Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 343

Haldinn í fjarfundi,
21.01.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2101003 - Reglur um afslátt á fasteignaskatti og holræsagjöldum 2021.
Fyrir bæjarráði lágu drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjöldum fyrir árið 2021. Fyrirkomulag afslátta eru með sama hætti og undanfarin ár ef frá er talin 3,5% hækkun á tekjuviðmiðum vegna verðlagsþróunar.
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjöldum 2021.
2. 2101013 - Samingur um grenjavinnslu 2021-2025
Fyrir bæjarráði lá endurnýjun á samningi um grenjavinnslu fyrir árin 2021 til 2025.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
3. 1602040 - Úthlutun leiguíbúða Egilsbraut 9.
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða afgreiðslu fagteymis félagsþjónustunnar á starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu vegna úthlutunar íbúðanna á Egilsbraut 9. Alls sóttu 11 aðilar um þær 5 íbúðir sem auglýstar voru.

Bæjarráð samþykkir úthlutun á þeim forsendum sem fagteymi félagsþjónustunnar hefur lagt til.
4. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Um er að ræða samstarf við Hamrakór um hönnun gatna sem stofnað var til í því sjónarmiði að ná fram stærðarhagkvæmni við hönnun. Öll gögn hafa verið yfirfarin af sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Verkið er fólgið í yfirborðsmælingum, hönnun gatna og gangstíga, hönnun frárennslis- og veitna, raflagnahönnun, gerð útboðsgagna, yfirferð tilboða, samræmingu á gögnum frá Veitum og Mílu, gerð lóðablaða o.fl. Heildarkostnaður á svæðinu er 6.522.400 og okkar hlutfall 50%, í samræmi við eignarhlutfall gatna. Sem sagt hvor aðili fyrir sig greiðir fyrir kostnað af sínum lóðum.

Verða var leitað hjá nokkrum aðilum og skiluðu tveir aðilar inn tilboðum. Hagstæðasta tilboðið var frá Tækniþjónustu SÁ.

Bæjarráð samþykkir samninginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?