Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 359

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.10.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110038 - Tækifærisleyfi - árshátíð starfsfólks Sveitarfélagsins Ölfuss
Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsfólks Ölfuss í Versölum-ráðhúsi Ölfuss laugardaginn 6. nóvember.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfisins.
2. 2110036 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Í bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30.09.2021 er sagt frá því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði á fundi sínum þann 24. september sl. um hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.

Óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar fyrir lok október.

Bæjarráð lýsir sig áhugasamt hvað varðar þá aðferðarfræði sem lýst er í erindinu en þar sem Sveitarfélagið Ölfus er á vaxtarsvæði fellur það ekki undir þau markmið sem hugmyndin felur í sér.
3. 1812018 - Þorláksskógar.
Fyrir bæjarráði lá erindi þar sem fram kemur afstaða stjórnar Þorláksskóga til þess hvort tilnefna ætti Þorláksskóga til þátttöku í Bonn-áskoruninni sem er alþjóðlegt átak í endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum. Bæjarráð hafði áður óskað eftir afstöðu stjórnar Þorláksskóga til þessa.

Fram kemur að stjórn Þorláksskóga hvetji Sveitarfélagið Ölfus til að tilnefna Þorláksskóga sem hluta af Bonn-áskoruninni.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum að tilnefna Þorláksskóga sem hluta af Bonn-áskoruninni.
4. 2110040 - Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4.október, vegna nýrra leiðbeininga um ritun fundargerða sveitarstjórnar og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.


Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum að endurskoða samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar með tilliti til þeirra breytinga sem kynntar eru í bréfi ráðuneytisins.
Mál til kynningar
5. 2110032 - Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 11.október 2021
Breyting á reglugerð vegna reikningsskila sveitarfélaga
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?