Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 310

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.05.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Grétar Ingi Erlendsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.
Fyrir bæjarráði lá afrit af rekstraryfirliti frá 01.01.2019 til 31.03. 2019.
Samanburður við sama tímabil 2018 sýnir að skatttekjur hækka á milli ára um 8% eða rétt rúmlega 33 milljónir.
Gjöld vegna félagsþjónustu hækka á milli ára um 15% og fara úr 60,6 milljónum í 70 milljónir, fræðslu- og uppeldismál hækka um 6% og fara úr 221 milljón í 235 milljónir og æskulýðs- og íþróttmál hækka um 10% og fara úr 56 milljónum í 62 milljónir.
Fyrir bæjarráði lá einnig afrit af fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss og yfirlit yfir fjárfestingar það sem af er árs.
Þar kemur fram að kostnaður vegna verklegra framkvæmda sem verið hafa í undirbúningi hefur ekki nema að litlu leyti komið fram.
Hluti af gatnagerð sem fyrirhuguð er hefur verið boðin út og tilboð fengin og munu verklegar framkvæmdir hefjast von bráðar.
Undirbúningur og endurskoðun á framkvæmd við byggingu fimleikahúss er einnig á loka metrunum og ættu framkvæmdir að geta hafist á vordögum.
2. 1905005 - Akstur fatlaðra.
Fyrir bæjarráði lá afrit af samningi um akstur fatlaðra milli sveitarfélagsins og Levart ehf sem hefur verið í gildi frá 12. júní 2012 en rennur út 30. júní 2019. Levart hefur ekki í hyggju að framlengja samningnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að láta fram fara verðkönnun meðal fyrirtækja og skila tillögum um frekari framvindu þessarar mikilvægu þjónustu á næsta fundi ráðsins.
3. 1905006 - Umsókn um launalaust leyfi.
Fyrir bæjarráði lá beiðni um launalaust leyfi starfsmanns leikskólans Bergheima til eins árs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita starfsmanninum launalaust leyfi til eins árs.

4. 1905007 - Staða verkefnastjóra - sérfræðings við Umhverfis- og framkvæmdasvið.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá byggingafulltrúa/sviðsstjóra þar sem óskað er eftir heimild til að ráða verkefnastjóra/sérfræðing við umhverfi- og framkvæmdasvið vegna mikil álags í tengslum við vöxt sveitarfélagsins.
Um er að ræða stöðu sem síðan í október hefur verið tímabundin og því ekki um að ræða fjölgun frá því sem verið hefur síðan þá.

Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða og felur bæjarstjóra að auglýsa stöðuna.

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Við hjá O-listanum tökum undir að bæta þurfi í skipulagssviðið starfskrafti og fögnum því að staðan verði auglýst".

5. 1901025 - Jafnlaunavottun Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjarráði lágu drög að starfsmannastefnu, launastefnu, jafnréttisáætlun og jafnlaunstefnu.
Gögn þessi eru liður í vinnu við jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið.

Bæjarráð þakkar kynninguna og felur starfsmönnum að leggja fullmótaðar tillögur fyrir ráðið á næsta fundi þess.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Lagt fram til kynningar.
7. 1905002 - Yfirlit innheimtumála Motus hf.
Fyrir bæjarráði lá yfirlit yfir þróun innheimtumála sveitarfélagsins hjá Motus hf.
Þar kemur m.a. fram að stofnuðum kröfum vegna vanskila við sveitarfélagið fækkaði um 3,8% milli ára og afturköllunarhlutfall fór úr 9,6% árið 2017 í 1,2% árið 2018.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
8. 1901019 - Verkefnisstjórn Þorláksskóga.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá verkefnastjórn Þorláksskóga.
Í erindinu kemur ma. fram að óskað sé eftir:

a) Að sveitarfélagið hlutist til um gerð nýtingarskipulags fyrir svæðið. Skipulagið verði unnið í þéttu samstarfi við Landgræðsluna og Skógræktina og aðlagað endurheimtar-og skógræktaráætlun verkefnisins.

b) Að Sveitarfélagið Ölfus ráði verkefnisstjóra í hlutastarf til næstu fimm ára til að sinna uppbyggingu verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að óska eftir því við skipulagsnefnd að hún leiði gerð nýtingarskipulags fyrir svæðið.

Bæjarráð vill með öllum hætti standa þétt að verkinu í samræmi við þau markmið sem sett voru við upphaf verkefnissins árið 2016.
Í því samhengi má til að mynda líta til þess að umhverfisstjóri sveitarfélagsins er tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið og getur ef til vill eftir atvikum gengt að hluta hlutverki verkefnastjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?