Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 105

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.06.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1808009 - Skipulagslýsing, Skyggnir úr Kirkjuferjuhjáleigu
Deiliskipulag fyrir lóð sem stofnuð er úr Kirkjuferjuhjáleigu, 10,7 ha og nefnist Skyggnir, L226002. Fyrirhugað er að byggja eitt frístundahús, hesthús og gestahús. Aðkoma er frá Kirkjuferjuvegi nr. 3915. Deiliskipulagið er í samræmi við staðfest aðalskipulag Ölfuss, 2010-2022 um uppbyggingu á landbúnaðarlandi. Skilgreindir eru tveir byggingarreitir, B1 og B2. Innan byggingarreits B1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 frístundahús og tvö gestahús sem hvert þeirra getur verið allt að 40 m2.
Kvöð er á landi Kirkjuferjuhjáleigu um umferðarrétt fyrir aðkomu að landi Skyggnis.
Innan B2 er heimilt að byggja allt að 300 m2 hesthús. Mænishæð allt að 6 m yfir gólfkóta jarðhæðar. Mænisstefna og þakgerð frjáls. Vatnslögn Bakkarárholtsveitu/Berglindar liggur um land Skyggnis og skal gæta að henni við framkvæmdir.

Afgreiðsla: Samþykkt að heimila að tillaga að deiliskipulagi fyrir land Skyggnis fari í lögboðinn kynningar- og auglýsingarferil.
3. 1903035 - Skráning á landeign Þóroddsstaðir 2 lóð I
Laxaflutningar ehf. sækja um stofnun lóða úr Þóroddsstöðum 2, landnr. L171825 sem er fyrir breytingu var 92274.0 m2 en verður 77654.8 m2. Ný lóð Þóroddsstaðir 2 lóð 1 verður 14619.2 m2 að stærð. Ný lóð Þóroddstaðir 2 lóð 1 sameinast síðan Þóroddstaðir lóð I2 L222137 sem er fyrir sameiningu 30157.5 m2 en verður 44776.7 m2.
Afgreiðsla: Samþykkt.
4. 1612011 - Deiliskipulag: Vötn.
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagslýsing fyrir Vötn Lóð, lnr. 195051, 30.640 m2. Stofnuð úr röðinni Vötn, L171818.
Landið er á aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus 2010-2022 skipulagt sem landbúnaðarsvæði. Í greinargerð með skipulaginu eru skilmálar fyrir byggingar á landbúnaðarsvæðum; lóðir 2-10 ha: Heimilt er að byggja 1 íbúðarhús, 1 frístundahús auk annarra bygginga m.a. til landbúnaðarnota í samræmi við nýtingarhlutfall.
Ætlunin er að skipuleggja byggingareit fyrir 1 íbúðarhús, 1 sumarbústað og hús til búrekstrar.

Afgreiðsla: Samþykkt að skipulagslýsing verði kynnt umsagnaraðilum í samræmi við 40 gr. skipulags 112. 2010
5. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón
Deiliskipulag fyrir Fiskalón. Ábendingar Skipulagsstofnunar um eftirfarandi:
Gera grein fyrir starfseminni sem fyrr er ásamt fyrirhuguðum breytingum.
Gera grein fyrr byggingaráformum og e.t.v. áfangaskiptingu vegna umfangs uppbyggingarinnar.
Staðsetningu bygginga frá þjóðvegi samkvæmt gr. 5.3.2.5í skipulagsreglugerð.
Gera grein fyrir vatnsöflun og tilgreina vatnstökusvæði og verndarsvæði.
Gera grein fyrir frárennsli og frágangi á lóðum.
Laxar fiskeldi ehf tilkynntu til Skipulagsstofnunar 16. febrúar 2017 um fyrirhugaða aukningu á framleiðslu úr 20 tonnum í 100 tonn af laxaseiðum á ári að Fiskalóni. Skoða þarf hvort stækkunaráformin eigi enn þá við og hvort starfsemin á svæðinu sé háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Afgreiðsla: samþykkt. Deiliskipulags tillaga hefur verið uppfært eftir ábendingar Skipulagsstofnunnar og greinagerð send Skipulagstofnun. Deiliskipulag tilbúið til birtingar b-deild stjórnartíðinda.
6. 1904021 - Reykjabraut 2, Deiliskipulag
Stáss Arkitektar fyrir hönd eiganda Reykjabrautar 2 leggja fram skipulagslýsingu sem nær fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir húsnæði og lóð að Reykjabraut 2.
Breyting á aðalskipulagi leggur upp með að breyta notkun húss til íbúðanota. Stefnt er að því að minnka V1 reit verslunar og þjónustu sem nær yfir lóðina og breyta í Í4 reit íbúðabyggðar.
Við deiliskipulagsgerð er stefnt að auknu byggingarmagni á lóð se er 2337.6m2. Pósthúsið mun hýsa 7 smærri íbúðir til langtímaleigu en á lóð verður gert ráð fyrir að hægt sé að reisa reisa tvö tveggja hæða fjölbýli með 8 55-60m2 íbúðum í hvoru húsi til sölu.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að setja nýja skipulagslýsingu fyrir Reykjabraut 2 í lögboðið kynningarferli. Íbúum og hagsmunaaðilum gefst tækifæri á að senda inn athugasemdir sem teknar verða fyrir í nefndinni.
7. 1706010 - DSK Norðurhraun
Lögð er fram aðalskipulagslýsing til samþykktar og auglýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi fyrir hverfi norðan byggðar í Þorlákshöfn, Í6.
Samhliða er til samþykktar endanlegur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Eftir fyrri afgreiðslu nefndarinnar er þörf á aðalskipulagsbreytingu vegna fjölgun íbúða sem orðið hefur á svæðinu. Aðalskipulagsbreyting miðast við að fjölga íbúðum úr 51 í 75.
Byggingarreitir, skipulagsmörk og innviðir eru óbreyttir.

