Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 5

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.05.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson aðalmaður,
Eiríkur Vignir Pálsson aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205013 - Fyrirspurn frá stjórn vatnsveitu
Stjórn vatnsveitu Hjallasóknar óskar eftir svörum við eftirtöldum spurningum.

1.Í ljósi þess að sveitarfélagið tók yfir tvær veitur í austurhluta dreifbýlisins liggur beinast við að spyrja hvort það sé stefna sveitarfélagsins að eignast þær einkaveitur sem eru starfhæfar.
2. Ber sveitarfélaginu skylda til að taka yfir einkaveitur sé þess óskað.
3. Er vinna í gangi varðandi vatnsöflun í vestursveitinni þar sem veitan er fulllestuð og sveitarfélagið er með í skipulagi hjá sér stækkun byggðar á þessu svæði.

Afgreiðsla:


1.Í ljósi þess að sveitarfélagið tók yfir tvær veitur í austurhluta dreifbýlisins liggur beinast við að spyrja hvort það sé stefna sveitarfélagsins að eignast þær einkaveitur sem eru starfhæfar?

Það er stefna sveitarfélagsins að taka veitumál í dreifbýli til skoðunar og því er t,d búið að stofna stjórn vatnsveitu sem hefur það hlutverk vinna að veitumálum í sveitarfélaginu og mögulega í eh tilfellum að eignast veiturnar eða koma að enduruppbyggingu veitna á eh svæðum. Stjórn Vatnsveitu Ölfuss lýsir sig þó reiðubúna til viðræðna við eigendur einkaveitna sé þess óskað.

2. Ber sveitarfélaginu skylda til að taka yfir einkaveitur sé þess óskað?

Lagalega ber sveitarfélaginu ekki skylda til að taka yfir einkaveitur.

3. Er vinna í gangi varðandi vatnsöflun í vestursveitinni þar sem veitan er fulllestuð og sveitarfélagið er með í skipulagi hjá sér stækkun byggðar á þessu svæði?

Það er ekki skipulögð vinna í gangi varðandi vatnsöflun einkaveitna enda er það hluti að deiliskipulagsvinnu hvers landeiganda að sjá fyrir vatnsöflun á því svæði sem hann skipuleggur eins og kveður á um í aðalskipulagi. En stjórn vatnsveitu stefnir hins vegar á að vinna heildstætt að lausn vatnsveitna í dreifbýlinu enda er það m.a. hlutverk hennar. Verkefni stjórnar Vatnsveitur eru:

9. gr.
Verkefni stjórnar vatnsveitunnar eru:
a. Að ákveða framkvæmd vatnsveitumála á starfssvæði vatnsveitunnar í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins og ákvæði laga, þar á meðal að hafa yfirumsjón með uppbyggingu og viðhaldi veitunnar, virkjun vatnsbóla, lagningu vatnsæða, þ.e. aðalæða, stofnæða, dreifiæða og heimæða, og byggingu annarra mannvirkja sem nauðsynleg kunna að vera til reksturs veitunnar, svo sem dælustöðva og miðlunargeyma.
b. Að gera tillögu að gjaldskrá sem hún sendir bæjarstjórn til endanlegrar staðfestingar og auglýsa gjaldskrána og breytingar á henni.
c. Fara með málsmeðferð, samningsgerð og veitingu styrkja í dreifbýlinu. Nánar er fjallað um málefni dreifbýlis í gjaldskrá og verklagsreglum stjórnar.
d. Að annast eftirlit með rekstri vatnsveitu í umboði bæjarstjórnar og marka stefnu um þjónustu hennar með því að setja nánari reglur um einstök framkvæmdaratriði eftir því sem þörf gerist.
e. Gera tillögu að fjárhagsáætlun fyrir vatnsveituna og leggja fyrir bæjarstjórn.
f. Gerir meiriháttar samninga um sölu á vatni og afgreiðir mál þar sem um er að ræða sérstaklega flókin úrlausnarefni.
g. Setur sér nánari verklagsreglur um málsmeðferð fyrir stjórninni. Reglurnar skulu a.m.k. kveða á um umsóknarferli, gerð samninga og nánari afmörkun á því hvaða mál veitustjóra er heimil fullnaðarafgreiðsla.
h. Önnur verkefni sem henni eru falin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?