Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 331

Haldinn í fjarfundi,
09.07.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar
Bæjarráð fjallaði um verkferil þann er þegar hefur átt sér stað frá því bæjarstjórn samþykkti að taka upp markvissar viðræður við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima.

Á þeirri rúmu viku sem nú er liðin frá því að bæjarstjórn tók ákvörðun um formlegar viðræður hefur verið fundað með starfsmönnum á starfsmannafundi, málið kynnt foreldrum í tölvupósti, málið kynnt bæjarbúum með fréttatilkynningu, einslega rætt við alla starfsmenn, fundað með foreldrum um áherslur Hjallastefnunnar, fundað með foreldrum um forsendur bæjarstjórnar, tölvupóstur með upplýsingum sendur á alla starfsmenn, starfsmenn hafa farið í kynningarferð til að fræðast nánar um stefnu Hjalla og ýmislegt fleira. Allra leiða hefur verið leitað til að upplýsa og vinna málið hratt í þeirri von að óvissutíminn yrði stuttur.

Vegna eðlilegrar umræðu um þetta mikilvæga ferli vill bæjarráð ítreka eftirfarandi:
* Vilji til samninga við Hjallastefnuna er áfram einbeittur.
* Öllum starfsmönnum hefur annað hvort verið boðið starf við leikskólann eða verður boðið það.
* Á næstu dögum verður settur á laggirnar stýrihópur þar sem í sitja a.m.k. tveir starfsmenn Bergheima, tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar fræðsluráðs ásamt fulltrúum Hjallastefnunnar og stjórnsýslu sveitarfélagsins.
* Stýrihópnum verður falið að vinna að innleiðingu á ákvörðun bæjarstjórnar á þeim forsendum sem bestar þykja fyrir börn á leikskólanum Bergheimum. Er þar bæði horft til tímasetninga sem og hraða innleiðingar og eðli hennar.
* Stýrihópnum verður falið að haga störfum sínum þannig að eigi síðar en um áramót verði Hjallastefnan alfarið tekin við rekstri leikskólans Bergheima. Sé það æskilegt að mati stýrihópsins að vinna málið hraðar er þeim það heimilt.
* Þegar leikskóli hefur aftur störf má búast við einhverjum breytingum. Hverjar þær verða og hversu miklar er að stóru leyti undir stýrihópnum komið, þar sem starfsmenn eiga sína fulltrúa. Það er því að nokkru leyti undir starfsmönnum sjálfum komið hversu hratt þetta verður unnið.
* Allir starfsmenn hefja aftur störf að loknu sumarleyfi sem starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss. Búast má við að þannig verði það hluta af innleiðingaferlinu.


Bæjarráð ræddi ennfremur tölvupóst frá lögmanni sveitarfélagsins þar sem fram kemur álit á útboðsskyldu vegna samkomulags um rekstur leikskólans. Í álitinu kemur fram að svo fremi sem gildistími samningsins verði ekki ákveðinn lengri en til tveggja ára sé ekki um að ræða útboðsskyldu.

Bæjarráð samþykkir ofangreint og þakkar upplýsingarnar um álit LEX.

Fundargerðir til kynningar
2. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 294.fundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 23.06.2020.
3. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 559.fundar stjórnar SASS frá 06.07.2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?