Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 103

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.04.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu:  formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Sigurður Jónsson embættismaður, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1802055 - Kléberg 3, byggingarleyfi bílgeymsla
Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu. samkv. teikningum frá Sigurði Þ Jakobssyni.
Bókun fundar: byggingaráform samþykkt að undangenginni grenndarkynningu fyrir eigendum Klébergs 5 og Heinberg 22. Byggingarleyfi verður gefið þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

Eiríkur V. Pálsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
2. 1904039 - Reykjabraut 22. umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslum á lóðir 20 og 22
Bókun fundar: byggingaráform samþykkt að undangenginni grenndarkynningu fyrir eigendum Selvogsbraut 31 og Selvogsbraut 39. Byggingarleyfi verður gefið þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

Eiríkur V. Pálsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
3. 1811032 - Byggingarleyfi Ísleifsbúð 2-8
Sæmundur S. Gíslason. f/h Trésmiðju Sæmundar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 6 íbúða raðhúsi.
Bókun fundar: deiliskipulag heimilar fjölgun íbúða um 1.íbúð á lóð. Ísleifsbúð 2-8 er skilgreind sem 4.íbúða lóð.
Allur tilfallandi kostnaður svo sem vegna breytinga á tengingum veitna fellur á málsaðila.

Eiríkur V. Pálsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
4. 1904037 - Reykjadalur Framkvæmdir í Dalnum
Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Reykjadal, staðsetning á Ölfusrétt
Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjadal. Um er að ræða óverulega breytingu þar sem bætt er við tákni fyrir fjárrétt á deiliskipulagsuppdráttinn.

Bókun fundar: SBU samþykkir að grenndarkynna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara með málið áfram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 1903025 - Deiliskipulag 9-an
Deiliskipulag við Egilsbraut 9, Sunnubraut og Mánabraut. Tilboð frá Ask arkitektum
Bókun fundar: SBU leggur til að bæjarráð samþykki tilboð ASK arkitekta.
6. 1904032 - T-Bær Selvogi deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi fyrir T-Bæ í Selvogi. Skipulagið áður auglýst. Í aðalskipulagi segir að helst eigi að deiliskipuleggja allt hverfisverndarsvæðið með einni tillögu. Það hefur ekki gengið eftir. Nú tekið fyrir lóð T-Bæjar með deiliskipulagi. Áður en byggingarleyfi verður gefið út fyrir stækkun á veitingahúsinu sýni eigendur landsins að nægt slökkvivatn sé til staðar og fráveitumannvirki fyrir reksturinn hafi fengið jákvæða umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Skipulagssvæðið markast af 12120 m2 lóð úr landi jarðarinnar Torfabær og liggur við veg að Strandarkirkju. Lóðin er skráð viðskipta- og þjónustulóð í Þjóðskrá.
Bókun fundar: Lóðin er innan hverfisverndar fyrir Selvoginn og skal öll uppbygging taka mið af því að innan hverfisverndarinnar er mikið af minjum um byggð frá fyrri tímum. Halda skal byggingarframkvæmdum í lágmarki og þess gætt að þær leiði til eins lítillar röskunar og kostur er. Á lóðinni er veitingahús um 100 m2, gisti- og aðstöðuhús fyrir ferðamenn, lítið salernishús og tjaldsvæði. Forsendur fyrir deiliskipulaginu er að áframhald verði á veitinga- og gistiaðstöðu (tjöld og hjólhýsi) á svæðinu. Skilmálar fyrir lóðina er að heimilt er að byggja þjónustu/aðstöðuhús fyrir núverandi starfsemi og stækka núverandi hús um allt að 150 m2, í allt að 250 m2, innan byggingarreits fyrir þjónustuhúsið. Einnig heimilt að byggja allt að 60 m2 geymslu innan byggingarreit fyrir geymsluhús. Hús skulu vera á einni hæð og mesta hæð á húsi má vera 6 m frá núverandi landhæð. Mænisstefna eins og á núverandi húsi eða þvert á hana. Vegagerðin hefur samþykkt aðkomu að lóðinni frá vegi að Strandarkirkju og skal uppbygging á bílastæði vera í samræmi við það. Bílastæðin innan lóðar T-Bæjar og bílastæðið fyrir rútur aðskilið frá veginum með inn og út keyrslu. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,05.
7. 1903042 - Hveragerði, deiliskipulagsbreytingar
Hveragerðisbær kynnir deiliskipulagsáætlanir til umsagnar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðisins.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Lystigarðinn Fossflöt.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sunnan Suðurlandsvegar.