Afgreiðsla: Samþykkt að heimila aðalskipulagsbreytingu, skv. 2 mg. 36 gr. skipulagslaga með að fjölga íbúðum á svæðinu í allt að 75 íbúðir. Samþykkt er að setja breytinguna í lögboðið ferli.
8. 1906020 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun tilraunaniðurrennslisholu á HE-55 í Hverahlíð
Heiða Aðalsteinsdóttir fyrir hönd Orka náttúrunnar sækir hér með um framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaholu til niðurrennslis á teig HE-55 í Hverahlíð.

Framkvæmd þessari er ætlað að svara því hvort svæðið í kringum HE-55 henti betur fyrir niðurrennsli en fyrir vinnslu. HE-55 var ekki nægilega heit til vinnslu, en talið er að þetta svæði sé hluti af kaldara svæði en það sem er í kring. HE-55 er boruð til suðvesturs, en HN-18 verður stefnuboruð til suðausturs í sprungusveim sem talinn er vera hluti af þessu sama kaldara svæði og HE-55 var boruð í.

Afgreiðsla: Samþykkt
 
Gestir
Ingvi Gunnarsson - 00:00
9. 1906021 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun á þremur rannsóknarholum í landi Ness
Sverrir Óskar Elefsen fyrir hönd landeiganda sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun á 3 tilraunaholum. Fyrirtækið AquaOmnis kannar nú möguleika á því að hefja vatnsvinnslu í Nesi, Ölfusi og hefur ráðið verkfræðistofurnar Mannvit og Vatnaskil sér til ráðgjafar.
Fyrirhugað vinnslusvæði er norðan Suðurstrandarvegs.
Í tengslum við þessi áform er nauðsynlegt að bora rannsóknarholur á umræddu svæði, til skoðunar á jarðfræði svæðisins, dýpi á grunnvatnsborð og þykkt ferskvatnslinsu.Um er að ræða þrjár rannsóknarholur, þar af eina kjarnaholu og tvær loftboraðar holur. Holurnar eru
allar við vegslóða í landi Ness.

Afgreiðsla: Samþykkt
Nefndin vill nýta tækifærið og benda á að boranir eru alltaf annað hvort tilkynningar- eða framkvæmdarleyfisskildar. Framkvæmdir skulu ekki hefjast fyrr en umsögn eða leyfi hefur verið veitt.
Fundargerð
10. 1906002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 5
Afgreiðsla: Lagt fram
10.1. 1905066 - Pálsbúð 5 umsókn um lóð
BV verk ehf. sækir um lóð fyrir einbýlishús
Afgreiðsla: Samþykkt
10.2. 1905065 - Pálsbúð 7 umsókn um lóð
BV verk ehf. sækir um lóð fyrir einbýlishús
Afgreiðsla: Samþykkt
10.3. 1905064 - Pálsbúð 11 umsókn um lóð
BV verk ehf. sækir um lóð fyrir einbýlishús
Afgreiðsla: Samþykkt
10.4. 1905063 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð
Hnullungur ehf. sækir um lóðir fyrir raðhús
Afgreiðsla: Synjað
Þar sem 5 umsækjendur eru um lóðina fer fram spiladráttur að viðstöddum umsækjendum.

