Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 336

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
01.10.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008069 - Menningarmál Lista-og menningarverðlaun Ölfuss
Bæjarráð fjallaði um tilnefningar til lista- og menningarverðlauna Ölfuss fyrir árið 2020. Fjölmargar tilnefningar bárust enda lista- og menningarlíf innan sveitarfélagsins í miklum blóma.

Bæjarráð hefur sammælst um hver hlýtur lista- og menningarverðlaun sveitarfélagins í ár. Vegna aðstæðna verður verðlaunaafhendingin með óhefðbundnu sniði að þessu sinni og verður upplýst um valið þegar afhendingin hefur farið fram.
2. 2009051 - Beiðni um viðhald á húsnæði
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Leikfélagi Ölfuss þar sem þess er óskað að sveitarfélagið ráðist í viðhald á geymsluhúsnæði félagsins sem það hefur til afnota frá sveitarfélaginu.

Bæjarráð lýsir vilja til að halda áfram öflugum stuðningi við gott starf leikfélagsins og sýnir því fullan skilning að ráðast þurfi í endurbætur á tilgreindu húsnæði. Bæjarráð vísar því erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
3. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Fyrir bæjarráði lágu viðaukar við eldra samkomulag um framkvæmdir í Móanum við byggingar á íbúðarhúsnæði. Upprunalega samkomulagið, sem dagsett var 16. apríl 2019, gerði ráð fyrir að ferlið gagnvart Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum tæki skemmri tíma en í ljós hefur komið og eru viðaukarnir gerðir annars vegar til að skerpa nánar á áfangaskiptingu verksins og hins vegar til að uppfæra dagsetningar.

Þannig er miðað við að framkvæmdum við fyrsta áfanga verði lokið innan þriggja ára frá þeim tíma er deiliskipulagið fyrir reitina öðlast gildi og að heildarframkvæmd á öllu svæðinu verði lokið innan 10 ára.


Bæjarráð samþykkir viðaukana fyrir sitt leyti.
4. 2004039 - Kirkjuferjuvegur.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Vegagerðinni vegna krafna sveitarfélagsins og íbúa við Kirkjuferjuveg um úrbætur á þjóðveginum um Kirkjuferju.

Í erindinu upplýsir Vegagerðin um stöðu mála og tekur undir að úrbóta sé þörf.

Í erindinu segist Vegagerðin enn sem komið er ekki leggja bundið slitlag á héraðsvegi þar em unnið sé að úrbótum á stofn- og tengivegum.

Bæjarráð þakkar erindið en gerir alvarlegar athugasemdir við þann greinamun sem gerður er á héraðsvegi og tengivegi í erindinu.

Í öðrum samskiptum Sveitarfélagsins Ölfuss við samgönguyfirvöld hefur m.a. komið fram að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafi lagt til að tilgreindar vegflokkanir verði endurskoðaðar. Við þá endurskoðun hafi samgöngunefndin fengið skýr svör frá Vegagerðinni um að þessar vegflokkanir væru hættar að skipta máli við mat á þörfum framkvæmdum.

Bæjarráð óskar því eftir að svör Vegagerðarinnar við fyrrgreindu erindi Sveitarfélagsins Ölfus og íbúa við Kirkjuferjuveg verði enduskoðað í þessu ljósi.
5. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg
Fyrir bæjarráði lá erindi frá tæknisviði sveitarfélagsins þar sem vakin er athygli á því að nánast öllum lóðum undir íbúðarhúsæði hafi nú þegar verið úthlutað og útlit væri fyrir að á næstu árum myndi skorta lóðir til úthlutunar í Þorlákshöfn verði ekki gripið til aðgerða.

Í erindinu segir að sú aukning sem gert var ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi hafi reynst full hógvær enda gríðalegur áhugi á sveitarfélaginu til búsetu. Þar sem aðalskipulagið sé nú að renna sitt skeið séu heimildir þess til útbyggingar um það bil fullnýttar.

Í minnisblaði í viðhengi má sjá hve mikil aukning fjölda íbúa í Þorlákshöfn hefur veri síðustu ár en sem dæmi má nefna fjölgaði íbúum um nærri 6% síðasta ár. Tæknisviðið hefur þegar unnið forkönnun á mögulegum samstarfsaðilum hvað hönnun varðar og telur að Jees -arkitektar séu best til þess fallnir að taka verkefnið að sér.

Bæjarráð samþykkir erindið að því leyti sem það fellur undir málefni bæjarráðs, og þar með að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar. Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til faglegrar umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?