Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 104

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.05.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:  formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson embættismaður, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Kristin Pálsson, Starfsmaður skipulags- bygginga-og umhverfissviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1905052 - Unubakki 21 - Stækkun lóðar
Hannes Sigurðsson, f.h. Unun ehf, óskar eftir stækkun á lóð Unubakka 21, innan iðnaðarsvæðis I1. Stækkun lóðar er til vesturs, allt að 2.000 m2. Stækkun tekur mið af nærliggjandi umhverfi. Markmið er að byggja við núverandi húsnæði sbr. innsent erindi.
Afgreiðsla fundar: Heimilt er að breyta deiliskipulagi með það að markmiði að stækka lóð og byggingarreit, umsækjandi skal greiða gjöld vegna þess skv. gjaldskrá.
2. 1801001 - Byggingarleyfi Mastur fyrir 112
Neyðarlínan rekur neyðar og öryggisfjarskipti fyrir land og sjó. Við þurfum að endurnýja mastur við Grindavík. Við útreikninga fyrir nýtt mastur þá er niðurstaðan sú að það væri betur staðsett við ströndina vestan Þorlákshafnar.
Afgreiðsla fundar: Samþykkt að kynna staðarval á allt að 60-70 metra háu mastri staðsett norðan við Suðurstrandaveginn, vestan við iðnaðarsvæði Víkursands og að deiliskipulagi verði breytt.
3. 1711030 - Selvogsbraut 41, byggja við og ofan á húsið
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting unnin af Eflu verkfræðistofu.
Um er að ræða stækkun á núverandi verslunarhúsi um eina hæð og viðbyggingu. Með hækkun hússins og stækkun eykst skuggavarp lítillega.

Afgreiðsla fundar: Óskað er eftir uppfærðum gögnum og nýjum uppdrætti þar sem betur er gert grein fyrir fjölda íbúða, aðkomu og fjölda bílastæða. Að því loknu er samþykkt að deiliskipulagið fari í lögbundið ferli og auglýsingu.
4. 1905029 - Ísleifsbúð 11-19 11R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur V. Pálsson sækir um f/h lóðarhafa byggingarleyfi fyrir raðhúsi. samkv. teikningum frá PRO-ARK teiknistofa
Afgreiðsla fundar: Samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi, sem heimilar að gera tvö þriggja íbúða raðhús.
Eiríkur V. Pálsson víkur af fundi.
5. 1904041 - Stofnun lóðar úr landi Kross
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Hringvegar 1 og Ölfusvegar. Lóðin er stofnuð úr landi Kross, landn. 171756. Stærð vegsvæðis 17.049 fm., landeigandi dánarbú Eyrúnar Þorláksdóttur.
Afgreiðsla fundar: Samþykkt
6. 1905036 - Umferðaröryggi. Sambyggð
Ábendingar hafa borist vegna umferðarhraða við Sambyggð.
Afgreiðsla fundar: Umræða um málið, SBU telur að heppilegast sé að setja hraðahindrun í Sambyggð vegna ábendinga og væntanlegs frekari umferðarþunga vegna uppbyggingar á svæðinu. Vinna skal hugmyndir og frekari kostnaðaráætlun.
SBU leggur til að unnin verður heildar umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýli og dreifbýli.
7. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð Vesturbakka.
Ný staðsetning á móttökustöð
Afgreiðsla nefndar: SBU leggur til að unnin verða gögn um nýja staðsetningu fyrir móttökustöð sem kynnt verða íbúum.
8. 1905038 - Hreinsunarátak. 2019
Skoða þarf hvaða leiðir/aðferðir er hægt að gera til að minnka fok úr endurvinnslu tunnum. Aukning hefur verið mjög mikil á foki á plasti, pappa og öðrum endurvinnanlegu hlutum eftir tilkomu nýrrar tunnu.
Afgreiðsla nefndar: SBU leggur til að kynntar verði fyrir íbúum fyrirbyggjandi aðgerðir og einnig verði fyrirtæki hvött til fyrirbyggjandi aðgerða. SBU leggur til að komið verði til móts við fyrirtæki með afslætti að gjaldskyldu innan ákveðins ramma.