Samþykkt að úthluta Skientia ehf. lóðina
10.5. 1905057 - Klængsbúð 21-23. umsókn um lóð
Jóhann Friðrik Haraldsson sækir um lóð f/h Skientia ehf. til byggingar raðhúss.
Afgreiðsla: Samþykkt
Þar sem 5 umsækjendur eru um lóðina fer fram spiladráttur að viðstöddum umsækjendum.

Samþykkt að úthluta Skientia ehf. lóðina
10.6. 1905060 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð
Haukur Óskarsson sækir um lóð fyrir raðhúsi.
Afgreiðsla: Synjað
Þar sem 5 umsækjendur eru um lóðina fer fram spiladráttur að viðstöddum umsækjendum.

Samþykkt að úthluta Skientia ehf. lóðina
10.7. 1905061 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð
Kolbrún Steinunn Hansdóttir sækir um lóð fyrir raðhúsi.
Afgreiðsla: Synjað
Þar sem 5 umsækjendur eru um lóðina fer fram spiladráttur að viðstöddum umsækjendum.

Samþykkt að úthluta Skientia ehf. lóðina
10.8. 1905062 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð
Thelma Sif Þórarinsdóttir sækir um lóð fyrir raðhúsi.
Afgreiðsla: Synjað
Þar sem 5 umsækjendur eru um lóðina fer fram spiladráttur að viðstöddum umsækjendum.

Samþykkt að úthluta Skientia ehf. lóðina
10.9. 1906017 - Sambyggð 18 umsókn um lóð
Jón Valur Smárason f/h Pró-hús ehf sækir um lóð fyrir fjölbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
10.10. 1906016 - Sambyggð 20 umsókn um lóð
Jón Valur Smárason f/h Pró-hús ehf sækir um lóð fyrir fjölbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
10.11. 1905055 - Reykjabraut 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Pro-ark f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sem er sambyggð bílageymslu á lóðinni Reykjabraut 20. samkv. teikningum fráPro-ark ehf. dags. 15.05.2019
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.12. 1904043 - Stóragerði lóð 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi á vélaskemma. samkv. teikningum frá Húsey ehf. dags. 15.04.2019
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.13. 1905056 - Reykjabraut 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Pro-ark ehf. f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sem er sambyggð bílageymslu á lóðinni Reykjabraut 22. samkv. teikningum frá Pro-ark ehf. dags. 15.05.2019
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.14. 1905042 - Þórustaðir 2 171829 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir tveimur alifuglahúsum ásamt rými til eggjasöfnunar og geymslu
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.15. 1811035 - Klængsbúð 26-28 26R. umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 3 íbúða raðhúsi. Samkv. teikningum frá Húsey ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.16. 1811034 - Klængsbúð 30-32 30R. umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 3 íbúða raðhúsi. Samkv. teikningum frá Húsey ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.17. 1905058 - Kolviðarhóll 7 umsókn um byggingarleyfi
Andri M. Sigurðsson f/h eiganda sækir um byggingarleyfi fyrir 3 dæluhúsum fyrir kaldavatnsveitur ON á Hellisheiði samkv. teikningum frá Mannvit hf. dags. 07.05.2019
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Mál til kynningar
1. 1906002 - Mælingar á neysluvatni
Að ósk sveitarfélagsins tók Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tvö sýni úr neysluvatni í Þorlákshöfn þann 7. maí sl. Matís vann úr sýnum og gaf niðurstöður þess efnis.
Vatnsból til skoðunar voru þau á Hafnarsandi og við Unubakka. Sýnin eru innan marka skv. reglugerð 536/2001.
HSL vekur þó athygli á hækkuðum gildum fimm frumefna í sýninu sem tekið var í vatnsbólinu Unubakka.


Afgreiðsla: Lagt fram.
Nefndin fagnar nýjum mælingum og eftirliti á neysluvatni íbúa í Þorlákshöfn. SHL bendir á hækkun nokkura gilda í sýni frá vatnsbóli í Unubakka, þó sýni standist reglugerð.
Til að tryggja áframhaldandi gæði neysluvatns í Þorlákshöfn verður áfram fylgst með mælingum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?