Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 22

Haldinn í fundarherbergi bæjarráðs,
22.07.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Eiríkur Vignir Pálsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2102075 - DSK Auðsholt - 3 lóðir
Deiliskipulag fyrir Auðsholt í Ölfusi hefur verið auglýst. Ein athugasemd/árétting kom frá eigendum nágrannalóðar sem benda á að í deiliskipulaginu komi ekki fram kvöð (að þeirra sögn þinglýst) um aðkomu þeirra að landi sínu í Auðsholtsflóð eftir óakfærum slóða sem liggur um deiliskipulagssvæðið. Kvöðin hefur verið færð inn á deiliskipulagsuppdráttinn. Tillaga að svari við athugasemdinni er í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin vísar því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Kvöðin hefur verið færð inn á uppdráttinn og skipulagsfulltrúa falið að svara nágrönnum samræmi við tillögu í minnisblaði í viðhengi. Landeigandi þarf einnig að sýna fram á staðfestingu á tengingu við vatnsveitu/vatnsöflun.
2. 2106069 - DSK Deiliskipulag Laxabraut 11
EFLA fyrir hönd Laxa ehf leggur fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir lóðina Laxabraut 11. Fyrirhugað er seiðaeldi og mögulega þauleldi á laxi á lóðinni. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka á lóðinn. Eldið er stækkun á núverandi eldi á aðliggjandi lóð, Laxabraut 9. Mögulegt er að í stað nýs deiliskipulags verði gerð breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir þá lóð.
Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa lýsinguna. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2106064 - Breyting aðalskipulags - Gjúfurárholt land 10 - Staður
Landeigandi óskar eftir að við endurskoðun aðalskipulags verði verslunar og þjónustusvæði í stað stofnannasvæðis í land hans Gljúfurárholt land 10 - Staður
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags til útfærslu.
4. 2106063 - Framkvæmdaleyfi - endurheimt votlendis í Alviðru
Landgræðslan sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis við Alviðru við Sogið. Framkvæmdin fellst í því að fylla upp í alls 1131 metra af skurðum á svæðinu.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt
5. 2107008 - Veitur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng í Þrengslum
Veitur ohf sækja um framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng með þjóðvegi í Þrengslum í samræmi við umsókn og uppdrætti í viðhengi.
Sótt hefur verið um leyfi til landeiganda en það liggur ekki fyrir.

Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt með fyrirvara um samþykkt forsætisráðuneytis fyrir framkvæmdinni fyrir hönd landeiganda.
6. 2007001 - Lóð fyrir tengihús fyrir sæstreng frá Skotlandi Farice ehf
Faris ehf óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðis þannig að lóð verði til fyrir tengihús við nýjan sæstreng frá Skotlandi. Í framhaldinu þarf heimild skipulagsnefndar til að stofna viðkomandi lóð.
Afgreiðsla: Nefndin heimilar að umsækjanda sé heimilt að vinna breytingu á deiliskipulagi og stofna í framhaldinu umrædda lóð undir tengihús við sæstreng.
7. 2106060 - Stofnun lóðanna Ferjukot 4, 6 og 8 úr landinu Kirkjuferjuhjáleiga
Landeigandi óskar eftir að stofan 3 lóðir úr landi Kirkjuferjuhjáleigu í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag og lóðarblöð í viðhengi.
Afgreiðsla: Stofnun lóða samþykkt.
8. 2107010 - Stofnun og sameining lóða
Landeigandi óskar eftir að sameina landræmuna Efri Grímslækur land L203017 nágrannalóðinni Ytri Grímslækur lóð L195678. Báðar lóðirnar eru til í Þjóðskrá.
Afgreiðsla: Samþykkt að sameina megi lóðirnar.
9. 2107025 - Hjalli - stofnun lóðar úr landinu
Proark fyrir hönd eiganda óskar eftir að stofna lóð úr landinu Hjalla í samræmi við kort í viðhengi. Ekki er um nýja uppbyggingu að ræða heldur er verið að stofna lóð um gamalt íbúðarhús sem staðið hefur í langan tíma á lóðinni.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna lóð þegar tilheyrandi gögnum hefur verið skilað. Taka þarf tillit til aðgengis og bílastæðamála Hjallakirkju. Eiríkur V. Pálsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. 2106061 - Landeldi - umsögn til MAST vegna rekstrarleyfis
MAST óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna rekstrarleyfisumsóknar Landeldis. Sótt er um eldi fyrir 3.450 tonna eldi á laxi, urriða og bleikju. Umsögnin skal fjalla um það hvort sveitarfélagið telji að fyrirhugað eldi og náttúrulegar aðstæður valdi neikvæðum vistfræðilegum eða erfðafræðilegum áhrifum.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að fyrirhugað eldi og aðstæður á staðnum valdi hvorki neikvæðum vistfræðilegum eða erfðafræðilegum áhrifum. Nefndin vill árétta að gætt verði að takmörkun á ljósmengun frá stöðinni.
11. 2107015 - Kostnaður vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagt er fram uppfært kostnaðarmat ráðgjafa sveitarfélagsins vegna viðbótarvinnu við heildarendurskoðun aðalskiplags og ásamt skýringum og minnisblað þar um.
Afgreiðsla: Nefndin vísar málinu til bæjarráðs.
12. 2107023 - Framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn meðfram Hvammsvegi
Veitur sækja um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun hitaveitulagnar meðafram Hvmamsvegi ofanverðum.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt
13. 2107024 - Götunöfn í nýja miðbæjarhverfinu Mói
Í nýjum miðbæ hafa komið fram nöfnin Hnjúkamói, Klettamói og Rásarmói auk nafnsins Hleinarmói. Þau eru tekin úr sögu Þorlákshafnar.
Afgreiðsla: Lagt fram
14. 2107026 - Stækkun námu E-2 í við endurskoðun aðalskipulags
Lögmannsstofan Megin fyrir hönda Eden ehf óska eftir að vinnslumagn og vinnslusvæði námu E4 Sandfell verði stækkað við heildarendurskoðun aðalskipulags. Erindi með greinargerð sem inniheldur kort af svæðinu í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags til frekari úrvinnslu.
15. 2102063 - Nafnasamkeppni um nafn á nýju hverfi vestan byggðar Þorlákshöfn
Fjölmargar tillögur bárust í nafnasamkeppni um nafn á nýtt hverfi vestan byggðar. Í viðhengi eru 2 skjöl og eru allar tillögur sem komið hafa fram í öðru en samantekt á þeim í hinu.
Afgreiðsla: Samþykkt að nefna götur hverfisins til heiðurs frumbyggjakonum með endingunni "gata" í samræmi við tillögu sem barst í nafnasamkeppni.
Það voru Skúli Kristinn Skúlason og Dagbjört Hannesdóttir sem lögðu þetta til og verða nöfnin Bárugata, Dagnýjargata, Elsugata og Fríðugata notuð um göturnar í hverfinu.
Auk þess er í tillögu þeirra að finna götunöfnin Gyðugata, Grétugata, Hertugata, Liljugata, Möggugata, Petrugata, Rögnugata og Siggugata.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
16. 2107022 - Umsögn um heildarendurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps
Skipulagsfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu um nýtt aðalskipulag hreppsins 2020-2030 sem lagt er fram til kynningar í samræmi við 2. málsgr. 30. gr. skipulagslaga.

Linkur á skipulagsgögn: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/Cascade/index.html?appid=0d2b8a03b3ca436db639b78512a1ee49

Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við tillöguna eins og hún er lögð fram en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum ef þurfa þykir.
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2107001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 26
Eiríkur Vignir Pálsson, vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla: Lagt fram og staðfest í heild.
17.1. 2106071 - Þurárhraun 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir raðhúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 24.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.2. 2105018 - Þurárhraun 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 06.05.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.3. 2107014 - Birkigljúfur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Egill Örn Arnarson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Eggerti Guðmundssyni dags. 04.07.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.4. 2107012 - Mánastaðir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þorgeir Óskar Margeirsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum dags. 16.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.5. 2106066 - Árbær 4 171662 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
María Björk Gunnarsdóttir sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Eflu verkfræðistofa. dags. 06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.6. 2107002 - Þurárhraun 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir raðhúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 07.07.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.7. 2107013 - Umsókn um stöðuleyfi
Alexander Hilmar Arnarsson lóðareigandi sækir um stöðuleyfi fyrir 70 m2 húsi til 6 mánað á lóðina Hjarðarbólsvegur 1.
Afgreiðsla: Samþykkt
17.8. 2107011 - Umsókn um stöðuleyfi
Hinrik Jóhannesson lóðareigandi sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á lóð sína Mánastaðir 2
Afgreiðsla: Stöðuleyfi til 12 mánaða samþykkt, óheimilt er að nota vinnuskúr til gistingar.
Mál til kynningar
18. 2107009 - Skipulagslýsing fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis
Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi vinna nú að gerð nýs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Ekki verður séð að skipulagið snerti hagsmun Ölfuss, beint.
Afgreiðsla: lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?