SBU vill einnig þakka forsvarsmönnum plokkar í Þorlákshöfn fyrir undirbúning og utanumhald hreinsunarátaks.
9. 1905040 - Ærslabelgur
SBU leggur til við bæjarráð að Sveitarfélagið Ölfus kaupi ærslabelg og hugmynd að staðsetningu, er flötin milli Ráðhús og Skrúðgarðs.
Afgreiðsla fundar: SBU leggur til að skoða staðsetningu við eða í skrúðgarðinum. Grenndarkynna skal staðsetningu fyrir nærliggjandi íbúum.
Skipulags- og byggingarsviði í samstarfi við Umhverfisstjóra er falið að fara betur yfir staðarval, kostnað og framkvæmd.
10. 1905047 - Leiksvæði á opnum svæðum
SBU óskar eftir að Umhverfisstjóri komi með hugmynd og fái tilboð í fjölbreyttari leiktæki við Grunnskóla Þorlákshafnar og jafnframt skoði hvort þörf sé á nýjum leikssvæðum t.d Búðarhverfi og eða endurbóta á þeim sem fyrir eru.
Afgreiðsla nefndar: Hefja þarf hönnun á leikvelli við Búðarhverfi og fá kostnaðaráætlun í þá framkvæmd. Einnig vill SBU fá hugmynd frá hönnuði og kostnaðaráætlun við að bæta leiksvæði s.s. við grunnskóla og fá úttekt á öðrum leiksvæðum þannig að í framhaldinu væru til hugmyndir hvernig mætti bæta leiksvæði í sveitarfélaginu almennt.
11. 1901019 - Verkefnisstjórn Þorláksskóga.
Bæjarstjórn vísaði til SBU að vinna nýtingarskipulag fyrir Þorláksskóga. Fyrir bæjarstjórn var erindi frá verkefnastjórn Þorláksskóga þar sem kynning var hugmynd um uppgræðsluna og möguleikana sem hægt væri að nýta svæðið fyrir. Í erindinu segir að sveitarfélagið hlutist til um gerð nýtingarskipulags fyrir svæðið. Skipulagið verði unnið í þéttu samstarfi við Landgræðsluna og Skógræktina og aðlagað endurheimtar- og skógræktaráætlun verkefnisins.
Afgreiðsla fundar: Samþykkt er að unnin verði heildarskipulag fyrir svæðið. Boðað verði til fundar með verkefnastjórn Þorláksskóga ásamt formanni SBU og skipulagsfulltrúa.
12. 1810068 - Alifuglabú að Læk 2
Lagt er til að ákvörðun sveitarfélagsins varðandi breytta notkun á húsnæði að Læk 2 í Ölfusi sem tekin var í skipulags- bygginga- og umhverfisnefnd þann 21. mars 2019 og síðan staðfest af bæjarstjórn 28. mars 2019 verði afturkölluð og erindi eigenda Læk 2 (mál 1810068) aftur tekið til meðferðar hjá SBU.
Afgreiðsla nefndar: SBU fellst á þá kröfu að taka málið aftur til meðferðar og grenndarkynna málið.
13. 1904036 - Deiliskipulagsbreyting. Ferjukot.
Sótt er um breytingar á deiliskipulagi, helstu breytingar eru.
Nýr reitur fyrir ferðaþjónustuhús norðan við aðkomuveginn merktur nr. 3. Þar er fyrirhugað að byggja lítil ferðaþjónustu- og aðstöðuhús. Á reit nr. 1. er staðsett fyrirhugað íbúðarhús.