Bókun fundar: lagt fram.
Afgreiðsla: Tillögurnar að breytingum á deiliskipulagi fyrir miðsvæðið, fyrir Lystigarðinn við Fossflöt og athafnasvæði ið Vorsabæ, sunnar Suðurlandsvegar, teknar fyrir. Þess skal gætt að fráveitumannvirki frá svæðinu séu í samræmi við kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sé ekki verði mengun frásvæðunum sem fari í Varmá.
8. 1903049 - Gljúfurárholt 13 og 14 deiliskipulag
Fyrirspurn um deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 13 og 14.
Sýnd er ein tillaga fyrir báða reitina.
Gljúfurárholt 13 er 3.08 ha. Sýndir eru tveir byggingarreitir, U1 og U1, hvor 40 x 100 m fyrir byggingu á landbúnaðarbyggingu eða fyrir starfsemi sem aðalskipulagið heimilar. Nýtingarhlutfall 0.05 með mænishæð mest 7 m yfir gólfplötu.
Einnig er byggingarreitur Í1 fyrir íbúðahús 54 x 50 m fyrir íbúðarhús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu sambyggðri við íbúðahús eða stakstæðri.
Á lóðinni nr 14 sem er 3.06 ha er einn byggingarreitur U2, 60 x 70 m fyrir byggingu á landbúnaðarbyggingu eða fyrir starfsemi sem aðalskipulagið heimilar. Nýtingarhlutfall 0.05 með mænishæð mest 7 m yfir gólfplötu.
Einnig Í2 fyrir íbúðahús 80 x 50 m fyrir íbúðarhús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu sambyggðri við íbúðahús eða stakstæðri.
Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að byggja á 2-10 ha landbúnaðarlandi eitt íbúðahús, eitt frístundahús auk annarra byggingar m.a til landbúnaðarnota í samræmi við nýtingarhlutfall. Heimilt er þar sem aðstæður leyfa að hafa sérhæfðar byggingar fyrir léttan iðnað svo fremi að heildarstærð fari ekki yfir 1500 m2. Markmiðið með þessu ákvæði er að gefa kost á nýtingu húsakosts sem fyrir er á jörðinni með minniháttar háttar viðbótum og breytingum á þeim.

Bókun nefndar:
Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir F11 sem þessar lóðir eru innan.
Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni, verður deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 13 og 14 auglýst samhliða.
9. 1904035 - Deiliskipulag. Gljúfurárholt land 10
Lýsing á skipulagsvæðinu.
Deiliskipulagssvæðið er lóð upphaflega úr landi Gljúfurárholts, í sveitarfélaginu Ölfusi. Lóðin er 11.26 ha L199504. lóðin er austan við Hvammsveg vestanverðan, skammt ofan við þjóðveg1. Í lóðarmörkum austan rennur áinn Gljúfursá. Svæðið er ekki deiliskipulagt. Engin mannvirki eru á lóðinni sem er að mestu framræst graslendi. Nýtingarhlutfall fyrr lóðina er 0,05 sem heimilar byggingarmagn 5630 m2. Svæðinu er skipt upp í þrjár einingar. S1 fyrir uppbyggingu á stofnun með byggingarmagn stofnun 1500 m2 og áhaldahús 700 m2, samtals 2200m2.
Á reit S2 er fyrirhugað að byggja fjórar starfsmannaíbúðir/hús, samtals 600 m2, gróðurhús 400 m2 og áhaldahús 200 m2, samtals 1200 m2.
Á reit S3 er fyrirhugað að byggja lítil hús fyrir ferðaþjónustu, hvert hús 20-35 m2 auk aðstöðuhúss. Heildarbyggingarmagn ekki gefið upp á reit S3. Miðað við teikningu gæti verið um 12 hús að ræða auk aðstöðuhúss, eða um 490 m2.
Samtals byggingarmagn er um 3900 m2. Ekki kemur fram á uppdrættinum hvernig fráveitumannvirki verða uppbyggð svo Heilbrigðiseftirlit Suðurlands geti gefið umsögn um þá uppbyggingu. Á uppdrætti er vitnað í að atnið komi frá einkaveitu í nágrenninu. Engin einkaveita er á þessu svæði, en vatnsveitan Berglind liggur að Gljúfurárholti, fyrsta áfanga íbúðarbyggðar. Á uppdrætti kemur ekki fram hver þörfin er fyrir slökkvivatn.

