Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 3

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.01.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson aðalmaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
 aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Guðni - OneSystems ,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskar formaður eftir því að taka 4 mál inn með afbrigðum. Mál nr. 24, 25, 26, 27


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1912028 - Stofnun lóðar úr Þrastarvegi 17
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi , Þrastarvegur 17, landn. 172249, stærð 875 fm. Landeigendur Pétur Björnsson kt. 311049-2839 og Svava Björnsdóttir kt. 090652-3039
Afgreiðsla: Samþykkt
3. 1912029 - Stofnun lóðar úr Svöluvegi 22
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi Svöluvegur 22, landn. 172218, stærð 2.136 fm. Landeigendur Pétur Björnsson kt. 311049-2839 og Svava Björnsdóttir kt. 090652-3039
Afgreiðsla: Samþykkt
4. 1912030 - Stofnun 2 lóðar úr Akurholti
Vegagerðin sækir um stofnun 2 lóða vegna stækkunar Suðurlandsvegar,
1.Akurholt, landn. 211957, 45.236 fm undir vegsvæði.
2.Akurholt, landn. 211957, 48.349 fm, lóð.
Landeigandi er Kot eignarhaldsfélag

Afgreiðsla:Samþykkt
5. 1901016 - Aðalskipulag Ölfuss - Heildarendurskoðun
Lögð er til afgreiðslu og auglýsingar skipulags- og matslýsing vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Ölfuss.
Gögn eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dagsett 23.01.2020.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulags- og matslýsingu vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Ölfus og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar aðila og kynnt fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2001001 - Umsókn um starfsleyfi, Fiskmark ehf
Sótt er um starfsleyfi fyrir hjallaþurrkun, pökkun og harðfiskþurrkun.
Afgreiðsla: Engin gögn fylgja umsókninni til að hægt sé að taka afstöðu til umsóknar.
7. 2001030 - Skipulagsmál Hverahlíðarvirkjun
Orka Náttúrunnar óskar eftir heimild til þess að hefja vinnu við breytingar á aðal- og deiliskipulagi Hverahlíðarvirkjunar á Hellisheiði. Breyting á deiliskipulagi fellst í því að skipulagssvæði Hverahlíðarvirkjunar stækkar um 21,6 ha, úr 347,9 ha í 369,5 ha. Á því svæði sem stækkunin nær til er gert ráð fyrir nýjum borteig ásamt vegslóða og lagnabelti. Óbyggt svæði sem um ræðir er undir hverfisvernd H3.
Meðfylgjandi erindinu er skipulags- og matslýsing vegna breytinganna til afgreiðslu og umræðu.
Gögnin vann Landslag, dagsett: 20. janúar 2020.

Afgreiðsla:
Fyrir liggur að sveitarfélagið Ölfus vinnur nú að gerð orku- og auðlindastefnu og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Erindi Orku náttúrunnar fellur á beinan hátt undir þá þætti sem tilgreindri stefnu er ætlað að ná til. Með hliðsjón af því og umfangi framkvæmda telur nefndin ekki rétt að ljúka afgreiðslu þess fyrr en orku og auðlindastefnan liggur fyrir.
Einnig óskar nefndin eftir kynningu á framtíðaráformum á svæðinu.
Nefndin frestar erindinu.
8. 1905051 - Deiliskipulag Mánastaðir 1 og 2
Ingólfur Snorrason óskar eftir heimild til þess að hefja vinnu við deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu fyrir Mánastaði 1 og 2. Svæðið er um tæpir 4 ha., lagt er upp með að skipuleggja 8-10 lóðir 0.21-0.5 ha.
Meðfylgjandi eru bréf dagsett 16. desember 2019.

Afgreiðsla: Erindið samræmist ekki aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 og verður því vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags.
Nefndin óskar eftir að heildræn stefna um uppbyggingu í dreifbýli verði unnin hratt í undirbúningshópi nýs aðalskipulags svo hægt verði að afgreiða sambærileg erindi með fullnægjandi hætti.
9. 1909051 - DSK Kinn L212149
Hlynur Sigurbergsson leggur inn deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Kinn í Ölfusi.
Breytingarnar fela í sér tilfærslur og stækkun byggingarreita vegna fyrirhugaðrar ylræktar á landinu.
Óskað er eftir undanþágu frá nýtingarhlutfalli 0.05 svo verða megi að uppbyggingu skv. deiliskipulagsuppdráttum.

