Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 288

Haldinn í fjarfundi,
25.02.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Sesselía Dan Róbertsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Forseti óskaði eftir að taka inn á afbrigðum mál nr.2008031, fundargerð 345.fundar bæjarráðs og 17.fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar . Í þeirri fundargerð þarf að taka fyrir sérstaklega mál nr.1903025.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903025 - DSK Sunnu- Mána- og Vetrarbraut - Egilsbraut 9 - 9an
Á síðasta skipulags- og umhverfisnefndarfundi var erindi um breytingu á deiliskipulagi frestað meðan könnuð væri þörfin fyrir byggingalóðir eyrnamerktum eldri borgurum. Komið hefur í ljós að lítil eftirspurn er eftir lóðum til að byggja þannig húsnæði á, bæði hjá byggingaraðilum og leigufélögum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu með auglýsingu sbr. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þannig að lóðunum við Vetrarbraut megi úthluta samkvæmt almennum úthlutunarreglum sveitarfélagsins svo fljótt sem verða má.

Jón Páll Kristófersson, Þrúður Sigurðardóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúar O-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

,,Bæjarfulltrúar O- listans telja ekki ráðlegt né tímabært að úthluta og ráðstafa öllum fyrirhuguðum lóðum við Vetrarbraut án þess að horft sé til þess að a.m.k. hluti þeirra muni nýtast eldri íbúum sveitarfélagsins sérstaklega.
Eins og skýrt er tekið fram í greinargerð með áður gerðri breytingu á deiliskipulagi var markmiðið að fjölga íbúðum fyrir eldri íbúa í nágrenni við dagdvöl og aðra þjónustu að Egilsbraut 9. Í viðkomandi greinargerð var ekki talað um að nýta svæðið undir íbúðir á almennum markaði.
Við leggjumst ekki gegn því að skoðað verði að þessum lóðum verði úthlutað að hluta án takmarkanna en áður en lengra er haldið teljum við mikilvægt að greina betur framtíðarþörfina á viðkomandi húsnæði. Sveitarfélagið þarf að setja sér skýra stefnu í þeim efnum og jafnframt eiga samtal við íbúa í þeirri vinnu. Sú vinna ætti m.a. að fara fram í nefnd um heildarendurskoðun á aðalskipulagi."

Tillaga nefndarinnar lögð fyrir fundinn, samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-listans, 3 fulltrúar O-listans greiddu atkvæði gegn tillögunni.
2. 2101011 - ASK og DSK Árbær 4 íbúðarhús í stað opins svæðis til sérstakra nota
Efla leggur fram óverulega breytingartillögu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Á 12.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir og samþykkt að breyta mætti aðalskipulagi vegna lóðarinnar Árbær 4 með óverulegri aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2.msgr. 36.gr.skipulagslaga. Verið er að breyta svæði til sérstakra nota í landbúnaðarsvæði.
Rökstuðningur fyrir málsmeðferð: Nýja landnotkunin telst vera minna íþyngjandi fyrir hagsmunaaðila en sú eldri, enda er landbúnaðarsvæði víðast umhverfis landið sem hér um ræðir og er því ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að beina því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2.msgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
3. 1904021 - ASK og DSK Skipulag - Reykjabraut 2
Stáss arkitektar óska eftir, fyrir hönd lóðarhafa, heimild til að innrétta íbúðir innan veggja fyrrum pósthúss Þorlákshafnar.
Lóðin er verslunar- og þjónustulóð skv. skipulagi innan reits V1. Reitur V1 er stærri reitur sem nær meðfram Selvogsbraut. Þar var rekið pósthús með íbúð á efri hæð og þar er fjarskiptastöð Mílu sem áfram verður rekin í húsinu.

Í kafla 4.3.2 í aðalskipulagi er fjallað um markmið og leiðir fyrir verslunar og þjónustusvæði og þar kemur eftirfarandi fram: ,,Við skipulag byggðar og hönnun bygginga verði þess gætt að starfsemi geti þróast og breyst og hús og svæði nýst til annarra nota en upphaflega var áætlað. Þannig sé stuðlað að sveigjanleika og lífvænleika byggðarinnar."