Bókun nefndar:
Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir F11 sem þessi lóð er innan.
Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni, verður deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 10 auglýst samhliða.
10. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8
Eigandi lands Gljúfurárholt land 8 hefur lagt fram tillögu um deiliskipulag fyrir landið. Tillagan byggir á greinargerð með aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 um byggingar á landbúnaðarlandi. Þar segir að á 2-10 ha er heimilt að byggja eitt íbúðarhús, eitt frístundahús auk annarra bygginga m.a. til landbúnaðarnota í samræmi við nýtingarhlutfall sem er 0,05. Uppgefið er í deiliskipulagstillögu að landið sé 4.1 ha, tvískipt þar sem nýr tengivegur fer í gegnum landið. Heimilt byggingarmagn á 4.1 ha er 2050 m2. Tillagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi allt að 150 m2, hesthús með reiðaðstöðu og kaffistofu allt að 1600 m2 og tækjaskemmu allt að 300 m2 eða samanlagt 20150 m2. Lýsing með deiliskipulaginu fylgir ekki með. Tillagan að deiliskipulaginu með allt að 2050 m2 á 4.1 ha lands er í samræmi við það sem heimilt er að byggja á landbúnaðarlandinu.
Bókun fundar: Frestað.
Heimilt er að taka deiliskipulagið til afgreiðslu í samræmi við gildandi aðalskipulag að uppfylltum ábendingum.
Skipulagslýsing skal fylgja með deiliskipulaginu. Heimilt er að hafa hana hluta af deiliskipulaginu og fer þá deiliskipulagið þannig í kynningu. Gera skal grein fyrir fráveitumannvirkjum, lýsingu á þeim og staðsetningu. Hönnuður skal gera grein fyrir vatnsþörf fyrir slökkvivatn fyrir mannvirkin á lóðinni.
11. 1904021 - Reykjabraut 2, Deiliskipulag
Stáss arkitektar leggja inn, fyrir hönd Jórunnar S Birgisdóttur og Guðlaugs Tryggva Stefánssonar, ósk um að fara í og hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu fyrir Reykjabraut 2, samhliða vinna deiliskipulag.
Erindið er tvíþætt:
1. Breyta á notkun húss í íbúðarhúsnæði og innrétta 7 íbúðir til langtíma útleigu.
Íbúðir á jarðhæð hafa sérinngang en íbúðir á efrihæð nýta sameiginlegt stigahús. Sbr. innsend gögn.
Stærð íbúða er á bilinu 24-33 fm.
2. Auka nýtingu lóðar og bæta við byggingarmagni. Byggja á tvær tveggjahæða byggingar á lóðinni Önnur nýbyggingin yrði staðsett í suður enda lóðarinnar og hin á norðurhluta. Nýbyggingar eru tvö fjölbýlishús hvort með 8-10 íbúðum, stærðir 60-75 fm.

Reykjabraut 2 er nú hluti af V1; ætlað þjónustu-, skrifstofu og verslunarsvæði.
Greinargerð og lýsing fylgir innsendum gögnum.

Meðeigandi húss, Míla, gefur samþykki sitt fyrir breyttri notkun skv. gögnum.

Bókun fundar:
Samþykkt er að unnið verði deiliskipulag samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið og að lögð verði fram skipulagslýsing sbr. 2.mgr. 40 gr. skipulagslaga, fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

Sigurður Ósman Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
12. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón
Deiliskipulag fyrr Fiskalón. Um er að ræða þrjár lóðir, lóð A -Fiskalón L171701 sem liggur beggja vegna Þorlákshafnarvegar. Lóðin er 83.047 m2.
Lóðir B, Fiskalón 3822 m2 og lóð C, Bakrangur 2500 m2, þar má byggja einbýlishús upp á tvær hæðir auk kjallara. Þakhalli frá 1°til 45°. Nýtingarhlutfall 0,25.
Auglýsingartími var til og með 17. apríl 2019

Bókun fundar: Á auglýsingartíma kom ein athugasemd, frá Vegagerðinni, um vegtengingu niður á svæðið neðan við þjóðveginn. Búið er að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar og var vegtengingin sett þar sem Vegagerðin samþykkti. Deiliskipulagið verður áritað og sent til Skipulagsstofnunar með ósk um heimild til birtingar í B deild Stjórnartíðinda.
13. 1808011 - Aðalskipulag, lýsing aðalskipulagsbreytinga
Aðalskipulagsbreyting fyrir F11. Reiturinn F11 verður feldur út og svæðið skilgreint sem landbúnaðarland og svæði fyrir þjónustustofnanir á allt að 2 ha landi. Svæðið tekur yfir þrjár skilgreindar landspildur, samtals 20 ha. Breytingin tekur til Gljúfurárholts lands 10, L199504, lands 13, L225761 og lands 14, L225762. Spildurnar verða að stærstum hluta skilgreindar sem landbúnaðarland þar sem m.a. veður heimilt að hafa fasta búsetu samanber ákvæði í gildandi aðalskipulagi.
Bókun fundar: Samþykkt.
Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu á F11 er til umsagnar hjá Skipulagsstofnun með ósk um að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst.
14. 1903040 - Aðalskipulagsbreyting. Kvíarhól D
Magnús Ingberg Jónsson eigandi Kvíarhóls D óskar eftir að fá heimild til að stofna viðskipta og þjónustulóð úr hluta Kvíarhóls D.
Samkv. drögum um mögulega staðsetningu.

