Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 3

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.12.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 2. varamaður,
Gestur Þór Kristjánsson 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910068 - Fjárhags og fjárfestingaráætlun 2020-2024
Fyrir Framkvæmda- og hafnarnefnd lá fjárhagsáætlun Þorlákshafnar fyrir 2020 ásamt framkvæmdaáætlun. Áætlun tók ekki breytingum á milli umræðna.

Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2020 og vísar henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

3. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn
Fyrir nefndinni lá afrit af bréfi bæjarstjóra til Ríkiskaupa þar sem staðfest er ábyrgð Þorlákshafnar vegna útboðs á dráttarbát. Enn fremur lágu upplýsingar um að útboðið hafi nú þegar átt sér stað og að hægt sé að nálgast það á vefslóðinni: http://utbodsvefur.is/drattarbatur-fyrir-thorlakshafnarhofn/

Á vef Ríkiskaupa kemur fram að útboðið hafi hlotið númerið 21078 og þar sé um að ræða 30 tonna dráttarbát fyrir Þorlákshöfn. Skilafrestur tilboða er til 16.01.2020 kl. 13:00 og opnun tilboða fari fram þann sama dag kl. 13:15.


Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar þeim stóru skrefum sem þegar hafa verið stigin í þessu mikla framfaramáli hafnarinnar.
4. 1912008 - Ölver hafnsögubátur-vélstjórastaða
Fyrir nefndinni lá erindi frá starfsmönnum Þorlákshafnar þar sem óskað var eftir því að farið yrði yfir starfsmannamál hafnarinnar og þá sérstaklega greiðslur fyrir vélastjórn og viðhald á dráttarbátnum.

Eiríkur Vignir Pálsson víkur af fundi.

Framkvæmda- og hafnarnefnd fagnar frumkvæði starfsmanna þess eðlis að starfsmannamál verði athuguð sérstaklega. Nefndin telur að tilkoma hins nýja dráttarbátar og vaxandi umsvif hafnarinnar til að mynda með tilkomu beinna siglinga Akranesins á Hirtshals kalli á að starfsmannamál verði endurhugsuð.

Nefndin telur að við slíka skoðun þurfi að hugleiða sérstaklega aukið samstarf og samþættingu við þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir því að stofna starfshóp embættismanna sem skila skulu minnisblaði til nefndarinnar um möguleik sem felast í aukinni samþættingu þjónustumiðstöðvar og hafnarinnar. Þar verði ma. sérstaklega hugað að mönnunarmálum á hinum nýja dráttarbát, launagreiðslum, vaktafyrirkomulag hafnarinnar endurskoðað, álagspunktar beggja þjónustustofnanna greint og sviðsmyndir settar fram hvað varðar kostnað og tækifæri.

Í starfshópnum sitja: Sandra Dís Hafþórsdóttir, Guðni Pétursson, Hjörtur Jónsson,Davíð Halldórsson og Sigmar Árnason.
5. 1906015 - Erindisbréf nefnda.
Fyrir nefndinni lágu drög að erindisbréfi Framkvæmda- og hafnarnefndar.
Þar kemur ma. fram að helstu verkefni nefndarinnar séu:

Verkefni nefndarinnar eru:

að fara með verklegar framkvæmdir á sviði umferðar- og samgöngumála,

að semja framkvæmdaáætlun og leggja fyrir bæjarstjórn,

að fjalla um tillögur að fjárhagsáætlun hvers árs hvað varðar þá liði sem falla undir verksvið nefndarinnar,

að vera bæjarstjórn til ráðgjafar í hafnarmálum,

að samþykkja viðhaldsáætlanir um endurnýjun og viðhald á sviði gatnamála, göngustíga, reiðstíga og annara umferðarmannvirkja,

að vera með umsjón og ábyrgð á götulýsingu í sveitarfélaginu,

að framfylgja lögum um eftirlit með leiksvæðum og leiktækjum á opnum svæðum,

að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þeim málaflokkum er snúa að valdsviði nefndarinnar nái fram að ganga,

að hafa, í umboði bæjarstjórnar, eftirlit með undirbúningi verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins og fylgjast með framkvæmd verkanna í samráði við sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

að vinna önnur þau verkefni er bæjarstjórn felur nefndinni og falla að starfssviði hennar.


Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar kynninguna og telur erindisbréfið í fullu samræmi við þær áherslur sem lagðar voru við endurskipulagningu stjórnsýslu Ölfuss. Nefndin samþykkir erindisbréfin fyrri sitt leyti, með minniháttar breytingum.
6. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkun
Hafnarstjóri kynnti niðurstöður dýptarmælinga sem fram fóru í og við Þorlákshöfn 1. desember sl.

Í máli hans kom ma. fram að lítil sem engin breyting hafi orðið á dýpi i og við höfnina frá mælingu sem var tekin 03-apríl sl. Því telji hann ekki ástæðu til að láta dýpka frekar að svo stöddu.

Sömu sögu er að segja um dýpið fyrir utan höfnina sem er líka alveg með ágætum.

Afgreiðsla. Lagt fram.
7. 1904008 - Gatnagerð. Hraunshverfi
Nefndin ræddi gatnagerð í Hraunshverfi

Fyrir liggur að vegna legu háspennustrengs þarf að breyta verkmörkum og þau verði færð upp fyrir fyrirhugaða staðsetningu nýrrar spennistöðvar við Þurárhraun. Áætlað er að magnaukning sé um 25% við núverandi samning. Ástæða færslu á verkmörkum er lega núverandi háspennustrengs.


Nefndin vísar því til byggingafulltrúa að hann geri samkomulag við þá lóðarhafa sem háspennustrengur liggur nú um sem gerir ráð fyrir seinni afhendingu en áður var stefnt að en þó þannig að þær tvær lóðir verði byggingarhæfar eins fljótt og mögulegt er. Einnig leggur nefndin til að útboði gatnagerðar í Hraunshverfi seinni áfanga verði flýtt eins og mögulegt er en þó með nokkuð rúmum verktíma.
Mál til kynningar
2. 1912019 - Spennandi tímar framundar - MV Akranes bætist í flotann hjá Smyril Line
Nýtt skip bætist í flotann.
Framkvæmda- og hafnarnefnd ræddi vænta þjónustuaukningu Þorlákshafnar 2020 þegar Smyril Line hefur siglingar á nýrri viðbótarferju um miðjan janúar nk.

Fyrir liggur að Smyril Line, sem á og rekur vöruflutningaferjuna Mykines og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Ferjan, sem fær nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð.

Með tilkomu nýju ferjunnar sem hefja mun siglingar um miðjan janúar opnast nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi og ný tækifæri fyrir vöxt Þorlákshafnar.


Framkvæmda- og hafnarnefnd fagnar tilkomu hins nýja skips enda hefur verið unnið markvisst að því að efla siglingar til og frá Þorlákshöfn og áætlunarferðir Akranes verða enn frekari lyftistöng fyrir bæði höfnina og sveitarfélagið.

Þorlákshöfn er í dag orðin lykilhöfn í flutningum á sjó til og frá Evrópu. Til að styðja við þessa þróun hafa verið gerðar miklar endurbætur á hafnaraðstöðunni og þær
framkvæmdir nýtast nú í þessu vaxtarskrefi enda notar nýja ferjan sömu aðstöðu og Mykines.

Framkvæmda- og hafnarnefnd hefur þá trú að á komandi árum muni inn- og útflytjendur leggja aukna áherslu á skemmri siglingu til að tryggja betur ferskleika vörunnar og draga úr kolefnisspori vegna flutninga en siglingin til og frá Evrópu tekur hátt í sólarhring skemmri tíma þegar siglt er hingað miðað við Faxaflóann




8. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
Staða verklegra framkvæmda kynnt.



A. Gatnagerð Hraunshverfi
Verktaki er þremur vikum á eftir áætlun en það mun ekki hafa áhrif á afhendingu lóða.
B.Viðbygging Íþróttahús
Framkvæmd gengur vel og er á áætlun.
C.Tjaldstæðahús
Húsið er komið á sinn stað og unnið er frágangi umhverfis.
D. Snjómokstur og hálkueyðing
Nefndin felur sviðstjóra að yfirfara forgangsröðun og fara yfir möguleika í að auka hálkueyðingu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?