Breyting á greinagerð.
Í kaflanum byggingarskilmálar bætist við: Byggingarreitur 3: heimilt er að byggja allt að 6. lítil einnar hæðar ferðaþjónustuhús, hvert með tveim rýmum og 1. aðstöðuhús.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga.
14. 1903025 - Deiliskipulag 9-an
Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á reitnum Egilsbraut 9, bæta við lóðum sunnan við Sunnubraut og lóðir sunnan við Háaleiti og Egilsbraut 19. Allt íbúðasvæði er innan Í8 í aðalskipulagi sem segir lágreist raðhús og parhús. Fjöldi íbúða 20-28. Við Mánabraut og Sunnubraut eru komnar 24 íbúðir.
Fyrirhugað er að bæta við 4 íbúðum sunnan við Sunnubraut 6-8 og 5-7. Sunnan Háaleiti og Egilsbraut 19 er fyrirhugað að bæta við 16 íbúðum. Í heild er fyrirhugað að bæta við 20 íbúðum.
Heildar fjöldinn fari í 44 íbúðir. Samhliða deiliskipulagi væri gerð aðalskipulagsbreyting um fjölgun íbúða innan Í8.

Afgreiðsla fundar: Samþykkt að lýsing fyrir deiliskipulag innan Í8 og aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúða, fari í kynningu. Kynning á aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 30. gr. og fyrir deiliskipulag samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 23/2010.
SBU leggur til ábendingu um að heimilt verði að byggja parhúsin með eða án bílskúra og einnig að bæta við þeim möguleika að í stað bílskúra geti parhús orðið þriggja eininga raðhús. Samþykkt er óveruleg breyting á aðalskipulagi innan Í8 með markmið um að fjölga íbúðum.
15. 1905030 - Deiliskipulags breyting. lóð fyrir spennistöð
Sigurður Þ Jakobsson sækir um f/h Rarik ohf. leyfi fyrir deiliskipulags breytingu til að stofna lóð undir spennistöð úr lóðinni Óseyrarbraut 16. samkv. tillögu gerða af Eflu verkfræðistofu.
Afgreiðsla fundar: Samþykkt að stofna nýja lóð úr Óseyrarbraut 16 með aðkomu frá götunni Þorláksvör.
17. 1605021 - Skipulag, Reykjadalur stígur
Kynnt var óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Reykjadal. Á gildandi deiliskipulagi er sýndur staður þar sem gerði er. Óverulega breytingin nær til að gera rétt þar sem gerið var.
Erindið þar kynnt 2015 fyrir LBHÍ að Reykjum sem landeiganda og Hveragerðisbæ. Búið var að svara rökum Hveragerðisbæjar.

Afgreiðsla: Grenndarkynningu lokið og verður óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Reykjadal þar sem fjárréttin er sett inn, árituð og sett í B-deild Stjórnartíðinda.
19. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8
Eigandi lands Gljúfurárholt land 8 hefur lagt fram tillögu um deiliskipulag landsins dags. 17 jan. 2019. Skipulagið tekur til um 4,6 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir nýju íbúðahúsi, hesthúsi/reiðskemmu og tækjaskemmu, samtals um 2.050m². Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi og því ekki þörf á skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsins.
Umfjöllun var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Afgreiðsla fundar: Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga, þegar bætt hefur verið inn umfjöllun um öflun neysluvatns.
Umsækjandi skal leggja til staðfestingu á tengingu við vatnsveitu.
20. 1901031 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9
Eigandi lands Gljúfurárholt land 9 hefur lagt fram tillögu um deiliskipulag landsins dags. 17 jan. 2019. Skipulagið tekur til um 17,4 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir 3 nýju íbúðahúsa lóðum, Í1 og Í2 eru 2.774m² og Í3 5.000m², heimilt er að reisa íbúðarhús og bílskúr/skemmu, allt að 500m² á einni eða tveimur hæðum. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi og því ekki þörf á skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsins.
Afgreiðsla nefndar: Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga, þegar bætt hefur verið inn umfjöllun um öflun neysluvatns.
Umsækjandi skal leggja til staðfestingu á tengingu við vatnsveitu.
21. 1905049 - DSK Breyting á miðbæ
Breyting á samþykktu deiliskipulagi fyrir M1 frá 2008. Markmið breytingar er að minnka skipulagsmörk og fella út byggingarreit fyrir verslunarmiðstöð. Í stað verður aðgengi fyrir blokkir að Ölfusbraut 2-12 breytt með nýrri aðkomu sem tengist einnig við heilsugæsluna í Þorlákshöfn. Tryggir þetta betra umferðarflæði íbúa. Með breytingunni gefst svigrúm til að deiliskipuleggja áframhaldandi uppbyggingu um Selvogsbraut og "Móa" án árekstra við núverandi skipulag, sbr. gögn.