Nú er ljóst að heimild er fyrir rekstri pósthúss í húsinu og þar hefur alltaf verið búið. Leiða má að því líkum að umferð að íbúðum í húsinu verði minni en sú umferð sem vænta mætti ef þar væri pósthús. Því má líta svo á að sú breyting sem beðið er um sé minna íþyngjandi fyrir nágranna en það sem heimild er fyrir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. msgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Reykjabraut 1, 3 og 4 og Selvogsbraut 1.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
4. 2101025 - DSK Fjarskiptamastur Gata í Selvogi
Neyðarlínan leggur fram deiliskipulag sem afmarkar lóð undir fjarskiptamastur við Suðurstrandaveg í landi Bjarnarstaða í Selvogi. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu um þessar mundir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.msgr. 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
5. 2102062 - DSK Klængsbúð 30-32 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3
Lóðarhafi óskar eftir að setja fjögurra húsa raðhús á lóðina Klængsbúð 30-32 í samræmi við uppdrætti í viðhengi. Lóðin var upphaflega parhúsalóð en skipulagi var breytt þannig að þar mætti gera þriggja húsa parhús.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2.msgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtaldra lóða: Pálsbúð 23 og 25, öll Klængsbúð, Pálsbúð 13,15,17,21,23,25, Ísleifsbúð 16,18,20,22,24,26 og 28.

Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið, Steinar Lúðvíksson tók við stjórnun fundarins.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
6. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulag
Nú eru hugmyndir um að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðis þannig að Suðurvarargarður verði lengdur til austurs. Þrjár lóðir eru sameinaðar, lóðirnar Óseyrarbraut 30, Hafnarskeið 22 og 24. Eins er lóðin Hafnarskeið 14a og 14b sameinuð í eina lóð. Á þeirri lóð er byggingarreitur stækkaður lítillega svo hann sé þrjá metra frá lóðarmörkum til vesturs, sem stemmir við byggingarreiti á nágrannalóðum og nýtingarhlutfall aukið í 0,5 eins og á nokkrum eldri lóðum í hverfinu. Enn fremur er lóðin Hafnarskeið 20 stækkuð um 10 metra til norðurs. Þar sem lengdur Suðurvarargarður er innan þess svæðis og þeirra varnargarða sem sýndir eru í aðalskipulagi er talið að breytingin kalli ekki á breytingu aðalskipulags.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 1.msgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
7. 2010012 - DSK Breyting deiliskipulag Víkursandur - Iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar
Á 12.fundi var samþykkt breyting á deiliskipulagi Víkursands. Nú er lögð fram deiliskipulagstillaga í samræmi við þau áform sem þá voru samþykkt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu og auglýsa það í samræmi við 1.msgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
8. 2102020 - DSK Akurholt II
Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Akurholt II í Ölfusi sem er 4,8 ha land við Suðurlandsveg. Deiliskipulagið samræmist heimildum aðalskipulags fyrir 2-10 ha landspildur. Með því eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota. Ekki hefur verið gerð grein fyrir vatnsöflun.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 1.msgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br. þegar landeigandi hefur sýnt fram á tengingu við vatnsveitu eða öflun neysluvatns á annan hátt.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
9. 2101011 - ASK og DSK Árbær 4 íbúðarhús í stað opins svæðis til sérstakra nota
EFLA, fyrir hönd landeiganda, leggur fram deiliskipulagstillögu sem heimilar útbyggingu íbúðarhúss og frístundahúss í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.msgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
10. 1802028 - DSK Deiliskipulag Gljúfurárholt 2. áfangi
Landeigandi óskar eftir að aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna 2.áfanga í Gljúfurárholti verði samþykkt til auglýsingar. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilaðar verði 60 íbúðir á 40 lóðum, þar af 40 íbúðir í parhúsum á 20 lóðum. Eigandinn gerir ráð fyrir að uppbyggingin verði áfangaskipt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa aðal- og deiliskipulagsbreytingar í samræmi við greinar 30,31 og 40. og 1. msgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Samhliða verði unnið að gerð samnings um uppbyggingu og uppbyggingarhraða milli sveitarfélags og landeiganda og gengið verði frá honum áður en skipulagið fær fullnaðarmeðferð.
Samningurinn taki meðal annars á áfangaskiptingu uppbyggingar.
Landeigandi leggi fram staðfestingu á tengingu við vatnsveitu vegna neysluvatns og slökkvivatns áður en skipulagið fær fullnaðarmeðferð.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
11. 2102011 - DSK Klængsbúð 23-27 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3
Lóðarhafi óskar eftir að fá heimild til að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi sem heimilar fjögur hús í stað þriggja á lóðinni Klængsbúð 23-27. Á lóðinni gildi skilmálar fyrir húsgerð R2 við breytinguna í stað R1.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2.msgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtaldra lóða: Pálsbúð 23 og 25, öll Klængsbúð, Pálsbúð 13,15,17,21,23,25, Ísleifsbúð 16,18,20,22,24,26 og 28.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
12. 2102025 - Reykjabraut 19 - umsókn um að grenndarkynna viðbyggingu
Lóðarhafi sækir um að grenndarkynna viðbyggingu við hús sitt að Reykjabraut 19. Í viðhengi er erindi sem Arkís hefur unnið sem sýnir tæplega 4 fm2 viðbyggingu við húsið.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1.msgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. Tillagan verði kynnt fyrir lóðarhöfum að Oddabraut 18 og 20 og Reykjabraut 17,18 og 20.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
29. 2008031 - Stofnun stjórn fyrir vatnsveitu
Fyrir fundinum lá nýtt erindisbréf fyrir stjórn vatnsveitunnar til samþykktar.
Bæjarstjórn staðfestir erindisbréfið.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2101008F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 43
Fundargerð 43.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 27.01.2021

