Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 36

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.05.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Kristín Magnúsdóttir formaður,
Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Jónsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrsta ársfjórðung 2019.
Tekjur hafa aukist um 11,9% milli ára.
Hlutdeild hafnarinnar vegna dýpkunar er gjaldfærð á tímabilinu um 12 milljónir kr.
Þá er launakostnaður 18,7% hærri en árið áður.
Hagnaður af rekstri er um 20 milljónir kr. á tímabilinu samanborið við 28,5 milljónir kr. árið áður aðallega vegna fyrrgreinds dýpkunarkostnaðar.

Nefndin þakkar upplýsingarnar
2. 1808003 - Þorlákshöfn: Mannbjörg aðstaða til sjósetningar björgunarbáts
Lögð fram verklýsing í upptökuramp við höfnina.
Einnig lagt fram tilboð frá Smávélum ehf. í verkið að upphæð kr. 6.849.700. m/vsk.

Tilboðið samþykkt samhljóða.
Leitað var til þriggja aðila og skilaði einn formlegu tilboði.
3. 1601007 - Þorlákshöfn Starfsmannamál.
Lögð fram beiðni frá hafnarstjóra um að auka stöðugildi við höfnina um eitt vegna afleysinga og krafna um eftirlit við tollahlið.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að veita hafnarstjóra heimild til að ráða í tímabundið starf við höfnina til loka septembermánaðar.
Sá tími skal notaður til að endurskoða starfsmannamál hafnarinnar með tilliti til vaktafyrirkomulags, mönnunarþarfar, starfslýsinga, vinnuálags og fl.

4. 1905011 - Körfuknattleiksdeild Þórs beiðni um styrk og samstarfssamning.
Lögð fram beiðni frá Körfuknattleiksdeild Þórs um styrk og samstarfssamning.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til bæjarráðs og telur best fara á því að allar styrkbeiðnir til Sveitarfélagsins Ölfuss og stofnana þess séu afgreiddar á samræmdan máta af því ráði sem fer með styrkjamál almennt.


Fundargerðir til kynningar
5. 1601009 - Hafnasamband Íslands Fundargerðir
Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands frá 15. febrúar, 22. mars og 10. apríl s.l. lagðar fram.

Til kynningar.
6. 1905015 - Fundargerðir Siglingaráðs.
Fundargerðir Siglingaráðs frá 8. nóvember, 13. desember, 10. janúar og 10. apríl s.l. lagðar fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?