Afgreiðsla:
Skipulagsnefnd fagnar atvinnuuppbyggingu matvælaframleiðslu á landbúnaðarlandi sveitarfélagsins. Skipulagsráð lítur svo á að byggingarreitur 3 sem ætlaður er fyrir grindarskýli með plastdúk sé nær því að vera skjól en bygging og telji ekki með sama hætti nýtingarhlutfalls og aðrar byggingar þó skýlið yrði skráð fasteign. Til þess að ýta undir atvinnu- og matvælasköpun vill nefndin að bæjarstjórn samþykki undanþágu frá aðalskipulagi Ölfuss.
10. 2001025 - DSK Sögusteinn
Magnús Gunnarsson sendir inn uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Sögustein í Ölfusi L172269. Magnús óskar eftir viðurkenningu á lóðaskiptingu og vegtengingu skv. samþykktu deiliskipulagi frá 1995. Um óverulega breytingu deiliskipulags er að ræða.
Afgreiðsla: Samþykkt
11. 1912012 - Nafnabreyting L199504 - Gljúfurárholt Land 10
Sótt er um breytingu á nafni fyrir Gljúfurárholt land nr.10 lóð nr.1 fastanúmerið 234-2548, Landnúmer 199504 og er 11,26 ha að stærð.
Ég sæki um að landið fái að bera nafnið Staður.

Það mun þá hafa tengingu við mögulega framtíðar starfsemi á landinu en það tónar við nafn sambýlisins samanber Breiðabólstaður. Býður þetta einnig upp á að ef til frekari uppbygginga slíkra sjálfstæðra sambýlaeininga verður muni þær einnig bera nafnið staður í endingu nafns.

Afgreiðsla: Samþykkt. Á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga.
12. 2001003 - Nafnabreyting L200063 - Árbær 1 land 1
Sótt er um breytingu á nafni fyrir Árbær 1 land 1 Landnúmer 200063 sem er og er 2,5 ha að stærð.
Ég sæki um að landið fái að bera nafnið Skógargerði.

Nafnið Skógargerði er skírskotun í landslagið á svæðinu, síðustu áratugi hefur verið umtalsverð skógrækt á landinu og er það skógi vaxið, þá sérstaklega til norðurs og austurs og í raun rammar skógur bæjarstæðið inn. Áframhaldandi skógrækt verður á landinu og mun því skógurinn verða enn meira áberandi þegar fram líða stundir.

Afgreiðsla: Samþykkt. Á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga.
13. 2001021 - Nafnabreyting L195051 - Vötn
Sótt er um breytingu á nafni fyrir Vötn Landnúmer 195051.
Ég sæki um að landið fái að bera nafnið Laut.

Rökstuðningur er að landið liggi neðar en nærliggjandi svæði. Eftir breytingu verða á svæðinu löndin Vötn, Bær og Laut öll einnar atkvæða orð.

Afgreiðsla: Samþykkt. Á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga.
15. 1705021 - ASK Gljúfurárholt
Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna F11 frístundabyggðar við Hvammsveg í Ölfusi. Eftir breytingu verður landið að mestu landbúnaðarland með reit fyrir stofnanasvæði, verslun- og þjónustusvæði.
Umhverfisstofnun sendi athugasemd í í erindi 13. nóvember 2019 athugasemdir um að gæta þyrfti að ásýnd svæðis og að gera þyrfti grein fyrir líffræðilegri fjölbreytni svæðisins í samræmi við vistgerðarkort.