1. 2002010 - Viðbygging leikskóla. Til kynningar
2. 2101028 - Kynning á starfi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Til kynningar.
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
4. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2101009F - Bæjarráð Ölfuss - 344
Fundargerð 344.fundar bæjarráðs frá 04.02.2021.

1. 2012003 - Samstarfssamningur - bruna- og öryggiskerfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2102003 - Framlag Ölfuss til Tónlistarskóla Árnesinga 2020-2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2005025 - Reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Sveitarfélaginu Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2102005 - Samningur um fjárvörslu og eftirleitir í afrétti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2011009 - Markaðsstofa Suðurlands - endurnýjun á samstarfssamningi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2102004 - 70 ára afmæli þéttbýlis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2102006 - Skipulag dreifbýlis og ábendingar Hveragerðisbæjar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2102008 - Samningur um innleiðingu á VinnuStund. Til kynningar.
9. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2101010F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 27
Fundargerð 27.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.01.2021.

1. 2101031 - Skýrsla æskulýðsnefndar Ljúfs 2019-2020. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2102003F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 15
Fundargerð 15.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 11.02.2021.

1. 2012013 - Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. Til kynningar.
2. 2102015 - Framkvæmdir opinna svæða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.

17. 2102005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 21
Fundargerð 21.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 15.02.2021.
1. 2102056 - Unubakki 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2. 2102043 - Núpahraun 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
3. 2102026 - Kolviðarhóll 171751 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
4. 2102036 - Selvogsbraut 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
5. 2102016 - Bláengi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
6. 2101021 - Sóltún 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7. 2101030 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
8. 2101029 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
9. 2102055 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
10. 2102054 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
11. 2102053 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
12. 2102052 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
13. 2102051 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
14. 2102048 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
15. 2102045 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
16. 2102044 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 27
17. 2102042 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
18. 2102041 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
19. 2102040 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
20. 2102039 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
21. 2102038 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
22. 2102037 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
23. 2102035 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
24. 2102034 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
25. 2102033 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 27
26. 2102032 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 29
27. 2102031 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
28. 2102030 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 33
29. 2102029 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
30. 2102028 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
31. 2102027 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 35

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


18. 2102002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 16
Fundargerð 16.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.02.2021.

