Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 35

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.03.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Kristín Magnúsdóttir formaður,
Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Jónsson aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Rekstraryfirlit fyrir janúar 2019 lagt fram.
Tekjur eru 14,8 mkr (aukning um 27,5% frá fyrra ári).
Rekstrarkostnaður 14,5 mkr.
Hagnaður af rekstri er um 0,3 mkr. m.v. 2 mkr. tap á sama tíma í fyrra.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 1902038 - Aðgangur að flotbryggju.
Lagt fram bréf frá Krösus ehf. dagsett 14.2. 2019 þar sem ítrekuð er beiðni félagsins um betri aðstöðu fyrir báta félagsins sem starfrækir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Fyrir liggur verðkönnun frá Króla í flotbryggju í lið 6.

Málið rætt.
3. 1812010 - Þorlákshöfn. Breytingar á svæði við Kuldabola.
Lagt fram tilboð frá Öryggisgirðingum ehf. í girðingu og hlið á svæðinu við Kuldabola dags. 11. mars.

Samþykkt samhljóða að taka tilboðinu og hafnarstjóra falið að vinna að framgangi málsins.
4. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkun
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 13. mars s.l. þar sem fram kemur ákvörðun stofnunarinnar um að viðhaldsdýpkun hafnarinnar sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Lagt fram til kynningar.
5. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn
Lagt fram tilboð frá Damen í nýjan dráttarbát.
Fjárfesting í dráttarbáti er ekki möguleg nema með aðkomu ríkisins.
Alger einhugur er innan hafnarstjórnar um þetta brýna hagsmuna- og öryggismál.

Nefndin samþykkir samhljóða að þrýsta á bæjarstjórn og Vegagerðina að fá fjárfestinguna samþykkta með því m.a. að vísa í mikilvægi þess vegna komu Mykiness til Þorlákshafnar en núverandi dráttarbátur hafnarinnar er of lítill til að sinna sífellt meiri vöruflutningum um höfnina og stærri skipum sem koma til hafnarinnar.
6. 1703030 - Þorlákshöfn: Smábátahöfn, flotbryggjur
Hafnarstjóri lagði fram teikningar og verðhugmyndir frá Króla ehf. í flotbryggju.

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Króla hf. um kaup á flotbryggjum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá fyrirtækinu.
7. 1506070 - Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði
Hafnarstjóri kynnti deiliskipulag hafnarsvæðisins.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?