Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 329

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.06.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristín Magnúsdóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Formaður óskaði eftir að fá að taka mál nr.1509058 inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904013 - Viðbygging Egilsbraut 9.
Lagt er fyrir nefndina minnisblað Víðis Smára Petersen hrl. hjá LEX lögmannsstofu þar sem fjallað er um breytingarbeiðni verktaka í útboðsverkinu „Íbúðir Egilsbraut 9“. Í minnisblaðinu er komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu sé heimilt að samþykkja breytingarbeiðni verktaka sem felst í að nota steyptar einingar í stað þess að staðsteypa raðhúsið.
Sigmar Árnason sviðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð tekur undir niðurstöðu minnisblaðsins og felur sviðsstjóra og byggingarfulltrúa, í samráði við umsjónarmann verksins, að gera umrædda breytingu og ganga frá því þannig að breytingin hafi ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.
2. 2005059 - Gagnvirkt ferðalag - markaðsátak Markaðsstofu Suðurlands og Sóknaráætlunar
Sóknaráætlun Suðurlands hefur lagt til fjármagn m.a. til markaðssetningar á landshlutanum innanlands sem viðbragð við Covid19. Hluti af því verður nýttur sem grunnur inn í efnissköpun fyrir það átak sem og Gagnvirka Ísland, að því gefnu að fjármögnun þess takist að fullu. Þá hefur stjórn Markaðsstofunnar samþykkt að setja kr. 3.500.000 af viðbótarfjármagni sem hún fékk nýlega inn í verkefnið. Út af standa kr. 3.500.000 í fyrsta fasa, sem leitað er til allra sveitarfélaganna á Suðurlandi að fjármagna. Því óskar Markaðsstofan eftir stuðningi Sveitarfélagsins Ölfuss að upphæð 246.965 kr., sem skiptist í 75.000 kr. grunnframlag hvers sveitarfélags og 80 kr. per. íbúa.
Bæjarráð samþykkir erindið.
3. 1911038 - Sambyggð 14b - Bjarg íbúðafélag
Veita þarf bæjarstjóra heimild til að undirrita tryggingabréf vegna Sambyggðar 14b.

Um er að ræða tryggingu á fjármögnun Landsbankans vegna byggingaframkvæmda Bjargs íbúðafélags hses, kt. 490916-0670 að Sambyggð 14 í Þorlákshöfn, 12 íbúðir, heildarstærð 911 fermetrar.

Tryggingarfjárhæð bréfsins er kr. 260.700.000.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra hér með heimild til að undirrita tryggingarbréf vegna Sambyggðar 14b.
4. 2006003 - Fyrirspurn um landnemaspildu-Tjaldskógur
Fyrir bæjarráði lá erindi með ósk um að fá að staðsetja ,,Tjaldið", sem er færanlegt viðburða- og athafnarými, á skika í Ölfusi. Hugmyndin er að nýta tjaldið til skógræktar, jógaiðkunar o.fl.
Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því án frekari undirbúnings svo sem skipulagsvinnu o.fl. Bæjarráð beinir því til skipulagssviðs að horfa til þess við rammaskipulag Þorláksskóga að skiplögð verði svæði þar sem hægt er að heimila beiðni sem þessa.
5. 1602040 - Úthlutunarreglur íbúða á Egilsbraut 9.
Fyrir bæjarráði lágu drög að reglum um úthlutun íbúða aldraða að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir aldraða sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda til að geta búið á eigin heimili.

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
6. 2006004 - Beiðni um afnot af landi
Fyrir bæjarráði lá erindi frá samfélagi Litháa á Íslandi þar sem óskað var eftir landskika til að nýta til samkomu. Skikinn myndi nýtast til trjáræktar og fegrunar auk þess að verða samkomustaður samfélagsins.
Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því án frekari undirbúnings svo sem skipulagsvinnu og fl. Bæjarráð beinir því til skipulagssviðs að horfa til þess við rammaskipulag Þorláksskóga að skiplögð verði svæði þar sem hægt er að heimila beiðni sem þessa.
7. 2004015 - Aðalfundur Lánasjóðsins 2020
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðsins sem haldinn verður 12. Júní kl. 15:00 á Grand Hótel í Reykjavík.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.
8. 2005057 - Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Fyrir bæjarráði lá erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um upplýsingagjöf sveitarfélaga hvað varðar greiningu á fjárhagsstöðu sveitarfélaga vegna áhrifa Covid-19.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum að vinna áfram með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að úrvinnslu upplýsinga.
10. 1509058 - Starfsmannamál: samkomulag um kjarasamningsumboð
Sveitarfélagið Ölfus felur hér með Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd við Félag íslenskra náttúrufræðinga.
Mál til kynningar
9. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
775.mál frumvarp til laga um fjarskipti.
838.mál frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð).

Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?