1. 1904021 - ASK og DSK Skipulag - Reykjabraut 2. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2102062 - DSK Klængsbúð 30-32 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2101025 - DSK Fjarskiptamastur við Götu í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulags. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2010012 - DSK Breyting deiliskipulag Víkursandur - Iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2004003 - DSK Kuldaboli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 1903025 - DSK Sunnu- Mána- og Vetrarbraut. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2102020 - DSK Akurholt II. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 1802028 - DSK Deiliskipulag Gljúfurárholt 2. áfangi. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2101011 - ASK og DSK Árbær 4 íbúðarhús í stað opins svæðis til sérstakra nota. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2102025 - Reykjabraut 19 - umsókn um að grenndarkynna viðbyggingu. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2102011 - Klængsbúð 23-27 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3. Tekið fyrir sérstaklega.
13. 2102009 - Vógsósar lóð 172290 - leiðrétt stærð lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2102012 - Gljúfurárholt land 172345 - heimild til landskipta og staðfesting á stofnun lóðar, Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2011030 - Göngu- hjóla- og reiðvegir inn og út úr Árbæjarhverfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2101020 - Hjarðarból lóð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2102019 - Breytingar á götuheitum og númerum lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2101032 - Brot á framkvæmdarleyfi - Þórustaðanáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2101026 - Framkvæmdaleyfi Þórustaðanáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2011028 - Hveragerði-Umsögn um aðal- og deiliskipulagsbreytingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2102005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 21. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2102006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 17
Fundargerð 17.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.02.2021.

1. 2102064 - Bolalda - leyfi fyrir urðun glers. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1903025 - DSK Sunnu- Mána- og Vetrarbraut - Egilsbraut 9 - 9an. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2102004F - Bæjarráð Ölfuss - 345
Fundargerð 345.fundar bæjarráðs frá 18.02.2021.

1. 2102010 - Sveitarfélagsmörk Ölfuss og Hveragerðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2102021 - Samkomulag um aðilaskipti að samningi Lambafellsnáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2102017 - Viðauki við samning um sölu fasteigna Laxabraut 19. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2102022 - Smábátafélagið Árborg-ósk um breytingar á sérreglum um úthlutun á byggðakvóta.
Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum lið.

Afgreiðsla: „Bæjarstjórn staðfestir afstöðu bæjarráðs og samþykkir að óska eftir því við ANR að vinnsluskylda samkvæmt 6.gr. reglugerðar nr. 676/2019 verði felld niður. Óskað er eftir niðurfellingu á vinnsluskyldu þar sem fyrir liggur að fiskvinnslur í Þorlákshöfn hafa vegna markaðsbrestar í kjölfarið á COVID faraldri verulega skerta getu til að þjónusta þá sem gera út á byggðakvóta. Engu að síður er skýrt að löndun aflans er bundin við Þorlákshöfn. Heimilt verður því að telja afla landaðan til uppboðs á fiskmarkaði til byggðakvóta enda uppfylli útgerð bátsins öll önnur skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta.“

Samþykkt samhljóða.

5. 2102004 - 70 ára afmæli þéttbýlis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2102058 - Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Til kynningar.
7. 2102007 - Úthlutunarreglur Uppgræðslusjóðs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2102023 - Reglur um námsleyfi - endurskoðun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2004007 - Dagvistun - heimgreiðslur til foreldra. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 1909030 - Héraðsskjalasafn-framtíðarhúsnæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
21. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS.
Fundargerð stjórnar NOS frá 05.01.2021 og 04.02.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 566.fundar stjórnar SASS frá 15.01.2021 og 567.fundar frá 05.02.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
23. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 299.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 24.01.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
24. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 893.fundi þann 16.12.2020 og 894.fundi þann 29.01.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
25. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð 209.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15.01.2021 til kynningar. Einnig fylgir til kynningar og umræðu hjá bæjarstjórn ný samþykkt um vatnsvernd á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykktinni er ætlað að vera hjálpargagn eða verkfæri fyrir starfsmenn sveitarfélaganna varðandi umgengni á vatnsverndarsvæðum og hvaða reglur gilda. Þarna er tekið saman í einu skjali þau lög og reglur sem eru í gildi og helstu kröfur um vatnsvernd til að tryggja hreint og heilnæmt neysluvatn á svæðinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórna.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við samþykktina.
26. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 26.fundar stjórnar Bergrisans frá 26.janúar 2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
27. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 198.fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 22.01.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
28. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 44.fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 29.01.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?