Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 15

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.01.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Eiríkur Vignir Pálsson 1. varamaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði skipulagsfulltrúi eftir að máli yrði bætt á dagskrá með afbrigðum. Það er fyrsta mál á dagskrá, aðalskipulagsbreyting vegna Stóra-Saurbæjarsvæðisins og Götu í Selvogi. Var það samþykkt


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012011 - ASK Breytt landnotkun - Stóri-Saurbær og Gata
Aðalskipulagsbreyting fyrir Stóra-Saurbæjarsvæðið og Götu er nú lagt fram til auglýsingar. Skipulagslýsing var samþykkt til auglýsingar á 14. fundi. Um hana bárust jákvæðar umsagnir en ábendingar frá Umhverfistofnun og Hveragerðisbæ.
Hveragerðisbæ verður svarað og tekið hefur verið tillit til ábendingar/athugasemdar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar við áframhaldandi vinnslu tillögunnar.
Umhverfisstofnun kom með ábendingu og benti á að það væri mikilvægt að kynna hvernig tillagan samræmdist kafla 2.1.1 í landsskipulagsstefnu. Sveitarfélagið bendir á að tillagan styrkir einmitt samfélagið í Ölfusi sem einkennist af þéttbýli í Þorlákshöfn og minni kjörnum í dreifbýlinu, eða allt að 14 kjörnum, þar sem búseta er þéttari og verða þeir 15 með Stóra-Saurbæjarsvæðinu.
Einnig benti Umhverfisstofnun á forsögulegt hraun á báðum svæðunum sem félli undir 61. grein náttúruverndarlaga 60/2013.
Forsögulegt hraun er undir svæðinu við Stóra-Saurbæ en það er uppgróið og sér ekki í hraunið. Því má segja að það hafi ekki verndargildi. Sama er að segja um reitinn undir fjarskiptamastri við Götu í Selvogi. Þar eru engar hraunmyndanir, hraunbólstrar eða hraunlænur og telst hraunið á staðnum ekki hafa hátt verndargildi. Þar fyrir utan varðar bætt fjarskiptasamband öryggi vegfarenda um Suðurstrandaveg og má segja að brýna nauðsyn beri til og ekki séu aðrir valkostir, því þetta sama hraun er á öllu svæðinu við veginn.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
2. 2101011 - ASK og DSK Árbær 4 íbúðarhús í stað opins svæðis til sérstakra nota
Efla leggur fram óverulega breytingartillögu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
Á 12. fundi Skipulags- og Umhverfisnefndar var tekið fyrir og samþykkt að breyta mætti aðalskipulagi vegna lóðarinnar Árbær 4 með óverulegri aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. málsgr. 36 greinar skipulagslaga. Verið er að breyta svæði til sérstakra nota í landbúnaðarsvæði.
Rökstuðningur fyrir málsmeðferð: Nýja landnotkunin telst vera minna íþyngjandi fyrir hagsmunaaðila en sú eldri, enda er landbúnaðarsvæði víðast umhverfis landið sem hér um ræðir og er því ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.

Samþykkt að beina því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún
TAG arkitektar leggja fram endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breyttu aðalskipulagi Riftúns í Ölfusi. Nú er einungis um að ræða ferðaþjónustutengda starfsemi og hætt við smáhýsa gistingu norðvestan við Þorlákshafnarveg sem kynntur var á síðasta fundi nefndarinnar. Starfsemin er nú mest öll suðaustan vegar í formi afþreyingar fyrir ferðamenn. Hætt er við hótel á því svæði.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 31. gr. og 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2101011 - ASK og DSK Árbær 4 íbúðarhús í stað opins svæðis til sérstakra nota
EFLA leggur fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulagstillögu sem heimilar íbúðarhús á landinu Árbær 4. Verið er að breyta landinu úr svæði til sérstakra nota í landbúnaðarsvæði sbr. fyrri lið hér á fundinum.
