| |
| 1. 2312024 - Umsókn um lóð - Selvogsbraut 8 | |
Bæjarráð tók til umsagnar erindi Yrki eigna ehf., dags. 15. október 2025, þar sem óskað er eftir viðbótarfresti til nýtingar byggingarréttar á lóðinni Selvogsbraut 8.
Bæjarráð áréttar að í sveitarfélaginu hefur orðið veruleg íbúafjölgun á undanförnum árum, eða tæplega 40% á átta árum. Fyrir liggur að sú þróun mun halda áfram. Til marks um það þá eru núna í byggingu um 270 íbúðir sem munu hýsa um 700 íbúa.
Af þessum ástæðum telur bæjarráð að fyrir liggi brýn þörf á frekari uppbyggingu verslunar- og þjónusturýma í sveitarfélaginu. Þannig sé öflug matvöruverslun ein af grundvallarforsendum fyrir því að tryggja fullnægjandi þjónustu við núverandi og vaxandi íbúafjölda.
Með vísan til framangreinds telur bæjarráð að hvorki séu fyrir hendi forsendur né rök til að veita langan frest til nýtingar lóðar- og byggingarréttarins enda úthlutun komin töluvert fram yfir fresti úthlutunarreglna.
Bæjarráð telur jafnframt ástæðu til að íhuga vandlega að kanna vilja annarra rekstraraðila lágvöruverðverslana til að koma upp þjónustu í Þorlákshöfn, í samræmi við fyrirsjáanlega þjónustuþörf íbúa verði ekki hafist handa við uppbyggingu á lóðinni.
Að öllu framangreindu virtu samþykkir bæjarráð að veita Yrki eignum ehf. tveggja mánaða frest (til 5. janúar 2026) til að leggja fram fullmótaða, bindandi og tímasetta áætlun um framtíðarnýtingu lóðarinnar Selvogsbraut 8. Ljúki aðili ekki framangreindu innan umrædds frests verður málið tekið til frekari afgreiðslu á grundvelli lóðarreglna sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 2. 2510091 - Beiðni um viðbótarfrest til nýtingar á byggingarrétti | |
Veittur er viðbótarfrestur fram til 5. janúar 2026.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 3. 2510044 - Ósk um stækkun lóðar - Nesbraut 8 | |
Með vísan til afgreiðslu fagnefndarinnar samþykkir bæjarráð stækkun lóðarinnar Nesbraut 8 með þeim fyrirvörum sem settir voru af skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð ítrekar sérstaklega mikilvægi þess að hafa í huga að ásýnd svæðisins og útlit húsa skiptir miklu máli og því mikilvægt að kröfur um útlit, hæð húsa, lykt- og ljósmengun séu gerðar í deiliskipulagi vegna nálægðar við íbúabyggð og útivistarsvæði.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 4. 2511011 - Fornleifarannsóknir við Egilsbraut - Aukafjárveiting | |
Bæjarráð samþykkir beiðni um viðauka upp á 6.300.000 kr. til að mæta kostnaði við tilgreindar fornleifarannsóknir.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 5. 2511009 - Beiðni um styrk vegna vinabæjarmóts í Ölfusi 2026 | |
Bæjarráð samþykkir að styrkja Norræna félagið í Ölfusi um 1,2 milljónir vegna heimsóknar vinarbæjanna Morse-Rygge í Noregi, Vimmerby í Svíþjóð og Tønder-Skærbæk í Danmörku á vinarbæjarmót í Ölfusi 1. til 5. júlí 2026.
Í erindinu er óskað eftir gjaldfrjálsu aðgengi að sundlaug, veislusalnum Versölum o.fl. Bæjarráð getur ekki orðið við því enda hver eining innan reksturs sveitarfélagsins gerð upp sjálfstætt. Bæjarráð felur því starfsmönnum sínum að kanna væntan kostnað við þessa þætti erindisins og hækka umbeðinn styrk til samræmis.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 6. 2510085 - Erindi frá Viðburðarfélaginu Þollóween | |
Um leið og bæjarráð þakkar stjórn Viðburðarfélagsins Þollóween fyrir ómetanlegt framlag til öflugs mannlífs og menningar frestar bæjarráð erindinu þar sem óvíst er hvaða körfur eru gerðar til geymsluhúsnæðis til dæmis hvað varðar stærð o.fl.
Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að óska eftir upplýsingum frá viðkomandi hvað ofangreint varðar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 7. 2511010 - Beiðni um skilmálabreytingu á skuldabréfi | |
Bæjarráð samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 8. 2510064 - Erindi frá knattspyrnufélaginu Ægi | |
Bæjarráð tekur undir hamingjuóskir til Ægis varðandi árangur árangur ársins og þá ekki síst með sigur í 2. deild og sæti í Lengjudeildinni næsta sumar.
Bæjarráð hefur fullan skilning á kostnaði við rekstur afreksliða og þeim takmörkunum sem það veldur þegar stórir styrktaraðilar hætta stuðningi. Eftir sem áður þarf sveitarfélagið að gæta jafnræðis og vinna eftir samþykktum forsendum styrkja.
Fyrir liggur það fordæmi að árið 2011 fór Þór Þorlákshöfn upp í úrvalsdeild í körfubolta og hlaut þá 1.500.000 kr. styrk frá sveitarfélaginu. Á verðlagi ársins í ár eru það um 2.700.000.
Með vísan í fordæmi samþykkir bæjarráð að styrkja Ægi um 2.700.000 vegna sambærilegs árangurs.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 9. 2511012 - Samstarf við Markaðsstofu Suðurlands | |
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 10. 2511013 - Kynning á leiðaáætlun landsbyggðarvagna | |
Bæjarráð fagnar því að brugðist skuli við ákalli vaxandi samfélags um auknar almenningssamgöngur. Bæjarráð óskar ennfremur eftir því að tilgreindar breytingar verði kynntar fyrir bæjarbúum.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|