Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 312

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.06.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari, Sandra Dís Hafþórsdóttir .
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.
Fyrir bæjarráði lá afrit af rekstraryfirliti frá 01.01.2019 til 30.04. 2019.
Samanburður við sama tímabil 2018 sýnir að skatttekjur hækka á milli ára um 9% eða rétt rúmlega 49 milljónir.
Gjöld vegna félagsþjónustu hækka á milli ára um 14% og fara úr 82 milljónum í 94 milljónir, fræðslu- og uppeldismál hækka um 5% og fara úr 296 milljón í 312 milljónir og æskulýðs- og íþróttmál hækka um 10% og fara úr 72 milljónum í 79 milljónir.
Fyrir bæjarráði lá einnig afrit af fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss og yfirlit yfir fjárfestingar það sem af er árs. Þar kemur fram að fjárfestingar vegna verklegra framkvæmda það sem af er ári nemi tæplega 19 milljónum en áætlað er að framkvæma fyrir 314 milljónir á árinu.
2. 1906001 - Tjaldstæði Þorlákshöfn
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna bruna á þjónustuhúsi við tjaldsvæðið.
Þar kemur fram að tjónið hafi verið úrskurðað altjón og sveitarfélagið fái rúmar 2,3 milljónir greiddar í tjónabætur.

Í minnisblaðinu leggur íþrótta og æskulýðsfulltrúi til eftirfarandi tillögur:

a. Tjaldstæðið verði haft opið í sumar á forsendum þeirra bráðabirgðaúrræða sem þegar hefur verið gripið til.
b. Keypt heilsárshús með 5 salernum. Áætlaður kostnaður er um 10 milljónir.
c. Eldra húsið verði lagfært og nýtt í sumar og það síðan selt eða nýtt annarstaðar í sveitarfélaginu.
d. Hið nýja hús verði sett niður á haustdögum þegar umferðin um svæðið verður orðið minni.

Bæjarráð samþykkir ofangreint samhljóða og felur bæjarstjóra að ganga frá viðauka þar að lútandi.
3. 1905005 - Akstur fatlaðra.
Í framhaldi 2. máli í fundargerð 310. fundar bæjarráðs fjallaði bæjarráð um mögulega verðkönnun vegna samninga við verktaka um akstur fatlaðra.

Fram kom að fyrir liggur afstaða lögmanns um að ekki dugar að ráðast í verðkönnun heldur kalla lög á að verkið verði boðið út.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjórar fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs vinni minnisblað um kosti og galla þess annarsvegar að bjóða verkið út og hinsvegar að fjárfesta í bíl og ráða starfsmann til verksins.
4. 1705013 - Leikskólinn Bergheimar Aukning stöðugilda.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá leikskólastjóra Leikskólans Bergheima.
Í erindinu er óskað eftir heimild til að bæta við einu stöðugildi frá 14. ágúst nk. vegna fjölgunar barna á leikskólanum samhliða fjölgun íbúa í sveitarfélaginu almennt.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að börnum sé að fjölga í sveitarfélaginu og felur sviðstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs að vinna með leikskólastjóra að viðbrögðum þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Til upplýsingar.
6. 1905048 - Verklagsreglur vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu barna.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Unicef þar sem sveitarfélögin eru hvatt til að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.

Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til úrvinnslu hjá skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Samþykkt samhljóða.
7. 1905070 - Sameiginlegt útboð á raforkukaupum.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Ríkiskaupum þar sem sveitarfélagin er boðið að taka þátt í útboði á raforkukaupum. Ríkiskaup reikna með því að útboðið verði auglýst í júní og samningur verði kominn á í september 2019.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í útboðinu.
8. 1905043 - Orlof húsmæðra 2019.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu.
Í erindinu kemur fram að heildarkostnaður Ölfuss vegna starfsins nemur 243.289 kr.

Bæjarráð samþykkir samhljóða kostnaðinn fyrir sitt leyti.


9. 1905046 - Háskólafélag Suðurlands aðalfundur 2019.
Fyrir bæjarráði lá skýrsla stjórnar- og framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands í kjölfar aðalfundar 2019.
Enn fremur lá fyrir ársreikningur fyrir árið 2018.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
10. 1905059 - Starfsmannamál. Ráðning talmeinafræðings við grunnskóla og leikskóla
Fyrir bæjarráði lá erindi skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn og leikskólastjóra Bergheima þar sem óskað er eftir heimild til auglýsa 50% stöðu talmeinafræðings hjá sveitafélaginu frá 1. september 2019.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að staðan verði auglýst svo fremi sem kostnaður vegna hennar rúmist innan fjárhagsáætlunar.
Þá óskar bæjarráð eftir minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna framvindu þessara mála.
11. 1905011 - Körfuknattleiksdeild Þórs beiðni um styrk og samstarfssamning.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs sem óskað var eftir stuðningi við deildina.
Erindið var upphaflega sent á hafnarstjórn með ósk um styrk frá hafnarsjóði.
Bæjarráð lýsir yfir einlægum áhuga á að standa þétt við bakið á Körfuknattleiksdeild Þórs eins og öðrum íþróttaliðum í Ölfusi.
Minnt er á að í gangi er samstarfssamningur sem unnið er eftir sem gerir ráð fyrir rekstrarstyrk til deildarinnar.
Sá samningur tryggir körfuknattleiksdeildinni 2.195.000 kr. árlega.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa körfuknattleiksdeildar Þórs með ofangreint í huga.
12. 1905023 - Beiðni um styrk
Fyrir bæjarráði lá erindi frá styrktarfélaginu Strókurinn þar sem óskað var eftir styrk að upphæð 50 til 300 þúsund.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?