Samþykkt að beina því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2012026 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga - þrjár lóðir
Eigandi leggur fram deiliskipulagstillögu þar sem stofnaðar eru 3 nýjar lóðir í landi Kirkjuferjuhjáleigu á bilinu 2 til 4 ha.
Afgreiðsla: Samþykkt, Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
6. 1909051 - DSK Kinn L212149
Deiliskipulag fyrir Kinn var synjað af Skipulagsstofnun í sumar þar sem nýtingarhlutfall samræmdist ekki aðalskipulagi. Nú kemur til umfjöllunar tillaga með minna byggingarmagni sem er innan ramma aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
7. 2005058 - DSK Þóroddsstaðir 2 lóð H
Skipulag Þóroddsstaða 2, lóð H, var auglýst fyrir nokkrum árum en tók ekki gildi með auglýsingu í B-deild og því þarf að auglýsa að nýju.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagstillagan verði auglýst í samrámið við 1 málsgr. 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
8. 1910066 - DSK Vesturgljúfur
Deiliskipulag fyrir Vesturgljúfur sunnan Gljúfurárholts hefur verið auglýst. Einungis Landsnet gerði athugasemd um að skilgreina þyrfti Helgunarsvæði raflínu sem liggur við svæðið betur. Það hefur verið gert og eru uppfærð gögn í viðhengi með málsettu helgunarsvæði.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
9. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn
Landeigandi legur fram skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir að sumarhúsalóðir og útivistarsvæði verði að íbúðarhúsalóðum í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
10. 1904036 - DSK Ferjukot
Lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Ferjukot í Ölfusi. Núverandi deiliskipulagi hefur verið breytt þannig að byggja megi 6 lítil ferðaþjónustuhús og eitt aðstöðuhús á lóðinni. Þetta samræmist aðalskipulagi þar sem stendur: "Heimilt er að starfrækja ýmsa minniháttar starfsemi á landbúnaðarsvæðum.......Heimilt verður, þar sem aðstæður leyfa að hafa sérhæfðar byggingar fyrir léttan iðnað og ýmiskonar þjónustu, s.s. smiðjur, verkstæði, gistiheimili, smáhýsi.....
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu og auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. enda samræmist tillaga gildandi aðalskipulagi.
11. 2011031 - Bolaölduvirkjun
Bæjarstjórn leggur málið fram til kynningar
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
12. 2012034 - Bíslag - Raufarhólshellir
Verkfræðistofan EFLA leggur fram teikningar af "bíslagi" á Raufarhóshelli. Eigendur Raufarhólshellis hafa áhuga á að reisa bíslag framan við innganginn að hellinum til að auðvelda aðgengi, minnka snjómokstur og sem hálkuvörn.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin verði að fullu afturkræf og hafi ekki varanleg umhverfisáhrif.
13. 2012035 - Tilkynning Umhverfisstofnunar um lokun hella í Hvammshrauni
Umhverfisstofnun hefur sent sveitarfélaginu erindi til að upplýsa um fyrirhugaða lokun á hellunum Ferli og Rebba í Hvammshrauni. Stofnunin spyr jafnframt hvort sveitarfélagið geri athugasemd við lokunina.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið gerir ekki athugasemd viðfyrirhugaða lokun. Sveitarfélagið óskar eftir upplýsingum um fyrirkomulag aðgangsstýringar.
14. 2101014 - Tannastaðir - náma endurvakin
Eigendur Tannastaða óska eftir að endurvekja námu sem var aflögð þegar gildandi aðalskipulag tók gildi. Í minnisblaði er fjallað um námuna og einnig má sjá staðsetningu hennar á loftmynd. Náman var feld út úr aðalskipulagi við síðustu endurskoðun í samræmi við náttúruverndarlög og gerðu eigendur ekki athugasemd á sínum tíma. Stefna sveitarfélagsins sem fram kemur í aðalskipulagi er að hafa færri en stærri námur. Vinnanlegt efni námunar var nýtt af 3/4 hlutum þegar hún var aflögð.
