Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 315

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.09.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir .
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1902035 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2019-2022. Viðauki.
Fyrir bæjarráði lágu drög að viðaukum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.



Fyrir bæjaráði lágu viðaukar vegna breytinga sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun frá því að hún var samþykkt. Um er að ræða nettó hækkun upp á rúmlega 8 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukana.
3. 1908031 - Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Samtökum grænkera á Íslandi þar sem óskað er eftir því að dregið verði úr framboði af dýraafurðum í skólamötuneytum og draga þar með úr kolefnisspori máltíða.


Bæjarráð þakkar erindið.
4. 1908029 - Ráðningarbréf endurskoðanda.
Fyrir bæjarráði lá ráðningabréf BDO endurskoðenda sveitarfélagsins þar sem m.a. er vakin athygli á gagnkvæmri ábyrgð endurskoðenda og stjórnenda í tengslum við endurskoðun á ársreikningum.


Bæjarráð samþykkir ráðningabréfið fyrir sitt leyti.
5. 1908041 - Malarnámur í Bolaöldu
Fyrir bæjarráði lá afrit af bréfi Landverndar til Forsætisráðuneytisins þar sem fjallað er um efnistöku í Bolöldu og umgengni við námuna.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og tekur undir mikilvægi þess að umgangast efnisnámur í Ölfusi af virðingu enda leggja þær til megnið af þeim jarðefnum sem nýtt eru við framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Bæjarráð vill enn fremur lýsa einlægum vilja til að efla samstarf við Forsætisráðuneytið í því er lýtur að eftirliti með námum í sveitarfélaginu.
6. 1905005 - Akstur fatlaðra.
Fyrir bæjarráði lá tilboð frá Brimborg í bíl til aksturs fatlaðra. Tilboðið gerir ráð fyrir því að keyptur verði Ford Transit að verðmæti 5.690.000 kr. Þá gerir tilboðið ráð fyrir því að sett verði í hann bakkmyndavél og skjár fyrir 170.000 og hann sérhæfður til flutnings fatlaðra fyrir 3.100.000. Samtals að fjárhæð kr.8.959.999


Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
7. 1909001 - Kvíarhóll D-boð um kaup á landi
Erindi frá Magnúsi Ingberg Jónssyni þar sem hann býður Sveitarfélaginu Ölfus til kaups landið Kvíarhól D við rætur Silfurbergs við Ingólfsfjall.


Bæjarráð þakkar eiganda fyrir að bjóða sveitarfélaginu forkaupsrétt að þessu landi en afþakkar þó það boð.
8. 1909002 - Reglur Sveitarfélagsins Ölfuss um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikind og slysa.
Fyrir bæjarráði lágu drög að reglum Sveitarfélagsins um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda og/eða slysa.


Markmiðið með þessum reglum er að standa vörð um velferð starfsmanna og aðstoða þá við að koma aftur til starfa eftir veikindi og/eða slys. Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, gott skipulag og stjórnun fjarvista og stuðningur við endurkomu til starfa hefur áhrif á fjarveru frá vinnu. Þess vegna eru skilgreindir vinnuferlar um tilkynningar, skráningu og viðbrögð við fjarvistum vegna veikinda nauðsynlegir ásamt fræðslu og upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda um þarfar umbætur á stofnunum og deildum sveitarfélagsins.

Með reglunum eru skilgreindar leiðbeiningar um hvernig skal tilkynna veikindi og önnur forföll, hvenær skila ber vottorðum, hvernig skráningu veikinda eða annarra forfalla er háttað og hvernig standa ber að endurkomu til starfa eftir veikindi og/eða slys.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
9. 1806006 - Fræðslumál: Endurnýjun samnings um talkennslu við leik- og grunnskóla.
Fyrir bæjarráði lá verksamningur við Talstöð Signýjar ehf og Signý Einarsdóttur talmeinafræðing. Um er að ræða endurnýjun á samningi til 1. júlí 2020.



Bæjarrráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
10. 1908035 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá foreldrum leikskólabarna búsettum í Þorlákshöfn sem óska eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir leikskóladvöl utan sveitarfélagsins.

Fyrir liggur að í viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags er gert ráð fyrir þvi að ósk um leikskóladvöl fyrir barn utan lögheimilissveitarfélags stafi af eftirfarandi ástæðum:

Gera má ráð fyrir að ósk um leikskóladvöl fyrir barn utan lögheimilissveitarfélags stafi
einkum af eftirfarandi ástæðum:
1. Barn flytur í annað sveitarfélag en foreldri óskar eftir því að barnið sæki tímabundið leikskóla í sveitarfélagi þar sem það átti lögheimili fyrir flutning.
2. Barn, sem vegna náms eða þingmennsku foreldra fjarri lögheimili, þarf á
leikskóladvöl í öðru sveitarfélagi að halda.
3. Barni er ráðstafað tímabundið á fósturheimili samkvæmt ákvörðun
barnaverndarnefndar.

Með hliðsjón af ofangreindu getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.
11. 1909005 - Samingur um aðgengi nemenda úr Ölfusi að leik- og grunnskólum Árborgar.
Fyrir bæjarráði lá samkomulag um námsvist barna með lögheimili í Árbæjarhverfi í Ölfusi. Með samkomulaginu skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að veita nemendum námsvist í Vallaskóla sem skulu stunda nám í 1.-10. bekk grunnskóla, og eru búsettir í Árbæjarhverfi í Sveitarfélaginu Ölfusi. Kostnaður greiðist af Sveitarfélaginu Ölfus.

Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
12. 1909006 - Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Fyrir bæjarráði lá yfirlýsing um þátttöku í samstarf sveitarfélaga með stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ. Á stofnfund þessa vettvangs, sem haldinn var 21. júní sl., mættu fulltrúar frá 40 sveitarfélögum en með samþykkt yfirlýsingarinnar geta enn fleiri sveitarfélög bæst í hópinn.

Bæjarráð samþykkir þátttöku og felur bæjarstjóra framvindu erindisins.
13. 1904042 - Samningur um orkunýtingu á úrgangi.
Fyrir bæjarráði samningur um orkunýtingu á úrgangi. Með samningnum er stefnt að því að lágmarka urðun sorps frá Sveitarfélaginu með því að senda efni sem annars færi til urðunar til orkunýtingar í Evrópu. Skv.samningnum er verð fyrir hvert kg 29 kr án vsk og miðast það við gengi Evru við undirritun og hækkar eða lækkar á 3ja mánaða fresti til samræmis við breytingar á gengi.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti

Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.
Fyrir bæjarráði lá afrit af rekstraryfirliti frá 01.01.2019 til 31.07.2019.


Samanburður við sama tímabil 2018 sýnir að skatttekjur hækka á milli ára um 9,2% eða rétt rúmlega 100 milljónir.

Gjöld vegna félagsþjónustu hækka á milli ára um 12% og fara úr 150 milljónum í 169 milljónir, fræðslu- og uppeldismál hækka um 3% og fara úr 529 milljónum í 546 milljónir og æskulýðs- og íþróttamál hækka um 4,1% og fara úr 150 milljónum í 156 milljónir.

Fyrir bæjarráði lá einnig afrit af fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss og yfirlit yfir fjárfestingar það sem af er árs. Áætlað er að framkvæma fyrir 314 milljónir á árinu og hefur nú þegar verið ráðist í framkvæmdir við gatnagerð o.fl. en reikningar ekki enn borist. Útgjöld vegna fjárfestinga vegna verklegra framkvæmda það sem af er ári nema tæplega 70 milljónum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?