Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 387

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
01.12.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir bæjarráði lá 10 mánaða uppgjör Sveitarfélagsins Ölfuss til kynningar. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur tímabilsins voru 2.298.874 þús.kr. og hækka um 13% á milli ára. Munar þar mestu að útsvar hækkar um 13% og jöfnunarsjóður um 21%. Sé litið til málaflokka kemur í ljós að félagsþjónusta hækkar um 18% á milli ára, fræðslu- og uppeldismál um 6% og æskulýðs- og íþróttamál um 5%.

Lagt fram til kynningar.
2. 2211032 - Sigurhæðir - umsókn um styrk vegna starfsemi 2023.
Erindi frá Sigurhæðum þar sem óskað var eftir styrk vegna starfseminnar 2023.
Verði framhald á stöðu Sigurhæða sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar með óbreyttu framlagi þá er leitað eftir styrk frá Sveitarfélaginu Ölfusi að upphæð kr.833.000 Komi ekki framlag úr Sóknaráætlun er leitað styrks að upphæð kr.1.468.000.

Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um umbeðna hækkun hvort sem þar ræðir um 333% eða 587% enda slíkar hækkarnir hvergi nærri þeim hækkunum sem lagðar eru til félagasamtaka, hvorki innan sveitarfélags né utan þess.

Bæjarráð samþykkir hins vegar að hækka styrkinn í 500 þúsund eða um 100% sem þó er langt umfram það sem almennt viðgengst í fjárhagsáætlun komandi árs.

Samþykkt samhljóða.
3. 2211046 - Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarfstyrkbeiðni
Bréf frá ADHD samtökunum dags.16.11.22 þar sem óskað er eftir samstarfi við Ölfus um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Suðurlandi, allt að kr.500.000.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki inn fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2211050 - Ósk um endurnýjun samstarfssamnings við Markaðsstofuna 2023
Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi vegna ársins 2023.

Í ljósi úrsagnar Hveragerðisbæjar úr Markaðsstofu Suðurlands frestar bæjarráð ákvörðun um samstarfssamning við Markaðsstofuna til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

5. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fyrir liggur að Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings hefur lagt það til að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga samþykki útgöngu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss úr byggðasamlaginu. Skal útganga sveitarfélaganna miðast við 1. mars 2023. Í framhaldinu verður gengið frá samkomulagi allra sveitarfélaga þar sem gengið er frá eignum, skuldum, yfirfærslu á málum sem eru í vinnslu hjá skóla- og velferðarþjónustu sem og öðru er leysa þarf úr við útgöngu þeirra. Skal það samkomulag vera samþykkt í sveitarstjórnum allra aðildarsveitarfélaganna fyrir 1. mars 2023.

Er þessi leið valin til að auðvelda öðrum en Hveragerði og Ölfus áframhaldandi samstarfi með breyttum áherslum.

Bæjarráð samþykkir að ganga úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. Útganga miðast við 1. mars 2023 og að öll aðildarsveitarfélög hafi komist að samkomulagi um eignir, skuldir, yfirfærslu á málum sem eru í vinnslu hjá skóla- og velferðarþjónustu sem og öðru er leysa þarf úr fyrir útgöngu sveitarfélaganna. Bæjarstjórn samþykkir einnig útgöngu Hveragerðisbæjar/Sveitarfélagsins Ölfuss með sömu skilyrðum.

Samþykkt samhljóða.


6. 2211054 - Breytingar á störfum -minnisblað
Fyrir fundinum liggur minnisblað um sameiningu á störfum forstöðumanns Selvogsbrautar 1 og forstöðumanns 9-unnar Egilsbraut 9.

Bæjarráð samþykkir að sameina störf forstöðumanns Selvogsbrautar 1 og forstöðumanns 9-unnar enda hefur þegar verið ráðið í aukin stjórnunarhlutverk deildarstjóra á báðum stöðum. Með þessu vonast bæjarráð til þess að styrkja enn frekar stjórnun og utanumhald um málefni fullorðinna með sérþarfir, hvort sem þær eru tilkomnar vegna fötlunar, aldurs eða annars.

Samþykkt samhljóða.
7. 2211049 - Endurnýjun á samningi um vottun á jafnlaunakerfi Ölfuss.
Skv. lögum skulu óháðir úttektaraðilar sjá um úttekt á jafnlaunkerfi sveitarfélagins. Fyrir fundinum liggur til kynningar endurnýjun á samningi við vottunarstofuna Versa. Samningurinn er óbreyttur frá því sem verið hefur.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja samning við votturnarstofuna Versa.
8. 2211053 - Samstarfsyfirlýsing Sveitarfélagsins Ölfuss og Motus ehf.
Endurnýjun á samstarfssamningi við Motus til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja samning við Motus á þeim grunni sem lýst er í fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsingu.
9. 2211047 - Samráðsgátt - Grænbók í málaflokki sveitarfélaga
Drög að grænbók um stöðumat og valkosti íslenskra sveitarfélaga til framtíðar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru liður í stefnumótun stjórnvalda í málaflokki sveitarfélaga en þetta í annað skiptið sem stefna og aðgerðaáætlun er sett fyrir málaflokkinn. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 16. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
10. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
46.mál - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum.
63.mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr.4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts)

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?