Afgreiðsla: Lagt fram. Vísað til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
15. 2012036 - Þrjár nýjar borholur á Hellisheiði - umsögn
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins vegna þriggja nýrra borhola á og við borsvæðið á Hellisheiði. Í viðhengi er tillaga að umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Drög að umsögn samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að senda það á umsagnarbeiðanda.
16. 2003016 - Aðalskipulag Kópavogs
Kópavogsbær óskar eftir umsögn um aðalskipulagsbreytingu vegna uppbyggingar við miðbæ Kópavogs á Fannborgar- og Traðarreitum. Sveitarfélagið hefur gefið umsögn um breytinguna á fyrri stigum. Í viðhengi eru drög að umsögn Ölfuss um tillöguna.
Afgreiðsla: Drög að umsögn samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að svara Kópavogsbæ.
17. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða
Borist hefur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála í máli þar sem við vorum kærð fyrir að synja skiptingu lands nema deiliskipulag liggi fyrir. Málið var kynnt á 342 fundi bæjarráðs þann 7. janúar sl. sem bókaði eftirfarandi:
3. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr.98/2020, kæru á ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 17.september 2020 um að synja beiðni um skiptingu jarðarinnar Lindarbæjar. Fram kemur í úrskurðaorðum að kærumálinu hafi verið vísað frá. Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

Afgreiðsla: Lagt fram.
Fundargerð
Eiríkur Vignir Pálsson vék af fundi undir næsta dagskrárlið.
18. 2101004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 20
18.1. 2101009 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 1-5
Stokktré ehf. sækir um lóðina Þurárhraun 1-5 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Þurárhraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Úthlutun Þurárhrauns 1-5 samþykkt.
18.2. 2101010 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 7-11
Stokktré ehf. sækir um lóðina Þurárhraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Þurárhraun 1-5 til vara.
Afgreiðsla: Úthlutun Þurárhrauns 7-11 samþykkt.
18.3. 2012033 - Laxabraut 9b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Örn Stefánsson sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð fyrir raforku úr forsteyptum einingum. samkv. teikningum frá ARGOS ehf. dags. 15. desember 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.4. 2101016 - Ferjukot 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðrún Stefánsdóttir sækir um f/h landeiganda byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Teiknistofan Strikið dags. 21.01.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.5. 2101004 - Þóroddsstaðir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ Jakobsson sækir um f/h landeiganda byggingarleyfi fyrir tækja og vélargeymslu samkv. teikningum dags. 02.12.20
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki deiliskipulagi. Fyrirhuguð bygging er ekki innan byggingarreits.
18.6. 2012037 - Laxabraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson sækir um f/h lóðarhafa byggingarleyfi fyrir 3 sjóvatnseldiskerjum til viðbótar og eru þau tvö ker sem eru 30 m í þvermál og eitt ker sem eru 22 m í þvermál. Heildar flatarmál kerja í 3. áfanga er 1.897,5 m². Heildar flatarmál eftir fjölgun kerja verður um 6.916,8 m². Sjóvatnseldiskerin eru hringlaga og eru gerð úr forsteyptum einingum sem koma ofan á staðsteypta botnplötu sem hallar inn að miðju hringsins. Hæð kerjanna frá úthring botns er 4,4 m og eru kerin grafin niður um 1m í jörðu og síðan er fyllt að kerjunum. samkv. teikningum frá Urban arkitektar dags. 22.12.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.7. 2012028 - Núpahraun 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson sækir um f/h lóðarhafa byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Pró-ark Teiknistofa dags. 30.11.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.8. 2101018 - Þurárhraun 37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 07.01.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.9. 2101017 - Bláengi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa Birgitta Ýr Sævarsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 12.01.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.10. 2101015 - Þurárhraun 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Arkiteo, Einari Ólafsyni dags. 20.07.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?