Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 274

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.12.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Sesselía Dan Róbertsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1908040 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2020.
Seinni umræða

a. Gjaldskrá Þorlákshafnar fyrir árið 2020.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána.

b. Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2020.
Eins og í fyrri umræðu kemur þar fram að útsvar verði óbreytt á komandi ári. Álagningarprósenta fasteignaskatts er lækkuð úr 0,35% í 0,34%, vatnsskattur er lækkaður úr 0,12% í 0,10% og holræsagjald er lækkað úr 0,25% í 0,20%. Að öðru leyti taka gjaldskrárbreytingar fyrst og fremst mið af lífskjarasamningunum sem undirritaðir voru fyrr á þessu ári.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána.
2. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023
Seinni umræða
Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Ölfuss (A-hluta) 2020:
Tekjur alls kr. 2.537.380.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.326.170.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð um kr. 147.777.000
Veltufé frá rekstri kr. 327.966.000
Afborganir langtímalána kr. 97.365.000
Handbært fé í árslok kr. 94.827.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Ölfuss 2020:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 69.676.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður kr. 14.164.000
Rekstrarniðurstaða Íbúðir aldraðra, tap kr. 5.716.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegar íbúðir, tap kr. 7.555.000
Rekstrarniðurstaða Vatnsveita, hagnaður kr. 3.972.000
Rekstrarniðurstaða Uppgræðslusjóður, tap kr. 8.000.000

Veltufé frá rekstri kr.169.397.000
Afborganir langtímalána kr. 41.850.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Ölfuss 2020:
Tekjur alls kr. 2.916.450.000
Gjöld án fjármagnsliða alls kr. 2.606.758.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 214.318.000
Veltufé frá rekstri kr. 497.363.000
Afborganir langtímalána kr. 139.215.000
Handbært fé í árslok kr. 96.695.000

Fjárhagsáætlun 2020 - 2023 var samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
3. 1912002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 2
Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.12.19.
1. 1912003 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - Fannborgarreitur - Skipulagslýsing. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 1909050 - Metanframleiðsla á Hellisheiði - Power to Gas. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. 1908034 - Deiliskipulag skíðasvæði Bláfjöllum. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
4. 1912007 - Framkvæmdaleyfi - Borhola HE-61 á HE 21. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
5. 1912004 - Framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu í Hverahlíð HE-66. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
6. 1912005 - Framkvæmdaleyfi - Gufuskilja í Hverahlíð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
4. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 29.11.19 til kynningar.
5. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 28.11.19 til kynningar
6. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.11.19 og 26.11.19 ásamt fundargerð aðalfundar SOS frá 25.10.19 til kynningar.
7. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.19 til kynningar.
8. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 15.10.19 til kynningar.
Vegna húsnæðismála Héraðsskjalasafns vill bæjarstjórn Ölfuss koma eftirfarandi á framfæri:

Fram hefur komið að húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins standa starfsemi þess fyrir þrifum. Stjórn og starfsmenn hafa ítrekað bent á að húsakostur þess sé of lítill og hafi afar takmarkandi áhrif á starfsemina. Tvö sveitarfélög buðu fram sérstaka aðkomu að húsnæðismálum Héraðsskjalasafnsins, Sveitarfélagið Ölfus og Sveitarfélagið Árborg. Sveitarfélagið Ölfus bauð fram gjaldfrjálsa lóð í miðbænum auk þess sem það, ásamt einkaaðilum, bauðst til að byggja sérhannað húsnæði og leigja Héraðsskjalasafninu og þannig kæmi því ekki til stofnútgjalda hjá eigendum þess. Sveitarfélagið Árborg bauðst til að afhenda Héraðsnefnd Árnesinga, endurgjaldslaust, lóð við Austurveg á Selfossi undir byggingu sem hýsa mun starfsemi héraðsskjalasafns. Þá kvaðst Sveitarfélagið Árborg sjálft einnig tilbúið til þess að byggja hentugt húsnæði sem sniðið yrði að starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga gegn leigusamningi.

Eftir atkvæðagreiðslu í Héraðsnefnd Árnesinga var ákveðið að þiggja boð Sveitarfélagsins Árborgar.

Bæjarstjórn Ölfuss kallar því eftir því að framkvæmdum við húsnæðismál verði hraðað í anda þeirra orða sem fallið hafa um húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins og tilboð sveitarfélaganna. Verði töf á möguleikum Árborgar til þeirrar aðkomu sem lýst var telur Sveitarfélagið Ölfus eðlilegt og sanngjarnt að farin verði sú leið að byggja safnið í Ölfusi gegn þeirri aðkomu sem lýst hefur verið. Framkvæmdir þar að lútandi ættu að geta hafist í mars og starfsemi þar hafist í ágúst á næsta ári.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?