innan lóða (P20) ekið inn af botnlanga.
2.Botnlangi styttur og snúningsvæði fært fjær hringtorginu.
3.Bílastæði við götu tekin út.
4.Sambyggð 16, lóð breytt og nær nú utan um öll bílastæði en sérstakur bílskúrareitur fellur út.
5.Sambyggð 18 færist um 2.5 metra nær Sambyggð 2-4 og Sambyggð 20 um 4 metra fjær götu. Bil milli blokka jafnað út.
6.Göngustígur við Ölfusbraut færist nú um 4.5 metra frá götu. Göngustígur fyrir innan þetta græna belti og mön færist því nær götu.
7.Innakstur frá Ölfusbraut er feldur út.

Bókun nefndar:
Samþykkt
8. 1706010 - Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar
Uppfærð tillaga af deiliskipulagi lögð fram til samþykktar.
Helstu breytingar.
1. Búð er að bæta aðgengi að baklóðum rað- og parhúsa
2. Parhúsum fækkað.
3. Raðhúsum fjölgað
4. Bætt er inná uppdrátt svæði fyrir verslun og þjónustu (athugasemd Skipulagsstofnunar)

Samþykkt að gera breytingar á einbýlishúsalóðum og endurskoða nöfn á götum.
9. 1302033 - Skipulagslýsing fyrir Borgargerði
Deiliskipulag fyrir Borgargerði
Bókun fundar: Samþykkt
Deiliskipulagið nær yfir Borgargerði L186452 sem er 7240 m2, Borgargerði 1 sem er 9655 m2, L208949, Borgargerði 2 sem er 13810 m2, L 208950 og Borgargerði 3 sem er 23667 m2, L208951.
Á Borgargerði er einnar hæðar íbúðarhús og bílageymsla. Á lóðinni Borgargerði 1 er byggingarreitur fyrir íbúðahús og útihús. Komið er hesthús. Á Borgargerði 2 er ekkert mannvirki en byggingarreitur fyrir íbúðahús. Borgargerði 3 er byggingarreitur fyrir íbúðahús, útihús. Sótt er um, innan Borgargerðis 3 að byggja mannvirki í samræmi við aðalskipulag 2010-2022 á lóðum sem eru 0,5-3 ha, íbúðarhús, gestahús og bílgeymslu. Einnig fyrir landspildur sem eru 2-10 ha má byggja eitt íbúahús, eitt frístundahús auk annarra bygginga til landbúnaðar innan marka nýtingarhlutfalls sem er 0,05.
Skipulagslýsing hefur verið kynnt og er deiliskipulagið tilbúið til auglýsingar.
10. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Breytt deiliskipulag lagt fram til samþykktar, breytingar voru gerðar eftir athugasemdir umsagnaraðila. Því sem breytt var, tengingum við stofnbraut var fækkað, lóðir aðlagaðar vegna staðsettningu hringtorgs, lóðir/lóðarmörkum breytt við stofnbraut.
Deiliskipulag samþykkt.
11. 1810046 - Aðal- og deiliskipulag Ingólfshvoll
Inngangur
Uppdráttur þessi sýnir lóðina Ingólfshvoll lóð Inr. 189676, í Ölfusi.
Uppdráttur byggist á áðurgerðu deiliskipulagi sem ekki hafði verið tekið tillit til við gerð núgildandi aðalskipulags.
Ingólfshvoll lóð hefur verið stækkuð, og er stærð hennar í dag 31615,4 m2.
Á lóðinni er einn byggingarreitur merktur B1,
Fyrirhugað er að endurvekja starfsemi ferðaþjónustu, með gistingu í þar til gerðum húsum.
Markmið tillögunnar er að reka gistingu í samvinnu við Reiðhöllinni / Fákaseli og Ingólfshvoli.
Lóðin sem og byggingarreitur afmarkast samkvæmt hnitpunktum á uppdrætti.
Byggingarreitur er hafður rúmur svo hægt sé að velja hentuga staðsetningu fyrir mannvirkin. Nú þegar liggur vegurinn á svæðið og mun honum verða framlengt þar sem þurfa þykir miðað við staðsetningu húsa.

Afgreiðsla: Fyrir liggur óveruleg breyting á aðalskipulagi, reit V12, um uppbyggingu á þjónustubyggingum innan reitsins.
Samþykkt að afgreiða deiliskipulag í samræmi við aðalskipulagið. Tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir. Umræða var um deiliskipulagið. Kallað eftir að deiliskipulagið verði endurskoðað af hönnuði. Ekki er talin þörf á lýsingu vegna deiliskipulags þar sem lýsingin í aðalskipulaginu er samþykkt og deiliskipulagið verður í samræmi við hana.
12. 1803034 - Aðalskipulagsbreyting Bláengi
Fyrir liggur nýtt deiliskipulag og breytt aðalskipulag í landi Grásteins í Ölfusi.
Breytt aðalskipulag tekur fjölgunar íbúða og íbúðarlóða en fyrir liggur samþykkt deiliskipulag frá því í feb. 2017 þar sem gert er ráð fyrir 10 íbúðarlóðum og heimilt að byggja allt að 500 m² á hverri lóð.

Afgreiðsla:
Björn Kjartansson vék af fundi.
Samþykkt að heimila aðalskipulagsbreytingu, skv. 2 mg.36 gr. skipulagslaga (minni háttar breyting) með að fjölga íbúðum í allt að 16 á 10 íbúðarlóðum.
13. 1812026 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar
Nýjar lóðarúthlutunarreglur lagðar fram til samþykktar
Samþykkt
14. 1812025 - Gjaldskrá breytingar
Lögð er fram breytt gjaldskrá til samþykktar.
Frestað
15. 1812032 - Afnot af athafnasvæði
Sigurður Halldórsson fyrir hönd PureNorth Recycling óskar eftir heimild til afnota af athafnasvæði Sorpstöðvarinnar að Kirkjuferju sem notað verður fyrir millilager hráefna fyrir endurvinnslu félagsins.
Erindið samræmist ekki aðalskipulagi, ekki er um að ræða geymslu né athafnasvæði heldur aflagt sorpurðunarsvæði.
16. 1812029 - Lóðarleigusamningur Laxabraut 1
Fyrir liggur erindi frá Ingólfi Snorrasyni fyrir hönd Landeldis ehf. um endurskoðun afhendingu og greiðsluskilmála á lóðaleigusamning að Laxabraut 1.
SBU gerir ekki athugasemdir við frestun á meðan unnið er við umhverfismatið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?