Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 269

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.06.2019 og hófst hann kl. 18:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Sesselía Dan Róbertsdóttir 2. varamaður,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Sandra Dís Hafþórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, Sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Alda Björg Kristjánsdóttir og Guðný Björg Óskarsdóttir hafa beðist undan kjöri sem varamenn í kjörstjórn sveitarfélagsins.

Lögð fram tillaga um að Katrín Hannesdóttir og Ásta Margrét Grétarsdóttir verði varamenn í kjörstjórn í þeirra stað.

Samþykkt samhljóða
2. 1906014 - Ábyrgðaryfirlýsing vegna lantöku Brunavarna Árnessýslu.
Eftirfarandi bókun lögð fram:

"Sveitarfélagið Ölfus samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 kr. til 10 ára í samræmi við skilmála láns af eigin fé með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánð er tekið.
Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu.
Sveitarfélagið Ölfus veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri tankbifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarfélagið Ölfus skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Sveitarfélagið Ölfus selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila skuldbindur Sveitarfélagið Ölfus sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta"

Samþykkt samhljóða.
3. 1906012 - Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Boðað er til aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september n.k.

Til kynningar.
4. 1906025 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Skógrækt ríkisins er varðar bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi til framtíðar, landsáætlun og landshlutaáætlanir í skógrækt. Í erindinu kynnir skógræktin þá breytingu sem varð á stjórnskipulagi skógræktar 1. júlí 2016. Þá boðar skógræktin einni að fyrirhugað sé að funda með sveitarstjórnum landsins um hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna og vísar henni til umfjöllunar í Skipulags- og umhverfisnefnd.
Fundargerðir til staðfestingar
5. 1906001F - Bæjarráð Ölfuss - 312
Liður 1 - Fjárhagsupplýsingar, lagt fram til kynningar.
Liður 2 - Tjaldsvæði, samþykkt samhljóða.
Liður 3 - Akstur fatlaðra, samþykkt samhljóða.
Liður 4 - Aukning stöðugilda við Bergheima, samþykkt samhljóða.
Liður 5 - Lagafrumvörp, lagt fram til kynningar.
Liður 6 - Verklagsreglur vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu barna, samþykkt samhljóða.
Liður 7 - Sameiginlegt útboð á raforkukaupum, samþykkt samhljóða.
Liður 8 - Orlof húsmæðra 2019, samþykkt samhljóða.
Liður 9 - Háskólafélag Suðurlands aðalfundur 2019, lagt fram til kynningar.
Liður 10 - Ráðning talmeinafræðings við grunnskóla og leikskóla, samþykkt samhljóða.
Liður 11 - Körfuknattleiksdeild Þórs beiðni um styrk, samþykkt samhljóða.
Liður 12 - Beiðni um styrk frá Styrktarfélaginu Strókurinn, samþykkt samhljóða.

Fundagerðin staðfest.
6. 1905007F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 18
Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 23. maí s.l. lögð fram.

1902049 Erindi til íþrótta- og æskulýðanefndar, samþykkt samhljóða.
1905039 Frístundastyrkir 2018, lagt fram til kynningar.
1905035 Ársreikningar og starfsskýrsla 2018, lagt fram til kynningar.
1905037 Skýrsla æskulýðs- og fræðslunefndar Háfeta 2018, lagt fram til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.7. 1906003F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 105
1. Mælingar á neysluvatni, til kynningar.
2. Skipulagslýsing, Skyggnir úr Kirkjuferjuhjáleigu, samþykkt samhljóða.
3. Skráning á landeign Þóroddsstaðir 2 lóð I, samþykkt samhljóða.
4. Deiliskipulag: Vötn, samþykkt samhljóða.
5. Deiliskipulag Fiskalón, samþykkt samhljóða.
6. Reykjabraut 2, Deiliskipulag, samþykkt samhljóða.
7. Deiliskipulag Norðurhraun, samþykkt samhljóða.
8. Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun tilraunaniðurrennslisholu á HE-55 í Hverahlíð, samþykkt samhljóða.
9. Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun á þremur rannsóknarholum í landi Ness, samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
8. 1906002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 5
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 14.06.19 lögð fram

10.1. 1905066 - Pálsbúð 5 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.2. 1905065 - Pálsbúð 7 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.3. 1905064 - Pálsbúð 11 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.4. 1905063 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.5. 1905057 - Klængsbúð 21-23. umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.6. 1905060 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.7. 1905061 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.8. 1905062 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.9. 1906017 - Sambyggð 18 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.10. 1906016 - Sambyggð 20 umsókn um lóð, samþykkt samhljóða.
10.11. 1905055 - Reykjabraut 22 umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, samþykkt samhljóða.
10.12. 1904043 - Stóragerði lóð 3 umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, samþykkt samhljóða.
10.13. 1905056 - Reykjabraut 20 umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, samþykkt samhljóða.
10.14. 1905042 - Þórustaðir 2 171829 umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, samþykkt samhljóða.
10.15. 1811035 - Klængsbúð 26-28 26R umsókn um byggingarleyfi, samþykkt samhljóða. Gestur Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins, Rakel Sveinsdóttir tók við stjórn fundarins.
10.16. 1811034 - Klængsbúð 30-32 30R. umsókn um byggingarleyfi - til staðfestingar. Gestur Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins, Rakel Sveinsdóttir tók við stjórn fundarins.
10.17. 1905058 - Kolviðarhóll 7 umsókn um byggingarleyfi, samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða
9. 1604036 - Fjallskil: Fundargerðir fjallskilanefndar.
1. Álagning fjallskila 2019, samantektir og uppgjör, samþykkt samhljóða.
2. Færsla girðingar frá Svörtu gljúfrum í Kömbum að Grafningsvegi neðri, samþykkt samhljóða.
3. Gamla réttarstæðið í landi Kröggólfsstaða, samþykkt samhljóða.
4. Viðhald á réttinni í mynni Reykjadals, samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
10. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí s.l. lögð fram.

Til kynningar.
11. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Til kynningar.
12. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 16. maí s.l. lögð fram.

Til kynningar.
13. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Til kynningar.
14. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Á fundi NOS er í 3. lið samþykkt að ráða sálfræðing í 100% starf og í 4. lið samþykkt að framlengja bakvöktum félagsþjónustu.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir tilgreinda ráðningu á sálfræðing í 100% starf hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gildandi samningur
við starfsmenn vegna bakvakta félagsþjónustunnar verði framlengdur til 1. ágúst.


Samþykkt samhljóða að júlífundur bæjarstjórnar falli niður. Næsti bæjarstjórnarfundur verður á hefðbundnum tíma í ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?