Landmótun hefur gefið hagstætt tilboð í verkið.

Afgreiðsla fundar: Samþykkt að unnin verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við gögn.
22. 1905050 - Deiliskipulag fyrir Kambastaði
Deiliskipulagið tekur til tæplega 6 ha svæðis, Mánastaða 1, Mánastaða 2 og Kambsstaða. Skipulagið tekur til þriggja lóða þar sem heimilað verður að byggja íbúðarhús og eftir atvikum aðrar byggingar. Aðkoma að svæðinu er frá Þorlákshafnarvegi (38) og um Bæjarhverfisveg (3740). Skipulagið í samræmi við skilmála til uppbyggingar á landbúnaðarlandi sbr. Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022.
Lögð er fram deiliskipulagstillaga, dags. 24. Feb. 2019.

Afgreiðsla fundar: Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu í samræmi við 41 gr. skipulagslaga.
Umsækjandi skal leggja til staðfestingu um tengingu við einkaveitu fyrir neysluvatn.
23. 1905051 - Deiliskipulag Mánastaðir 1 og 2
Deiliskipulagið tekur til tæplega 6 ha svæðis, Mánastaða 1, Mánastaða 2 og Kambsstaða. Skipulagið tekur til þriggja lóða þar sem heimilað verður að byggja íbúðarhús og eftir atvikum aðrar byggingar. Aðkoma að svæðinu er frá Þorlákshafnarvegi (38) og um Bæjarhverfisveg (3740). Skipulagið í samræmi við skilmála til uppbyggingar á landbúnaðarlandi sbr. Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022.
Lögð er fram deiliskipulagstillaga, dags. 24. Feb. 2019.

Afgreiðsla fundar: Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu í samræmi við 41 gr. skipulagslaga.
Umsækjandi skal leggja til staðfestingu á tengingu við einkaveitu fyrir neysluvatn.
24. 1904001 - Gljúfurárholt Land 23
Fyrirspurn um deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 23 og 24.
Sýnd er ein tillaga fyrir báða reitina.
Landið í heild sinni er 5.6ha jörð sem áður hét Gljúfurárholt Land 11 sem skipt hefur verið upp.
Gljúfurárholt 23 er 4.6 ha. Sýndir eru þrír byggingarreitir. Í1 íbúðarhús, F1 frístundahús og A1 útihús. Hámarkshæð Í1 og F1 er 10m, A1 er 6m.
Gljúfurárholt 24 er 1 ha. Sýndir eru tveir byggingarreitir. Í2 íbúðarhús og G1 gestahús. Hæð Í2 er 10m og G1 er 6m.
Byggingar skulu rúmast innan byggingareits en reiturinn er hafður vel rúmur svo hægt
verði að hagræða húsi á sem heppilegastan stað út frá grundun þeirra.
Hámarks nýtingarhlutfall lóða skv. aðalskipulagi 0,05
Sveitarfélagið hefur þegar auglýst aðalskipulagsbreytingu fyrir F11 sem þessar lóðir eru innan.

Bókun fundar: Samþykkt er að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Gljúfurárholt 23 og 24.
Umsækjandi skal leggja til staðfestingu á tengingu við vatnsveitu.
Fundargerðir til staðfestingar
25. 1905005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 4
Fundargerð afgreiðslunefndar nr. 4 lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla fundar: Samþykkt
Eiríkur V. Pálsson víkur af fundi.
25.1. 1905016 - Klængsbúð 17-19. umsókn um lóð
Þorvaldur Guðmundsson sækir um f/h Hrímgrund ehf. lóð til byggingar raðhúss.
Afgreiðsla: Samþykkt
25.2. 1812037 - Unubakki 50. Lóðarumsókn
Gísli G. Jónsson sækir um lóð f.h. Bíliðjunnar ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
25.3. 1902028 - Umsókn um lóð
Jón Valur Smárason, f/h. Pró hús ehf., sækir um lóð fyrir fjölbýli að Ölfusbraut 2-4.