Afgreiðsla:
Greinargerð hefur verið uppfærð í samræmi við athugasemdir og umfjöllun vistgerða bætt við. Með brotthvarfi frístundabyggðar verður uppbygging á svæðinu minni en gert var ráð fyrir og því um leið minni röskun lands og vistkerfa.
Óskað skal eftir við Skipulagsstofnun að skipulagið verði auglýst í B-deild.
16. 1610029 - Deiliskipulag Grásteinn
Aðal- og deiliskipulag fyrir Grásetin í Ölfusi var auglýst 15. apríl - 27. maí 2019.
Umsagnir bárust sem brugðist hefur verið við.
Skipulagsstofnun bendir á nokkur atriði í erindi 12. júlí 2019. Þar á meðal ósamræmi um fjölda lóða, rangar upplýsingar um gildandi deiliskipulag og þörf á umhverfismati.
Minjastofnun Íslands leggur fram athugasemdir í tveimur erindum, 17. janúar 2017 og 15. nóvember 2019.
Bent er á að á uppdrátt vantar að setja hnit á garði sem til er á minjaskrá og tilgreina á uppdrætti kuðung sem finna mætti innan skipulagsins. Bent er á þörf húsaskráningar skv. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Afgreiðsla:
Við athugasemdum Skipulagsstofnunar hefur verið brugðist og greinargerð bætt.
Varðandi ábendingu Minjastofnunar hafa uppdrættir verið bættir og menningarminjar færðar inn.
Sveitarfélagið telur þó að skráning húsa í greinargerð skipulagsins sé fullnægjandi fyrir þetta svæði enda er um að ræða ungt hverfi sem enn er í byggingu og því er gerð þess og svipmót ekki fullmótað. Varðveislumat húsa hverfisins í heild sinni telur sveitarfélagið því lítið og ekki til þess fallið að leggja á stað í húsakönnun. Deiliskipulagið sem var auglýst byggir á að stækka hverfið um fjórar lóðir til suðurs og því ekki verið að byggja innan hverfisins eins og lesa má úr 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga.
17. 2001028 - Þóroddsstaðir 2 lóð G
Ingibjörg Þórðardóttir og Sveinn Guðmundsson óska eftir að byggja íbúðarhús að Þóroddsstöðum 2 Lóð G L213543. Lóðin er 3564 fermetrar og skráð landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Ölfuss.
Meðfylgjandi er bréf dagsett 20. janúar 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt
18. 1904016 - Notkun á landi. Þóroddsstaðir 2, lóð E
Magnús Gunnarsson óskar eftir vilyrði að vinna og leggja til hugmyndir af íbúðarhúsi á landi L213545. Þörf er á aðal- og deiliskipulagsbreytingum á svæðinu.
Afgreiðsla: Erindinu vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags.
19. 1912033 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu háspennustrengs að Þórustaðarnámu.
RARIK ohf kt 520269-2669, sækir um framkvæmdarleyfi til lagningar á háspennustrengjum við borholur við Ingólfsfjall.
Afgreiðsla: Samþykkt
20. 1912031 - Umsókn um lóð fyrir spennistöð við Laxabraut
Rarik sækir um lóð undir spennir, fyrir um 8 m2 hús. Lóðin er vestan við núverandi hesthúsabyggð ámóts við Laxabraut 5. Lóðin er innan núverandi deiliskipulags fyrir stækkun á hesthúsabyggð.
Afgreiðsla: Samþykkt
21. 2001026 - Haukaberg 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigmar Björgvin Árnason, eigandi að Haukabergi 4, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu húss. Byggja á neðri hæð húss fram, bílskúr og geymsla, um 3 m í átt að götu. Á efri hæð verður útgangur á nýbyggingu/svalir, samanber innsend gögn og lýsingu umsækjanda.

Sigmar B. Árnason, víkur af fundi.

Afgreiðsla: Samþykkt.
Þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag fyrir hverfið þarf að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin verða kynnt aðliggjandi lóðum með bréfi og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þar sem að Haukabergið er lítill botnlangi með miklum gróðri er útbygging neðri hæðar ekki talin hafa afgerandi áhrif á ásýnd götu, götumynd eða húsalínu. Mest áberandi hluti hússins heldur sér óbreyttur, stofugluggar og þakskyggni.
24. 1910012 - Núpahraun 35-41 - Umsókn um lóð
Handhafi lóðar að Núpahrauni 35-41 óskar eftir samþykki að fá að byggja sex íbúða raðhúsaeiningu í stað fjögurra eins og lóðagögn/skipulag segir til um.
Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur.

Afgreiðsla: Synjað.
25. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8
Lagður er fram nýr uppdráttur fyrir Gljúfurárholt land 8. Breyting er í takt við umsögn Skipulagsstofnunar, hesthús fært fjær lóðarmörkum og óþarfa upplýsingar fjarlægðar. Einnig standa hús í 60 m fjarlægð frá Hvammsvegi í samræmi við undanþágu Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Deiliskipulagsmörk hafa verið stækkuð í uþb 5 ha. Viðbót er hluti L171707 sem sameinaður verður landi 8.

