Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 38

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.09.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Jónsson aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Ármann Einarsson 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Lagt fram rekstraryfirlit hafnarsjóðs pr. 31. júlí s.l.
Rekstur er í góðu jafnvægi miðað við áætlun ársins og er rekstrarniðurstaða hafnarinnar á tímabilinu um 58 miljónir kr.

Hafnarstjórn þakkar upplýsingarnar
2. 1905017 - Samgönguáætlun 2020-2024.
Fyrir bæjarráði lá erindi til samgönguráðs frá sveitarfélaginu þar sem áherslur hvað varðar uppbyggingu Þorlákshafnar er útlistuð.
Þar kemur fram að sveitarfélagið leggi þunga áherslu á áframhaldandi uppbyggingu hafnarinnar og þá sérstaklega með tilliti til vaxandi hlutverks hennar í inn- og útflutningi.

Meðal þess sem helst kemur fram er að áætlaður heildarkostnaður við breytingar sem myndu gera það mögulegt að taka á móti 180 til 190 metra löngum skipum og 35 metra breiðum sé um 2,5 milljarðar (m/vsk) og hlutfall sveitarfélagsins þar af um 1,1 milljarður og ríkisstyrkur um 1,3 milljarðar. Þar af eru þegar 461 milljón á Samgönguáætlun og því ekki þörf fyrir nema um 680 milljónir til viðbótar til að tryggja þetta næsta skref.

Hafnarstjórn þakkar upplýsingarnar og tekur undir þær áherslur sem fram koma í erindinu. Hafnarstjórn hvetur þingmenn til að standa við þau stóru orð sem fallið hafa í umræðu um Þorlákshöfn og tryggja það fjármagn sem til þarf. Í því samhengi minnir hafnarstjórn á eftirfarandi setningu úr skýrslunni: "Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif af uppbyggingu Þorlákshafnar":

"Uppbygging á ferjuhöfnin í Þorlákshöfn felur í sér tækifæri til vaxtar og nýsköpunar í atvinnulífi og skapar ný tækifæri fyrir útflytjendur um land allt. Góðar líkur eru á að fjárfesting í hafnarbótum, umfram það sem viðhald núverandi hafnarmannvirkja kallar á, myndi skila sér til þjóðarbúsins á tiltölulega fáum árum vegna verðmætaaukningar og aukinnar framleiðslu í ferskvöru."
3. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn
Í framhaldi af fyrrumræðu ræddi hafnarstjórn mikilvægi þess að tryggð verði þjónusta dráttarbáts við Þorlákshöfn svo fljótt sem verða má. Þar ber að mati hafnarstjórnar að horfa til þess að eigi síðar en um áramót verði tryggt aðgengi að allt að 30 tonna dráttarbát.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna verð á dráttarbátum og vinna áfram að fjármögnun slíkra kaupa.
4. 1808036 - Þorlákshöfn: Samningur um hafnaraðstöðu Herjólfur.
Fyrir hafnarstjórn lágu drög að samningum við Vegagerðina um hafnaraðstöðu fyrir Herjólf í Þorlákshöfn.

Með samningnum tryggir Þorlákshöfn að lámarki tekjur upp á rúmar kr 36 milj. á ári óháð ferðafjölda ferjunnar. Þar til viðbótar koma svo aukatekjur ef ferjan hefur fl. en 270 viðkomur á ári.

Grundvöllur samningsins er sem hér segir:
Fast árgjald: 15 milljónir kr.
Þjónustugjald greitt af rekstraraðila fyrir hverja viðkomu: 79.630 kr.
Lágmarksviðkomur tryggðar: 270 viðkomur.
Mánaðarlegt sorpgjald: 20.270 kr.

Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
5. 1908027 - Tankþró við Hafnarskeið
Lýsi hf. óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir niðurgrafna dælulögn við hlið eldri lagnar sem tengist tankþró við Hafnarskeið að höfn.

Uppdráttur er unnin í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu sem tilgreinir lagnaleið.

Skipulags, byggingar og umhverfisnefnd tók málið fyrir á fundi 106. ágúst sl. Afgreiðsla nefndarinar var:
Samþykkt af SBU, framkvæmdaraðila er bent á mikilvægi þess að frágangur verði með besta móti að verki loknu. Framkvæmdir skulu vera unnar í samráði við aðra starfsemi á svæðinu. Erindi er einnig vísað til Hafnarstjórnar til samþykktar.

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði frágangur svo góður sem best gerur orðið og framkvæmdin unnin í samráði við hafnarstjóra.
6. 1909007 - Beiðni um efnistöku úr grjótnámu.
Ísþór hf. óskar eftir mögulegri efdnistöku úr grjótnámu til að verja útrás frá fyrirhugaðri stækkun stöðvarinnar fyrir sjógang.
sjá nánar fylgiskjal.

Hafnarstjórn er jákvæð fyrir erindinu. Samhliða mælist hafnarstjórn til þess að sveitarfélagið láti vinna verkfræðiálit á heildar efnisnámsgetu tilgreindar námu.
7. 1905053 - Hafnarskipulag.
Fyrir hafnarstjórn lá minnisblað frá verkfræðistofunni Portus þar sem dregin er upp sviðsmynd af nauðsynlegum hafnarframkvæmdum til að hægt sé að þjónusta 180 metra löng og 30 metra breið skip.

Sviðsmyndin gerir ráð fyrir að ferjan leggjist að Svartaskersbryggju en endurnýja þarf bryggju og skapa aðstöðu fyrir farþega í landi. Að auki þarf að bæta innsigling og snúngsrými. Hvað varðar innsiglinguna þá þarf að víkka hana,fjarlægja tunnu en það kallar á að Suðurvaragarður verði lengdur til að kyrrð haldist óbreytt innan hafnar og er miðað við 150 metra lengingu. Miðað er við að ytri innsigling verði 150 metra breið með 10 m dýpi en sú innri 120 metra með 8,0 m dýpi. Miðað er við snúningsrými allt að 270 metra og dýpkað verði inn í land og Austurvaragarður styttur. Til að draga úr viðhaldsdýpkun er gert ráð fyrir að byggja sandfangara austan við höfnina.

Áætlaður kostnaður vegna þessa ásamt kaupa á dráttarbát eru um 2,5 milljarðar.

Hafnarstjórn þakkar upplýsingar sem þarna koma fram og telur þær líklegar til að svara þeim þörfum sem þegar eru í höfninni og eðlilegt næsta skref sé að ráðast í frekari undirbúning svo sem rannsóknir á öldufari, líkanagerð og grjótnámsrannsóknir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?