Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 378

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.07.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar
Fyrir bæjarráði lágu drög að viljayfirlýsingu milli North Ventures ehf. og Sveitarfélagsins Ölfus sem kveður á um samstarfi um iðngarða fyrir gagnaver, með það að markmiði að laða þangað stór fyrirtæki á sviði hágæða gagnavera. Í viljayfirlýsingunni er ma. fólgin ósk um allt að 20 hektara lóð vestan við Lýsi á Hafnarsandi, með möguleika á stækkun síðar til að bregðast við vexti.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Málið borið upp og samþykkt samhljóða.
2. 2207035 - Helluholt - innheimta fasteignagjalda af lóðum annars áfanga
Erindi frá Erni Karlssyni varðandi lögmæti innheimtu fasteignagjalda á íbúðarlóðum í öðrum áfanga íbúðarbyggðar Helluholts.

Bæjarráð frestar erindinu þar til fyrir liggur minnisblað lögmanns um lögmæti tilgreindrar innheimtu.

Liðurinn borinn upp og hann samþykktur samhljóða
3. 2207038 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Egilsbrautar 9
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 var gert ráð fyrir kr.126 milljónum vegna viðbyggingar og viðhalds á Egilsbraut 9. Verkið var boðið út, eitt tilboð barst kr.170.930.422 og því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun samtals kr.45 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir gerð viðauka í samræmi við ósk þar að lútandi.

Liðurinn borinn upp og hann samþykktur samhljóða.
4. 2205027 - Básahraun 29 - Umsókn um lóðavegg og kostnaðarþátttöku
Skipulagsnefnd samþykkti lóðarvegg milli lóðar og knattspyrnuvallar/leikvallar við Básahraun 29 að beiðni lóðarhafa á 35. fundi nefndarinnar.
Einnig óskaði lóðarhafinn eftir kostnaðarþátttöku í gerð veggjarins og vísaði nefndin því til bæjarráðs. Í viðhengi eru loftmyndir af staðháttum og gróf kostnaðaráætlun ásamt lýsingu á verkinu, sem lóðarhafi hefur látið vinna.

Bókun nefndar:
Lóðarhafi óskar eftir heimild til að byggja lóðarvegg milli lóðar sinnar og sparkvallar í Hraununum. Árið 2011 samþykkti bæjarráð að taka þátt í kostnaði við gerð girðingar á sama stað en ekki varð af framkvæmdum á þeim tíma.
Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að lóðarhafa sé heimilt að reisa lóðarvegg á umræddum stað. Einnig vísar nefndin því til bæjarráðs að samþykkt verði að veita fjármunum til framkvæmdarinnar. Lóðarhafi þarf að vinna lýsingu á veggnum og gera sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir verkinu áður hægt er að taka endanlega ákvörðun um kostnaðarþátttökuna.

Bæjarráð staðfestir efnislega afstöðu skipulagsnefndar og felur starfsmönnum að vinna að hagkvæmustu lausn við verklegaframkvæmd. Að því afloknu verði unnin viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði.
5. 2207037 - Tækifærisleyfi Hamingjan við hafið 2022 -umsagnarbeiðni
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna veitingar tækifærisleyfis fyrir bæjarhátíðina Hamingjan við hafið 2.-6.ágúst 2022.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2206003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 1
Fundargerð 1.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 22.06.2022 til staðfestingar.

1. 2206058 - Fundafyrirkomulag og fundartímar fjölskyldu- og fræðslunefndar 2022-2026. Til kynningar.
2. 2206059 - Kjör varaformanns fjölskyldu- og fræðslunefndar. Til kynningar.
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
4. 2206057 - Leikskólinn Bergheimar skóladagatal 2022-2023. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 1904015 - Umbótaáætlun Grunnskólans. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
7. 2206006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 30
Fundargerð 30.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 06.07.2022 til staðfestingar.

1. 1906015 - Erindisbréf nefnda. Til kynningar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
3. 2206078 - Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2206079 - Gatnagerð - Iðnaðar og hafnarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2206080 - Frágangur geymsluplans við Hafnarbakka. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022. Til kynningar.
9. 2203047 - Bréf frá Römpum upp Ísland. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt.
8. 2207003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 39
Fundargerð 39.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 15.07.2022 til staðfestingar.

1. 2207018 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Sambyggð 20
2. 2207025 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 12
3. 2207020 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 9
4. 2207023 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 11
5. 2207022 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 13
6. 2207021 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 12
7. 2207024 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 9
8. 2207026 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15
9. 2207027 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 17

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2207004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 31
Fundargerð 31.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 19.07.2022 til staðfestingar.

1. 2207015 - Þorlákshafnarhöfn - Umboð til áritunar lóðarleigusamninga. TNiðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2206078 - Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún stafest.
Fundargerðir til kynningar
10. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð aukaaðalfundar SASS frá 16.06.2022 og 584.fundar stjórnar SASS frá 24.06.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 910.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.05.2022 og 911.fundar frá 23.06.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð 219.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 29.06.2022 og fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 16.06.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?