Afgreiðsla: Samþykkt.
Auglýsa skal tillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26. 1901031 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9
Lagður er fram nýr uppdráttur fyrir Gljúfurárholt land 9. Breyting er í takt við umsögn Skipulagsstofnunar, lóðir hafa verið stækkaðar, gönguleiðum bætt á uppdrátt og óþarfa upplýsingar fjarlægðar. Einnig standa hús í 60 m fjarlægð frá Hvammsvegi í samræmi við undanþágu Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Auglýsa skal tillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27. 1912011 - Klettagljúfur 7 - Stækkun á byggingarreit
Örn Karlsson, f.h. Bjargar Ólafsdóttur, óskar eftir að byggingarreitur í Klettagljúfri 7 verði stækkaður til að koma fyrir hesthúsi, sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla: Samþykkt
Grenndarkynna þarf áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð
23. 1910002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 8
Afgreiðsla: Lagt fram
23.1. 1910007 - Klængsbúð 21-23 - Umsókn um lóð
Hrímgrund sækir um lóð fyrir raðhús í Klængsbúð 21-23. Umsækjandi sækir um lóðina Katlahraun 14-20 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt úthlutun á Katlahrauni 14-20.
Þar sem að 2 umsækjendur eru um sömu lóð miðast afgreiðsla við samþykktar lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins, skv 4. gr 8. mgr. Hrímgrund ehf. er þegar handhafi óbyggðra lóða. Klængsbúð 21-23 er úthlutuð öðrum aðila en Hrímgrun ehf. fær þess í stað Katlahraun 14-20.
23.2. 1910024 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð
Hnullungur ehf. sækir um lóðir fyrir raðhús í Klængsbúð 21-23.
Afgreiðsla: Samþykkt
Þar sem að 2 umsækjendur eru um sömu lóð miðast afgreiðsla við samþykktar lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins skv.4. gr 8. mgr. Því er lóð úthlutað til Hnullungs ehf.
23.3. 1909042 - Katlahraun 1-5 - Umsókn um lóð
Rúnar Þór Haraldsson sækir um lóð fyrir raðhús í Katlhrauni 1-5. Umsækjandi sækir um lóðina Núpahraun 20-26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað
Tveir umsækjendur eru um sömu lóð en þar sem Rúnar Þór fær lóðina Katlahraun 2-6 nýtur hann ekki forgangs skv. úthlutunarreglum.
23.4. 1909039 - Katlahraun 1-5 - Umsókn um lóð
Guðmundur Ólafur Hauksson sækir um lóð fyrir raðhús í Katlhrauni 1-5. Umsækjandi sækir um lóðina Núpahraun 20-26 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
Tveir umsækjendur eru um lóð, skv. úthlutunarreglum nýtur Guðmundur Ólafur forgangs þar sem annar umsækjandinn hefur fengið úthlutaðri lóð.
23.5. 1909037 - Katlahraun 2-6 - Umsókn um lóð
Rúnar Þór Haraldsson sækir um lóð fyrir raðhús í Katlhrauni 2-6. Umsækjandi sækir um lóðina Katlahraun 8-12 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt.
23.6. 1909040 - Katlahraun 2-6 - Umsókn um lóð
Rúnar Þór Haraldsson, fh. HR Verk ehf., sækir um lóð fyrir raðhús í Katlhrauni 2-6. Umsækjandi sækir um lóðina Katlahraun 8-12 til vara.
Afgreiðsla: Synjað
Skv. úthlutunarreglum 4. gr., 5. mgr. telst lögaðili og fyrirtæki í hans eigi sami aðilinn og er því umsókn synjað.
23.7. 1910029 - Katlahraun 7-11 - Umsókn um lóð
SÁ hús ehf. sækir um lóð fyrir raðhús í Katlahrauni 7-11.
Afgreiðsla: Samþykkt
23.8. 1909041 - Katlahraun 8-12 - Umsókn um lóð
Rúnar Þór Haraldsson, fh. Bucs ehf., sækir um lóð fyrir raðhús í Katlhrauni 8-12. Umsækjandi sækir um lóðina Katlahraun 1-5 til vara.
Afgreiðsla: Synjað
Tveir umsækjendur eru um sömu lóð, en skv. úthlutunarreglum 4. gr., 5. mgr. telst lögaðili og fyrirtæki í hans eigi sami aðilinn. Þar sem Rúnar Þór fær aðra lóð nýtur hann ekki forgangs.
23.9. 1909038 - Katlahraun 8-12 - Umsókn um lóð
Hjalti Gíslason sækir um lóð fyrir raðhús í Katlhrauni 8-12. Umsækjandi sækir um lóðina Katlahraun 1-5 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
Tveir umsækjendur eru um lóð, skv. úthlutunarreglum nýtur Hjalti Gíslason forgangs þar sem annar umsækjandinn hefur fengið úthlutaðri lóð.