Sveitarfélagið Ölfus auglýsti í febrúarmánuði eftir áhugasömum framkvæmdaraðilum til þess að byggja upp fjölbýli í miðbæ Þorlákshafnar skv. skipulagi frá 2007. Skilyrt var að byggja eina heild á þremur samliggjandi lóðum.
Pró hús ehf, sótti eitt fyrirtækja um og gaf bæjarstjórn, á 265. fundi, vilyrði fyrir úthlutun svæðis skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Samþykkt
25.4. 1902028 - Umsókn um lóð
Jón Valur Smárason, f/h. Pró hús ehf., sækir um lóð fyrir fjölbýli að Ölfusbraut 10-12.

Sveitarfélagið Ölfus auglýsti í febrúarmánuði eftir áhugasömum framkvæmdaraðilum til þess að byggja upp fjölbýli í miðbæ Þorlákshafnar skv. skipulagi frá 2007. Skilyrt var að byggja eina heild á þremur samliggjandi lóðum.
Pró hús ehf, sótti eitt fyrirtækja um og gaf bæjarstjórn, á 265. fundi, vilyrði fyrir úthlutun svæðis skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Samþykkt
25.5. 1902027 - Umsókn um lóð
Jón Valur Smárason, f/h. Pró hús ehf., sækir um lóð fyrir fjölbýli að Ölfusbraut 6-8.

Sveitarfélagið Ölfus auglýsti í febrúarmánuði eftir áhugasömum framkvæmdaraðilum til þess að byggja upp fjölbýli í miðbæ Þorlákshafnar skv. skipulagi frá 2007. Skilyrt var að byggja eina heild á þremur samliggjandi lóðum.
Pró hús ehf, sótti eitt fyrirtækja um og gaf bæjarstjórn, á 265. fundi, vilyrði fyrir úthlutun svæðis skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Samþykkt
25.6. 1905028 - Klængsbúð 6-8 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent L. Fróðason sækir um f/h lóðarhafa byggingarleyfi fyrir raðhúsi.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.7. 1904047 - Nesbraut 25. umsókn um byggingarleyfi
Tækniþjónusta SÁ sækir um byggingarleyfi f/h Ísþórs hf. fyrir mhl. 14-16 og 17.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.8. 1904012 - Pálsbúð 18. Umsókn um byggingarleyfi
Guðjón Magni Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Verkfræðistofa Ívar Hauksonar ehf
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.9. 1905033 - Sambyggð 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur V. Pálsson sækir um f/h Pró hús ehf. byggingarleyfi fyrir 12. íbúða fjölbýlishúsi á 2. hæðum. Samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofu.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.10. 1903048 - Klettagljúfur 19. umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á eldra byggingarleyfi ásamt breytingum samkv. teikningum gerðar af Artitus ehf. dags. 20.02.2019
Helstu breytingar eru, bætt er við nýrri bílgeymslu ásamt smávægilegum útlitsbreytingum.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.11. 1803005 - Stöðuleyfi, Kléberg 3
Framlenging á stöðuleyfi í 6. mánuði vegna byggingarframkvæmda á lóð.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Mál til kynningar
16. 1903032 - Landsskipulagsstefna, lýsing
Skipulagsstofnun kynnir lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu.
Afgreiðsla fundar: Máli vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
18. 1905008 - Skipulagsmál - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Korpulína
Reykjarvíkurborg kynnir fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets í austurhluta borgarinnar. Megin atriði breytingartillögu mun snúa að legu Korpulínu 1 (132 kV),frá tengivirki að Geithálsi að tengivirki við Korpu, við Vesturlandsveg. Með breytingu á legu línunnar er áformað að færa hana í jörð. Í breytingartillögu verður einnig hugað að lítilsháttar tilfærslu á legu Rauðavatnslínu 1.
Afgreiðsla fundar: Lagt fram. Ekki voru gerðar athugasemdir við gögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?