Bókun fundar: Hafnað.
Erindið er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.
15. 1904034 - Stofnun lóða Laxabraut
Stofnun lóða á iðnaðarsvæði við Laxabraut. Vatnaskil unnu fyrr sveitarfélagið skýrslu um hvernig grunnvatn og jarðsjór er á svæðinu frá Þorlákshöfn að Keflavík, um 5 km frá bænum. Fiskeldisfyrirtækin hafa kynnt í gögnum sínum að taka þurfi upp mikið magn af grunnvatni og jarðsjó til reksturs eldisstöðvanna. Einnig var skoðað hvar framtíðar vatnsból fyrr bæinn myndi vera staðsett með allt að upptöku á 500 l/sek.
Í skýrslunni kom fram að hafa þarf bil á milli eldisfyrirtækjanna svo áhrifin á upptöku á grunnvatni og jarðsjó verði sem minnst á milli þeirra. Vatnaskil kynnti tillögu að skiptinu á svæðinu frá Laxabraut 9 vestur að Keflavík. Fyrir liggur tillaga að stofnun lóða á þessu svæði fyrir eldisfyrirtæki og þar innan væri Landeldi með lóð en fyrirtækið fær nýja lóð í stað Laxabrautar 1.

Bókun fundar: Tillaga að stofnun lóða frá Laxabraut 9 vestur að Keflavík, samþykkt. Á svæðið koma Laxabraut 11 við hlið Laxabraut 9 og síðan Laxabraut 13 og 15 sem liggja saman, Laxabraut 17, 19 og 21 liggja saman og þar verða lóðir fyrir Landeldi. Síðan Laxabraut 23 og 25 sem liggja saman, Laxabraut 27 sem stendur ein. Laxabraut 29 kæmi við hliðina á lóð sem er til staðar í Keflavík og hefur númerið 19. Sú lóð verður þá nr. 31 eftir stofnun lóðanna.
16. 1904038 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2019
Tillaga lögð fram um hver hljóti umhverfisverðlaun Ölfuss 2019. Verðlaunin verða afhent á sumardaginn fyrsta á árlegri hátíð í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi
Bókun fundar: Nefndin ræðir hugsanlega handhafa viðurkenningar og kemst að niðurstöðu. Verðlaun verða veitt á sumardaginn fyrsta.
17. 1711019 - Deiliskipulag: Gljúfurárholti
Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu, tillaga Cassaro ark ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrsta áfanga Gljúfurárholts. Tillagan gerir ráð fyrir að heimila byggð á svæðinu fyrir 112-126 íbúa. Tillagan gerir ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum. Á lóðunum Klettagljúfur 1-7 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 2-12 verði heimiluð einbýlis- og tvíbýlishús. Hellugljúfur 1 og 2 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 9-23 verði heimiluð einbýlis-, tvíbýlis- og fjölbýlishús með allt að 5 íbúðum í hverju húsi. Lámarksstærð hverrar íbúðar á þessum lóðum sé minnst 60 m2. Innan byggingarreits eins og skipulagstillagan sýnir, er gert ráð fyrir að hægt sé að vera með hesthús innan byggingarreits á öllum lóðum þar sem svæðið er skástrikað. Fjarlægðarmörk fyrir hesthús eru þessi samkvæmt samningi um uppbyggingu á hverfinu.Hesthús verði minnst 40 m fjarlægð frá íbúðahúsum aðliggjandi lóða og eða í minnst 25 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Ennfremur í minnst 100 m fjarlægð frá mörkum aðliggjandi jarða þar sem það á við. Heimilt er að vera með gróðurhús innan byggingarreits. Tillagan var auglýst til kynningar frá 8. desember 2017 til 19. janúar 2018 með athugasemdafresti til sama tíma. Athugasemdir bárust frá: Eigendum einbýlishúsa í Kletta- og Hellugljúfri.
Afgreiðsla nefndar: Hafnað.
Í ljós hefur komið að tillagan er ekki send inn fyrir hönd allra eigenda fasteigna á svæðinu eins og gert var ráð fyrir og fram kom í erindi með tillögunni. Tillagan mætir andstöðu nokkurs fjölda hagsmunaaðila á svæðinu. Tillagan er að auki í ósamræmi við gildandi aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða en skv. gildandi aðalskipulagi er hámarksfjöld íbúða 20 eins og núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Tillögunni er því hafnað með vísan til athugasemda og þess að hún samræmist ekki aðalskipulagi.
Unnið er að heildarendurskoðun aðalskipulags Ölfuss, umsækjandi getur sent inn nýtt erindi um að málið verði tekið fyrir sem hluti af endurskoðun.
Mál til kynningar
18. 1903022 - Deiliskipulagsbreyting Iðnaðarsvæði Fjölgun lóða
Bókun nefndar. Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?