Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 101

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.02.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Sigurður Jónsson embættismaður, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902005 - Viðhaldsdýpkun og efnislosun á Þorlákshöfn.
Umsögn verður afgreidd í samráði við Hafnarstjórn
2. 1902020 - Vatnsveita Þorlákshafnar. Reglubundið eftirlit.
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands- vatnsból Unubakka lögð fram til kynningar.
Staðsetning vatnsbóls er í samræmi við gildandi aðalskipulag til 2022. Við endurskoðun aðalskipulagsins er unnið að nýrri staðsetningu vatnsbóla, við Unubakka og á Hafnarsandi. Varðandi viðhaldsþætti hefur verið brugðist við og unnið samkvæmt innra eftirliti á vatnsbólinu.
3. 1901039 - Endurnýjun starfsleyfa Lýsi hf.
Mótekin eru erindi fyrir Lýsi hf. frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
1. Nýtt starfsleyfi fyrir heitloftþurrkun fiskafurða og pökkun, á Víkursandi 1, fyrir 80.000 tonn á sólarhring til 12 ára. Ekki eru gerðar athugasemdir við starfsleyfið, enda verður unnið skv. lögum og reglugerðum um meðferð og geymslu afurða.
2. Endurnýjun starfsleyfis fyrir lifrabræðslu, lýsisvinnslu, móttöku og geymslu lýsis við Hafnarskeið, til 12 ára. SBU áréttar að lyktarmengandi starfsemi sé víkjandi á svæðinu. SBU mælir með að starfsleyfi séu ekki veitt nema til eins árs í senn meðan áhrif lyktarmengunar eru metin í kjölfar flutninga á heitloftsþurrkun Lýsis á Víkursand.
4. 1902006 - Lækur 171773, landskipti
Landeigendur óska eftir stofnun lóðar útúr landeigninni Lækur, heiti nýrra landeigna verði Lækur 4
Samþykkt eru landsskipti á jörðinni Lækur, nýstofnaðar lóðir eru 17,61 og 50,97 samtals 68,58 ha.
5. 1902011 - Stofnun lóða Ásnes og Rauðilækur
Vegagerðin sækir um stofnun 2 lóða vegna vegsvæðis annars vegar úr landi Rauðalæks, landn. 186507, heildarstærð 13.223 fm og hins vegar úr landi Ásness, landn. 204163, heildarstærð 4.468 fm.
Samþykkt
6. 1901004 - Áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar
Mörk friðlýsingar skv. erindi umhverfisstofnunar þarfnast endurskoðunar að mati SBU og leggur SBU fram hnitasett kort sem sýnir mörk æskilegs svæðis ásamt rökstuðningi.
7. 1902042 - Aðstaða fyrir brimbrettafólk
Sótt er um f/H Black Beach Tours og Black Beach Cottage, leyfi/afnot af landi vestan megin við Hafnarskeið 65 að vegi. sjá fylgiskjal.
SBU fagnar áformum um frekari uppbyggingu ferðaþjónustuaðila á svæðinu, gerir ekki athugsemd við afnot svæðis í samræmi við erindi enda afturkræf. SBU óskar eftir frekari gögnum s.s. uppdrætti og nánar lýsingar á starfseminni enda þarf starfsemi að samræmast gildandi skipulagi svæðisins.
8. 1902045 - Norðan norðurbyggðar - Fjölgun íbúða
Sverrir Sigurjónsson, fyrir hönd Prospero, óskar eftir því að fjórar raðhúsalengjur í hverfi norðan Norðurbyggðar verði breytt í deiliskipulagi.

Skipulag gerir ráð fyrir að lengjurnar sem eru 33,9m x 12,3m að grunnfleti og gerir ráð fyrir 3 íbúðum. Ósk er um að að hver fái að hýsa 5 íbúðir. Þá yrðu þá tvær 88 fm íbúðir og þrjár 55 fm íbúðir í hverri lengju.

Lóðir á svæðinu hafa ekki verið auglýstar. SBU leggur til að málsaðili sækji um lóðir þegar þær verða auglýstar.
9. 1902047 - Íbúafundur fyrir deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt
Til samþykktar er að halda almennan íbúafund vegna deiliskipulagsbreytinga í Gljúfurárholti, þar á meðal fjölgun íbúða.
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 6. mars nk. kl. 17.00-18.00 í dreifbýli. Íbúum í Gljúfurárholti og hagsmunaaðilum verður sent sérstakt fundarboð í bréfpósti.

Lagt fram.
Fundargerð
10. 1902005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 2
Samþykkt
10.1. 1902023 - Ísleifsbúð 11-19 Umsókn um lóð
Kristinn Bjarnason sækir um lóðina Ísleifsbúð 11-19 til byggingar raðhúss
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
10.2. 1902026 - Básahraun 41 Umsókn um lóð
Guðlaugur Orri Gíslason sækir um lóðina Básahraun 41 til byggingar einbýlishús
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
10.3. 1902029 - Klængsbúð 6-8 Umsókn um lóð
Sturla Rúnar f/h SÁ hús ehf. sækir um lóð til byggingar raðhúss.
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
10.4. 1902030 - Klængsbúð 17-19 Umsókn um lóð
Sturla Rúnar f/h SÁ hús ehf. sækir um lóð til byggingar raðhúss.
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Bókun: Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og SÁ hús ehf. fær úthlutaða lóðina Klængsbúð 6-8 er umsókninni synjað samkv. gr 3.5. í reglum um úthlutun lóða.
Niðurstaða þessa fundar
10.5. 1902024 - Unubakki 50 Umsókn um lóð
Kristinn Bjarnason fyrir hönd sækir um lóðina Unubakki 50 til byggingar iðnaðarhúss
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
10.6. 1902021 - Klængsbúð 6-8 Umsókn um lóð
Júlíus Þór Júlíusson sækir um lóð til byggingar raðhúss.
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Bókun: Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og Júlíus Þór Júlíusson fær úthlutaða lóðina Klængsbúð 17-19 er umsókninni synjað samkv. gr 3.5. í reglum um úthlutun lóða.
Niðurstaða þessa fundar
10.7. 1902022 - Klængsbúð 17-19 Umsókn um lóð
Júlíus Þór Júlíusson sækir um lóð til byggingar raðhúss.
Niðurstaða 2. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt
Niðurstaða þessa fundar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?