23.10. 1910015 - Núpahraun 19-25 - Umsókn um lóð
Eyþór Ingi Kristinsson sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 19-25.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og Eyþór Ingi hefur hlotið aðra lóð nýtur hann ekki forgangs.
Afgreiðsla: Synjað
23.11. 1910016 - Núpahraun 19-25 - Umsókn um lóð
Bjarni Bjarnason sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 19-25.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og hinn umsækjandi nýtur ekki forgangs er lóð úthlutað Bjarna Bjarnasyni.
Afgreiðsla: Samþykkt
23.12. 1909047 - Núpahraun 20-26 - Umsókn um lóð
Hrund Guðmundsdóttir sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 20-26. Umsækjandi sækir um lóðina Núpahrauni 35-41 til vara.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina ætti að fara fram spiladráttur en annar umsækjandinn samþykkti úthlutun til Hrundar.
Afgreiðsla Samþykkt.
23.13. 1909049 - Núpahraun 20-26 - Umsókn um lóð
Byggingafélagið Borg ehf. sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahraun 20-26. Umsækjandi sækir um lóðina Núpahraun 19-25 til vara.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina ætti að fara fram spiladráttur en forsvarsmaður Byggingafélagsins Borgar samþykkti að láta lóðina frá sér.
Afgreiðsla: Synjað
23.14. 1910017 - Núpahraun 27-33 - Umsókn um lóð
Bjarni Bjarnason sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 27-33.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og hvorugur umsækjandi nýtur forgangs fer fram spiladráttur. Spiladrátt annast starfsmenn eftir samþykkt umsækjanda.
Bjarni fær ekki lóðina.
Afgreiðsla: Synjað
23.15. 1910013 - Núpahraun 27-33 - Umsókn um lóð
Eyþór Ingi Kristinsson sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 27-33.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og hvorugur umsækjandi nýtur forgangs fer fram spiladráttur. Spiladrátt annast starfsmenn eftir samþykkt umsækjanda.
Eyþór fær lóðina.
Afgreiðsla: Samþykkt
23.16. 1910012 - Núpahraun 35-41 - Umsókn um lóð
Eyþór Ingi Kristinsson sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 35-41.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og hinn umsækjandi nýtur ekki forgangs er lóð úthlutað Eyþóri Inga Kristinssyni.
Afgreiðsla: Samþykkt
23.17. 1910018 - Núpahraun 35-41 - Umsókn um lóð
Bjarni Bjarnason sækir um lóð fyrir raðhús í Núpahrauni 35-41.
Þar sem 2 umsækjendur eru um lóðina og Bjarni hefur hlotið aðra lóð nýtur hann ekki forgangs.
Afgreiðsla: Synjað
23.18. 1907023 - Unubakki 32 umsókn um lóð
Króksafl ehf. sótti um athafnarlóð að Unubakka 32, umsókn tekin fyrir á 6. fundi afgreiðslunefndar. Erindi var frestað.
Þar sem ekki er hægt að úthluta Unubakka 32 var ákveðið í samráði við umsækjanda að úthluta Króksafli lausri lóð að Unubakka 23.
Mál til kynningar
1. 2001027 - Óleyfisíbúðir
Stefnt er á að leggja í þá vegferð að skoða sérstaklega hugsanlegar óleyfisíbúðir utan skipulagðrar íbúðabyggðar í Ölfusi.
Byggingarfulltrúi og fulltrúar Brunavarna Árnessýslu munu fara í málið og gera viðeigandi ráðstafanir, úttektir og skráningar til að tryggja öryggi fólks.
Átakið er sambærilegt því sem önnur sveitarfélög hafa gert.

Afgreiðsla: Málið kynnt
14. 2001016 - Skipulag Þorláksskóga
Formaður samráðshóps um Þorláksskóga sendir inn til kynningar greinargerð um skipulag á skógræktarsvæði. Í gögnum fylgir listi um væntingar skipulags tillöguuppdráttur sem sýnir áætlun gróðursetningar fyrir árin 2020-2025.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
22. 2001006 - Undanþága vegna bygginga við Hvammsveg - Gljúfurárholt land 8 og 9
Sveitarfélagið óskaði eftir undanþágu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fjarlægðar bygginga frá Hvammsvegi fyrir Gljúfurárholt Land 8 og 9 í takt við samþykktir bæjarstjórnar á deiliskipulagi svæðisins.
Undanþága frá almennri reglu var veitt úr 100m í 60m fjarlægð frá vegi.

Afgreiðsla: Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?